Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 29. janúar 1981 Enn um Helguvík ( þau hartnær 15 ár sem ég hef tiltölulega náiðfylgstmeöstjórn- málum hér á Suöurnesjum, minnist ég þess ekki, aö Tómas Tómasson, núverandi forseti bæjarstjórnar Keflavikur hafi opinberlega lýst yfir áhyggjum vegna mengunarhættu af völd- um olíutanka hersins í krikanum milli Keflavíkur og Njarövíkur. Á sama árafjölda hefur stað- setning tankanna þegar mótað byggðaþróun bæjanna á óeðli- legan hátt. Ég hef hingað til ekki orðið var við að það hafi raskað pólitískri ró Tómasar. Það kom mér því í fyrstu skemmtilega á óvart að sjá hann gefa málum þessum gaum í jólablaði Víkur- frétta í grein undir fyrirsögninni: „Verða bráðnauðsynlegar meng unarvarnir Keflavíkur og Njarð- víkur látnar vikja fyrir hagsmun- um heimskommúnismans?" Hvorki meira né minna! ( grein þessari gerist Tómas hatrammur meömælandi þess að herinn fái að reisa mikla olíu- birgðastöð og höfn í Helguvík. Alþingismaðurinn Jóhann Ein- varðsson og Ólafur Björnsson bæjarfulltrúi fjalla í sama blaöi einnig um framkvæmdirnar og eru þeim hlynntir, en ganga þó ekki eins hart fram og Tómas. Karl Sigurbergsson bæjarfulltrúi Alþýöubandalagsins leggst í sinni grein eindregið gegn fram- kvæmdum. Tómas færir í sinni grein ýmis rök fyrir ágæti staösetningar olíustöðvar í Helguvík, svo sem að staöurinn sé utan við núver- andi byggð og að ekki sé hættaá mengun vatnsbóla með þessu staöarvali. Bæði þessi rök eru léttvæg. Eða voruekkinúverandi tankar á sínum tima reistir utan við þáverandi byggð? Og Helgu- vík er meira að segja hluti af landssvæöi, sem Keflavikurbær nýverið keypti af ríkinu meö framtíðarbyggöaþróun í huga. Enda gert ráð fyrir fjölbýlis- og einbýlishúsum á svæðinu, sam- kvæmt aöalskipulagi 1967-1987 eins og hver og einn getur kynnt sér. Hitt atriöið fellur einnig um sjálft sig, þvi sjálf Helguvíkur- framkvæmdin gerir, auk aðal- tankana við víkina sjálfa, ráð fyrir öðrum tönkum ofarlega í Mið- nesheiðinni. En þar er hætta á grunnvatnsmengun meiri sam- kvæmt umsögn Jóns Jónssonar jarðfræöings, sem Tómas vitnar til og ég rengi ekki. Á ekkert af þessu minnist hins vegar Tómas í grein sinni. Ýmislegt telur Tómas fleira til. Meðal annars að þegar höfn í Helguvík væri á annað borð orðin staðreynd, gætu vöruflutn- ingar til hersins farið um hanaog heimamenn fengið vinnu í sam- bandi við þá. Rétt má vera, en ekki er ég viss um að öllum Suð- urnesjamönnum sé það jafn mikiö hjartans mál að gera herinn að stærri vinnuveitanda á svæðinu en þegar er oröiö. Tómas bendir einnig á að elds- neytisstöð við flugvöllinn sé nauðsynleg, hvort sem herinn verði eða fari. Rétt eins og ein- hverjir héldu annað. Enginn ef- ast heldur um að aðdýpi sé mikiö við Helguvík og þvi auövelt fyrir stór olíuskip að aöhafast þar. Röksemdafærsla Tómasar í grein hans hvílir öll meira og minna á brauöfótum. Það er þó ekki fyrst og fremst þaö sem í greininni stendur, sem vekur at- hygli mína og er hvati þessara skrifa, heldur það sem ekkl í henni stendur. Af grein Tómasar og raunar Jóhanns og Ólafs líka, máskilja, að einungis sé um það að ræða að reisa nýja tanka i stað þeirra úr sér gengnu, á betri stað. Það er ekki svo mikiö sem ymprað á því að ætlunin er um leið, aðekki bara tvöfalda heldur margfalda núverandi tankarými hersins. Og það á sama tíma og verið er að tengja flugvallarbyggingarnar hitaveitu. Minnkandi viðkoma farþegaflugvéla á leið yfir Atl- antshafið geta ekki heldur verið nein skýring á þessari miklu rým- isaukningu. Enda eru öll elds- neytisnot farþegavélanna ekki nema dropi í hafið miðað við þá stórfelldu birgðastöð, sem ætl- unin er að reisa. Nei, skýringin er bara ein. Bandaríkjahervill koma sér upp hér á landi stórri og var- anlegri olíubirgðastöð til nota í sambandi við hugsanleg hern- aðarátök. Sama er uppi á ten- ingnum í Norður-Noregi, þar sem NATO, með Bandaríkja- menn í broddi fylkingar, sækir það fast að fá að koma upp birgöastöðvum af ýmsu tagi. Nú er það vitað að herveldum hefur ætíð þótt hagur að hafa aðgang að olíubirgðum nálægt líklegum átakasvæðum og þá um leið helst fjarri heimahögum, þar sem olíubirgðir eru gjarnan með fyrstu skotmörkum andstæð- ingsins. En mörlandanum er greinilega ekki of gott að búa í nágrenni ,,púðurtunnunnar“. A.m.k. er það skoðun nefndar þeirrar er utanríkisráðherra skip- aði í maí 1980 til viðræðna viö fulltrúa hersins um lausn „meng- unarvandamálsins". Lausnin varð púöurtunnan, sem Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar Keflavíkur er svo ánægður með. Tómas hefði getað sagt i grein sinni að Helguvíkurframkvæmd- in væri hluti af framlagi íslend- inga til NATO til frekari varnar gegn heimskommúnismanum, sem að auki leysti mengunar- og skipulagsvandamál Keflavíkur NJARÐVÍK ÚTSVÖR AÐSTÖÐUGJÖLD Fyrirframgreiðsla 1980 Greiða á 70% af álögðum gjöldum síðasta árs með fimm jöfnum gjalddögum, 1. febr., 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Skorað er á gjaldendur að standa skil á hverri greiðslu svo komist verði hjá kostn- aði. - Dráttarvextir eru nú 4.75% á mánuði. Bæjarsjóður - Innheimta VÍKUR-fréttir og Njarðvíkur. En hann kýs aö láta svo í veöri vaka aö einungis sé verið að sinna „bráönauösyn- legum mengunarvörnum" byggð arlaganna. Vænir hann svo aðra um að vilja fórna „lífshagsmuna- máli byggðar" í Keflavík og Njarðvík sakir þjónkunar við heimskommúnismann. Sjálfur þykistTómasekki þjónaneinum annarlegum hagsmunum. Hann segir orðrétt undir lok greinar sinnar: „Og í þessu máli legg ég áherslu á að hagsmunir varnar- liðsins mega á engan hátt sitja í fyrirrúmi." Þegar sú frétt berst mér yfir hafið að Tómas hafi, í öryggis- skyni, látið útbúa auka bensín- tank i vélarrúmi bifreiðar sinnar, þá skal ég trúa því að hann sé bara nytsamur sakleysingi, en ekki sá erindreki erlendra afla sem hann sakar aðra um að vera. Alþýðubandalagiö hefur alla tið barist fyrir brottför banda- ríska hersins af landinu og gerir enn. Sem sakir standa er þó Al- þýðubandalagið aðili að ríkis- stjórn, sem ekki hefur brottför hersins á stefnuskrá. En það er skýrt tekið fram i stjórnarsátt- málanum að umsvif hersins skulu ekki aukast á kjörtímabil- inu. Þess vegna kemurHelguvík- urlausnin ekki til greina. Alþýðu- bandalaginu hefur hins vegar lengi verið Ijós mengunarhættan og skipulagsóhagræðið af hin- um gömlu olíutönkum hersins. Enda haft frumkvæði að umræð- um um iausn vandans hér syðra. Þennan vanda er vel hægt að leysa innan ramma núverandi umsvifa hersins. Karl Sigur- bergsson bendir á einn lausnar- möguleika í grein sinni. Alþýðu- bandalagið er reiðubúið til að stuðla að slíkri lausn og hveturtil samstarfs um hana. Tómasi er velkomið að taka þátt í slíku sam- starfi, en sé honum meiri fróun í að hrópa kommúnisti! kommún- isti! þá hann um þaö. Sviþjóð, 2.1.'81. Ólafur Einarsson Njarðvík: Innheimta bæjargjalda 75.48% Innheimta bæjargjalda í Njarð- vík fyrir árið 1980 varð 75.48%, en var í fyrra 69.3%. Heildarálagn- ing (útsv., aðst.gj., fasteignagj.) auk dráttaryaxta og útistandandi gjalda frá fyrra ári (79) var kr. 1.044.885.903. Innheimtan nam kr. 788.684.586 og eru eftirstöðv- ar því kr. 256.201.317. SKATTFRAMTÖL önnumst gerð skattfram- tala. Gunnar Þórarlnss., s. 3462 Sœvar Reynlss., s. 3607 og s. 1312 e. kl. 5 á kvöldln.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.