Fréttablaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 8
Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með miðviku- deginum 3. október 2018. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 15 milljónir króna í samfélags- styrki árið 2018. Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 3. október næstkomandi. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Meðal styrkveitinga úr sjóðnum eru námsstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni á vegum mannúðar- samtaka og góðgerðarfélaga  Verkefni á sviði menningar og lista  Menntamál, rannsóknir og vísindi  Forvarna- og æskulýðsstarf  Sértæk útgáfustarfsemi Veittir eru styrkir í þremur þrepum:  1.000.000 kr.  500.000 kr.  250.000 kr. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Svörum fyrirspurnum fúslega í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 83 08 8 ABENA ÞVAGLEKAVÖRUR FÁST Í REKSTRARLANDI samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands og Ríkiskaupum OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17. Abena hjálparvörurnar við þvagleka eru vandaðar, danskar gæðavörur. Alhliða lausnir fyrir alla þá sem glíma við þvagleka. Sérfræðingar okkar aðstoða við rétt val og veita persónulega og faglega þjónustu. Skírteinishafar geta leitað beint til Rekstrarlands til að fá afgreiddar Abena þvaglekavörur. Við sjáum um að koma vörunum beint heim til notenda. Save the Children á Íslandi fiskeldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála neitar að fresta rétt- aráhrifum ákvörðunar um að veita starfsleyfi fyrir regnbogasilungseldi í Fáskrúðsfirði. Stofnunin veitti þann 22. júní Fisk- eldi Austfjarða starfsleyfi fyrir þrjú þúsund tonna regnbogasilungseldi í Fáskrúðsfirði. Þá ákvörðun kærðu Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið laxinn lifi, Veiðifélag Breiðdæla, Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsár. Í kærunni var þess krafist að ákvörð- unin yrði felld úr gildi og jafnframt að réttaráhrifum hennar yrði frestað á meðan úrskurðarnefndin væri með kæruna til meðferðar. „Kærendur taka fram að þeir eigi mikilla hagsmuna að gæta um að ekki verði stefnt í hættu lífríki Breið- dalsár, Hofsár, Sunnudalsár, Selár og Vesturdalsár, þar á meðal hinum villtu laxa- og silungastofnum ánna, með lúsafári, sjúkdómasmiti og mengun frá erlendum og framandi regnbogasilungi, sem enginn mót- mæli að muni sleppa í meira og minna mæli úr fyrirhuguðu sjókvía- eldi í Fáskrúðsfirði,“ segir í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar. Umhverfisstofnun bendir á að um sé að ræða endurnýjun á starfs- leyfi sem heimili sama umfang og sömu staðsetningu og rekstraraðili hafi verið með. Fiskur hafi ekki enn verið settur út í kvíar og að ekki hafi verið tilkynnt um útsetningu. Ekki hafi verið sýnt fram á ástæður sem leiði til þess að rétt sé að fresta réttar áhrifum ákvörðunar um útgáfu starfsleyfis. Að því er kemur fram í úrskurð- inum segir Fiskeldi Austfjarða öll efnisleg rök skorta fyrir kröfum kær- endanna. „Um sé að ræða eldi regn- bogasilungs er tímgist ekki í íslenskri náttúru og ekki séu skilyrði fyrir því að laxalús þrífist á Austfjörðum. Hagsmunir kærenda séu því allt annað en brýnir eða skýrir.“ Nefndin rekur að Skipulags- stofnun hafi árið 2004 komist að þeirri niðurstöðu að allt að þrjú þúsund tonna eldi á þorski á ári í Fáskrúðsfirði væri ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfis áhrifum. Fiskeldi Austfjarða hafi á árinu 2012 fengið að breyta leyfi sínu úr þorskeldi í regnbogasilungseldi. Ekki væri um aukningu á lífmassa að ræða og óveruleg hætta talin á að erfðaefni regnbogasilungs blandaðist villtum fiskistofnum. Núverandi starfsleyfi tekur við af leyfinu frá 2012. „Fyrir liggur að engin breyting verður á starfsemi vegna nýs starfs- leyfis enda hefur leyfishafi haft sams konar starfsleyfi fyrir fiskeldi á sama stað, þó svo að rekstur sé ekki haf- inn,“ segir nefndin sem á þó enn á eftir að ákveða hvort eldisleyfið sjálft verður fellt úr gildi. gar@frettabladid.is Ekki frestun á leyfi til eldis Náttúruverndarsamtök Íslands og veiðifélög segja fyrirhugað eldi á regnbogasilungi í Fáskrúðsfirði stefna villtum stofnum í hættu. Starfsleyfið stendur. Efri fiskurinn er regnbogasilungur sem veiddist í Fljótá árið 2015. Fyrir neðan hann á myndinni er silungur úr stofni árinnar. Mynd/Orri VigFússOn 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 l A U G A r d A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 1 5 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D 6 -E 6 2 4 2 0 D 6 -E 4 E 8 2 0 D 6 -E 3 A C 2 0 D 6 -E 2 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.