Fréttablaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 25
bitrari? Eftir fimmtugt þá þurfum
við að taka margt í okkar fari alvar-
lega ef við höfum ekki þurft þess
áður. Viltu verða eins og þú varst
þegar þú varst níu ára gömul? Frjáls,
með vængi? Já, ég vil vera lifandi
manneskja. Ég ætla að lifa lífinu
lifandi þangað til ég verð tekin í
burtu,“ segir Charlotte.
Bónus – hús dauðans
„Ég er auðvitað ekki að leysa lífs-
gátuna. Mig langar bara að gefa
fólki möguleika á því að uppgötva
eitthvað nýtt. Finna sín eigin svör.
Og þetta hefur verið skemmtilegt
rannsóknarefni, ég spegla mínar
eigin uppgötvanir og það sem ég
hef lesið mér til um. Tökum hvers-
dagslegt dæmi. Bónus!
Bónus er hús dauðans. Allt inni
í Bónus er annaðhvort dautt eða
deyjandi. Allt grænmetið er deyj-
andi. Kjötið dautt. Maður horfir í
kringum sig, allt innpakkað í plast.
Ef ég kaupi það ekki þá rotnar það
og allt er til einskis. Þetta er rosaleg
ábyrgð að fara í Bónus! Öll þessi dýr
sem þurftu að deyja, allt þetta græn-
meti. Mér finnst ég oft horfa beint
inn í tilgangsleysið í Bónus. Enda-
laus hringrás dauðans!“
Heimiliskötturinn Kókus er líka
tilefni til heimspekilegra vanga-
veltna um dauða og ábyrgð.
„Við eigum kött og hann er rosa-
lega feitur. Þegar fólk kom í heim-
sókn var það oft að minnast á að
hann væri jú dálítið stór. Og þá
fékk ég hnút í magann. Jú, það eru
nú mömmurnar sem bera ábyrgð
á því ef einhver á heimilinu er ofal-
inn. Það er nú ekki almennt viður-
kennt. Það talar enginn um það.
En þannig er það. Ég horfi á Kókus
og hugsa, ég verð að grenna hann.
Það er á mína ábyrgð. Ég sagði fjöl-
skyldunni að aðeins ég mætti gefa
honum að borða. Aðeins tveimur
mánuðum seinna var hann orðinn
miklu penni. En um leið fór ég að
finna dauða fugla. Þetta var í júní-
mánuði og ég fann þá hauslausa
á víð og dreif í íbúðinni. Ég fór að
hugsa um alla litlu ungana sem voru
nú móðurlausir og deyjandi.
Jæja, hvort átti ég að velja. Góða
ímynd mína sem kattauppalanda
eða líf lítilla móðurlausra unga í
hreiðri? Þarna fyllti ég á skálina og
hægði á dauðanum allt um kring,“
segir Charlotte um gríðarleg völd
sín yfir lífi og dauða í sínu næsta
nágrenni.
Ávaxtastund í kirkjugarðinum
„Þá er það spurningin, hvað deyr og
hvað deyr ekki? Hvað lifir áfram?
Mamma mín er alltaf að flytja í
Danmörku og í hvert skipti sem
hún flytur þá finnur hún sér fallegan
stað þar sem hún vill láta jarðsetja
sig. Hún er mjög góð í því að finna
sér fallega staði og sýnir mér þá og
segir mér hvernig hún vill hafa þetta
allt saman. Hér vil ég láta jarða mig
og svo á að planta kirsuberjatré ofan
á gröfina, segir hún. Svo við getum
borðað hana. Mömmulegt ekki
satt?“ segir Charlotte og leikur ferð
í kirkjugarðinn með fjölskyldunni.
„Komið þið krakkar, við erum að
fara í kirkjugarðinn í ávaxtastund.
Við erum að fara að borða smá
ömmu. Kooomið þið!
Og svo erum við líka með sérstak-
ar hugmyndir um það hver má deyja
og hver má ekki deyja. Mús – hún
má vel deyja. En ekki hamsturinn.
Svín – þau mega deyja. En hundur-
inn okkar, nei alls ekki, þá fyllumst
við sorg,“ segir Charlotte.
Leiksýning Charlotte mun án efa
vera mikil skemmtun en á sama
tíma krefjandi. Hún er menntaður
markþjálfi og viðfangsefni hennar
í kennslu eiga ýmislegt sameigin-
legt með vinnu hennar við leik-
verkið um dauðann. Það er að segja,
núið. „Ég byrjaði með námskeið
fyrir tveimur árum síðan, ég kenni
núvitund og seiglu, sem felst í að
ráðleggja fólki um hvernig það getur
nýtt sér ákveðin tæki og tól.“
Fórnarlambsvælið
„Í markþjálfun eru einmitt góð tæki
og tól til að læra að sleppa. Maður
getur til dæmis greint mynstur í eigin
Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14.
Uppþvottavél, Serie 4
14 manna. Sex kerfi, þar á meðal
hraðkerfi á 45° C. Tvö sérkerfi, þar
á meðal tímastytting. Zeolith®-
þurrkun. Hljóð: 42 dB. Hnífaparaskúffa.
„AquaStop“-flæðivörn.
Fullt verð: 169.900 kr.
Tækifærisverð: SMP 69M15SK
129.900 kr.
Það eru Tækifærisdagar hjá okkur. Líttu inn og gerðu góð kaup.
T i færi 2016 - 2017
Kæli- og frystiskápur,
iQ300
Stál (kámfrír). Kælir: 215 lítrar. Frystir:
94 lítrar. „hyperFresh“-skúffa: Tryggir
lengur ferskleika grænmetis og ávaxta.
„lowFrost“-tækni. Hljóð: 39 dB.
H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
Fullt verð: 114.900 kr.
Tækifærisverð: KG 36VVI32
89.900 kr.
Þvottavél, Serie 6
Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus
mótor með 10 ára ábyrgð. Sérkerfi
meðal annars: Skyrtur, íþróttafatnaður,
mjög stutt kerfi (15 mín.), stutt kerfi
(30 mín.), blandaður þvottur o.fl.
Fullt verð: 127.900 kr.
Tækifærisverð: WAT 2849BSN
89.900 kr.
A
A
Spanhelluborð, Serie 4
Án ramma. Snertihnappar. 59,2 sm á
breidd.
Fullt verð: 86.900 kr.
Tækifærisverð: PUE 611BB2E
66.900 kr.
9
kg
Handryksuga
Kraftmikil, 14,4 V. Ofnstútur fylgir með.
Fullt verð: 12.900 kr.
Tækifærisverð: BHN 14090
9.900 kr.
Baðvog
Stafræn baðvog með nákvæmni upp á
100 g. Hámarksþyngd 180 kg. Stórir og
skýrir stafir.
Fullt verð: 5.900 kr.
Tækifærisverð: PPW 3300
4.200 kr.
Orkuflokkur Öryggisgler
hegðun og ákveðið að sleppa því. Við
getum tekið sem dæmi fórnarlambið
í okkur. Mitt fórnarlamb vælir: Hvers
vegna er þetta svona erfitt? Hvers
vegna þarf ég alltaf að skrifa allt á
dönsku fyrst? Hvers vegna bý ég á
Íslandi? Hvers vegna gefur maðurinn
minn mér aldrei blóm?“ þylur Char-
lotte upp í vælutón.
„Á bak við fórnarlambsvælið
liggja ákveðnar hugsanir og vænt-
ingar sem við höfum um okkur
sjálf og aðra í kringum okkur. Ef við
getum greint það og reynt að stilla
þær betur af, átta okkur betur á því
hvað við þurfum og hvernig við
getum veitt okkur það sjálf, þá verð-
ur lífið betra. Þetta er ekki sálfræði.
Mér finnst hún ekkert spennandi,
þetta eru bara hversdagsleg tæki
sem við getum notað. En blessað
fórnarlambið, það er sko meira en
að segja það að láta það flakka,“
segir hún og kímir.
Þetta er ekki búið
„En það má vinna í því. Í að verða
betri í stað þess að verða bitrari. Ég
hef tekið nokkrar stórar ákvarð-
anir. Ég ákvað að hætta að kvarta
yfir tungumálinu og yfir veðrinu
fyrir mörgum árum síðan. Þegar
ég var lítil þá ákvað ég að horfast í
augu við fólk. Ég var nefnilega svo
feimin. Fyrst starði ég auðvitað í
augun á fólki svo því hreinlega brá.
En svo kom þetta. Ef þú gerir aðeins
einn hlut á dag sem þú hefur aldrei
gert áður þá breytist allt. Og í þetta
skipti, í þessari leiksýningu þá ætla
ég að gera fimm hluti á sviði sem ég
hef aldrei gert áður. Ég ætla að gera
eitthvað alveg nýtt. Af því að svona
er lífið. Og um leið segi ég: Þetta er
ekki búið! Þótt ég sé deyjandi. Það
verður að vera gaman. Lífið er of
stutt til að hafa ekki gaman. Hleyp-
um inn gleðinni. Ég á ekki við að
við eigum að sleppa því að horfast
í augu við erfiðleika. Og auðvitað
er lífið oft sorglegt. Og stundum
verðum við reið. Við getum viður-
kennt allar þessar tilfinningar en
samt haft gaman.“
Komið þið KraKKar, við
erum að fara í KirKju-
garðinn í ávaxtastund.
við erum að fara að
borða smá ömmu.
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 1 5 . s e p T e m B e R 2 0 1 8
1
5
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
6
-F
0
0
4
2
0
D
6
-E
E
C
8
2
0
D
6
-E
D
8
C
2
0
D
6
-E
C
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K