Fréttablaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 76
Þið finnið mig í kaup-félagshúsinu,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún leiðsegir okkur Sig-tryggi Ara ljósmyndara símleiðis. Við erum komin til Flateyrar til að heilsa upp á hana og forvitnast um væntanlegt lýðháskólahald, þar sem hún hefur valist til forystu. Og mikið rétt, við finnum hús sem ber öll merki kaup- félags, utan frá séð, þar er meira að segja útstandandi búðargluggi. Á efri hæðinni eru skrifstofur skólans og þar eru þær Helena og Anna Sig- ríður Sigurðardóttir, einu fastráðnu starfsmennirnir. „Anna er kennslustjórinn okkar,“ segir Helena um leið og hún kynnir hana. „Síðan koma um það bil 30 kennarar í viku til tvær, flestir tvær, og ausa úr sínum viskubrunnum. Anna er ábyrg fyrir þeim hluta, að þeir standi sig og geri það sem þeim er ætlað.“ Verður þú með svipuna á lofti? spyr ég Önnu í gríni. „Já, algerlega,“ svarar hún af sama alvöruleysi. Nemendur á öllum aldri Anna er kennari til margra ára úr framhalds- og grunnskólum. Flutti meðal annars í Árneshrepp fyrir nokkrum árum með fjölskylduna og var þar að kenna. „Þegar fólk hér segir við mig: „Þú veist að hér getur snjóað og það er dálítið dimmt hérna í skammdeginu,“ þá get ég svarað: Já, ég hef búið norður á Ströndum svo ég veit hvernig vestfirskir vetur eru og þar var vegurinn oft lokaður,“ segir hún brosandi. Þær Helena og Anna eiga von á um 30 nemendum. „Við erum með tvær brautir og gerðum okkur vonir um tólf nemendur á hvora, þannig að allt milli 25 og 30 er bara bónus og plús. En allt yfir 30 er orðið erfitt í skipulagningu. Þannig að þetta er eins fullkomið og hægt er,“ segir Hel- ena brosandi. Á tímabili segir hún 40 hafa verið á skrá. „Mér finnst alveg ótrúlegt að 40 manns hafi sótt um vist í skóla sem var bara til í höfðinu á okkur, í tölvu og Excel-skjali. Ef fólk ætlaði að koma í heimsókn vorum við bara vandræðalegar. Ég var ekki einu sinni komin með skrifstofu, var bara að vinna heima, á náttfötunum hálfan daginn! En svo er náttúran og umhverfið svo heillandi hér á Flateyri að fólkið sem kom að skoða spurði varla „hvar er skólinn?“ enda er umhverfið allt ein kennslustofa. Það er það sem gerir þennan skóla einstakan.“ Umsækjendur eru á aldrinum 18 til 62 ára og koma frá hinum ýmsu stöðum, jafnvel alla leið frá Singapúr, að sögn Helenu. Hér verður fólk með mastersgráður, grunnskólapróf og allt þar á milli og kemur á ólíkum forsendum. Nokkrir hafa átt erfitt með að taka próf, eru með lesblindu eða líður almennt ekki vel í skóla- kerfinu. Aðrir eru á milli mennta- skóla og háskóla og langar í eitt- hvert óhefðbundnara nám við nýjar aðstæður. Svo er fólk sem er komið Umhverfið allt ein kennslustofa Helena hefur farið víða um heiminn en henni finnst það alger forréttindi að fá skólastjórastarf á Flateyri. Fréttablaðið/Sigtryggur ari anna Sigríður og Helena eru einu föstu starfsmennirnir við lýðháskólann. Kennsluaðstaðan verður í félagsheimilinu og líka á efri hæð kaupfélagshússins. litlu húsin sem notuð eru fyrir ferðamenn á sumrin fyllast brátt af skólafólki. Ef skólabjalla er í Lýðháskólanum á Flateyri mun hún glymja næsta laugar- dag, jafnvel berg- mála í fjöllunum við Önundarfjörð. Þá verður skólinn settur í fyrsta skipti. ágætlega á veg í lífinu en vill kannski bara aðeins brjóta það upp og finna annan takt.“ Helena segir fyrsta nemandann mættan á svæðið þótt skólastarf sé ekki hafið. „Ung kona að sunnan kom hingað tímanlega svo börn hennar tvö gætu hafið sitt nám í grunnskólanum. Hún er algerlega mögnuð. Ekki nóg með að hún kæmi keyrandi hingað í litlum bíl með börnin heldur var hún búin að vera mánuð í tjaldferðalagi með þau um Ísland, stundum í brjáluðu veðri. Ég sá hana á fésbókinni. Þá var hún norður á Ströndum í 20 metrum á sekúndu, þrír tjaldhælar eftir og börnin steinsváfu í látunum!“ Á loftinu er huggulegt kaffihorn. „Hér borðum við skólafólkið einfald- an morgunmat, hafragraut, brauð, jógúrt og slíkt. Svo er farið í skólann, sem er bæði hér á hæðinni og úti í félagsheimili, en hádegismatur er borðaður á neðri hæð þessa húss, í mötuneyti sem Ísafjarðarbær rekur. Heimavistin er svo í litlu húsunum sem notuð eru fyrir ferðamenn á sumrin, þar er allt til alls til að halda heimili. Nemendur leigja þar, sumir deila herbergi, aðrir eru með sér- herbergi og enn aðrir taka heil hús á leigu því þeir koma með fjölskyldur.“ Helena er klínískur sálfræðingur að mennt og hefur undanfarin þrjú ár verið í hjálparstörfum úti um allan heim. Hún kveðst líta á þetta nýja skólastjórastarf sem einstök forrétt- indi. Átti hún kannski hugmyndina að skólanum? „Nei, alls ekki. Þetta er gömul hugmynd hér á Flateyri sem ekkert varð úr á þeim tíma sem hún kom upp fyrst. En góð hugmynd, ekki síst vegna þess að lýðháskólar eru mjög tengdir þeim samfélögum sem þeir eru í og hugmyndin er sú að þeir bæði gefi og taki frá þeim.“ Kennarar úr öllum áttum Eins og sést á heimasíðu skólans eru kennararnir með ólíkan bakgrunn, einn veit allt um veiðar og vinnslu, annar er gagntekinn af útivistar- áhuga, þriðji hefur ástríðu fyrir mat og umhverfisvernd og sjálfbærni brennur á þeim fjórða. Þar eru frum- kvöðull, rithöfundur, leikstjóri, ljós- myndari, hönnuðir, leiðsögumenn, bændur og kvikmyndagerðarfólk, já titlarnir eru margir og fjölbreyttir. „Við erum ekki að sökkva okkur ofan í lestur fræðibóka og kenninga heldur er námið meira verklegt og byggt upp þannig að nemendur öðl- ist þekkingu á ákveðnum viðfangs- efnum gegnum reynslu. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á ólík nám- skeið þannig að nemendur fái fjöl- breytta möguleika til að spreyta sig við mismunandi aðstæður með nýju fólki sem þeir kynnast. Við segjum gjarnan … svo miklu meira en bara skóli … því lýðháskóli er 24 stunda samvera. Við búum saman, borðum saman, vinnum saman og erum saman nánast öllum stundum. Nám- skeiðin eru eitt en samfélagið sem við búum til verður lærdómur líka og lýðræðislegar ákvarðanir teknar um vissa hluti.“ Helena segir kennsluskrár geta riðlast af ýmsum ástæðum, vont veður sett strik í reikninginn – eða gott veður sem gaman sé að nýta til útivistar. „Við viljum vinna að því að kennararnir séu alltaf með plan B þannig að við getum hoppað út í eitt- hvað nýtt og skemmtilegt,“ segir hún. „Það getur verið að sitja bara inni og horfa á bíómynd saman, skreppa út á sjó ef þannig aðstæður skapast, fara á tónleika hjá einhverjum sem alla langar að hlusta á eða kíkja á snjó- flóð inni í firði sem vert er að skoða. Hver veit nema við viljum sleppa skóla einn dag til að skipuleggja ball sem við bjóðum öllum Vestfirðing- um á,“ segir hún glaðlega. „Það er skóli í því.“ Við erum ekki að sökkVa okkur ofan í lestur fræðibóka og kenninga. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 5 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D 6 -C 8 8 4 2 0 D 6 -C 7 4 8 2 0 D 6 -C 6 0 C 2 0 D 6 -C 4 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.