Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. janúar 1981 9 Gatnageröarnefnd Keflavíkur leggur fram Tillögu að stefnumótun I gatna- og gangstéttagerð Á fundi gatnageröarnefndar Keflavíkur 7. jan. sl. lagði Vil- hjálmur Grímsson, bæjartækni- fræðingur, fram tillögu að stefnumótun í gatna- og gang- stéttagerð í bænum. Einnig var lögð fram tillaga að verkefnaskrá í gatna- og gangstéttagerð næstu 2 ár. Tillögurnar voru yfir- farnar og ræddar og þeim breytt litilsháttar. Gatnagerðarnefnd leggur fram eftirfarandi tillögu að Stefnumótun Keflavikurbæjar f gatna- og gangstéttagerð: Við val fjárfestingarvalkosta í AÐALFUNDUR Björgunarsveitarinnar Stakks verður haldinn i húsi félagsins (Stakkshúsi) Bergi, fimmtudag- inn 26. febrúar n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Stjórnin fbúð óskast 2ja-3ja herb. íbúð óskast til leigu. Góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 1559 á skrifstofu- tíma. Skatthol til sölu vel með farið. Uppl. í síma 2130 eftir kl. 18. fbúð til leigu í Keflavík. 2 herb. og eldhús. Laus um mánaðamótin. Uppl. i síma 2060. Datsun 120 Y ’77 til sölu í skiptum fyrir nýrri bil, '79 til '80. Uppl. í s. 3216 á kvöldin. gangstéttagerð skal haft að leið- arljósi að þeim fjármunum sem varið er til gangstéttarlagningar komi að sem bestum notum fyrir gangandi vegfarendur - með það fyrir augum að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Lagt er til að gangstéttaverk- efnið og gerð göngustíga í bæj- arlandinu verði fellt í fram- kvæmdaáætlun sem miði að því að lokiö verði við um það bil 3-4 km á ári, en með því móti má ætla að verkefninu verði komiö í við- unandi horf á næstu 5 árum. Jafnframt er lagt til að áfram verði unnið við varanlega gatna- gerð eins og verið hefur sam- kvæmt fyrirliggjandi áætlun um að stefnt verði að því að koma varanlegu slitlagi á göturáðuren framkvæmdir húsbyggjenda hefjast á nýjum byggingasvæð- um. Eins og mál standa nú, þá eru götur með bundnu slitlagi um 27 km, en malargötur eru 6 km. Af framansögöu er Ijóst að unnt er aö Ijúka lagningu slitlags á allar götur í bænum á næstu 2-3 árum með sama áframhaldi og veriö hefur að undanförnu. Á verkefnaskrártillögu er gerð frumtillaga um einstakar fram- kvæmdir á árinu 1981 og 1982. Nefndin bendir á, aö sé litiö til lengri tímat.d. áranna 1983-1984 er Ijóst að verkefnið í gatnagerð mun breytast í þá átt að lagning slitlags á akbrautir mun fylgja út- hlutun á nýjum byggingasvæð- um, sem væntanlega verður mun minna en þeir áfangar sem hing- að til hafa verið til umræðu í gatnagerö. Með því móti skapast verulega aukið svigrúm til þess aö vinna í gangstéttagerö og mætti þá hugsa sér að tekin yrðu fyrir bæjarhverfi, þar sem gengiö yrði til fullnustu frá gangstéttum og opnum svæðum. Frumdrög aö verkefnaskrá f gatna- og gangstéttagerö 1981 Gangstéttagerö: Faxabraut, beggja vegna frá HringbrautaðSunnubr. (420 m). Skólavegur, norðanverðu frá Suðurgötu að Hringbr. (274 m). Tjarnargata, beggja vegna frá Hringbraut að Langholti (700 m). Aðalgata, frá Hringbraut og upp að kirkjugarði (350 m). Vesturgata, beggja vegna frá Hafnargötu að Hringbr. (780 m). Gangstétt við Hrannargötu, sunnan Vatnsnesvegar (300 m). Göngustígar frá Háholti að Eyjabyggð yfir heiðina (700 m). Vatnsnesvegur að norðan- verðu frá Hafnargötu að Hrann- argötu (300 m). Alls 3825 m. Gatnagerö: (slitlag á akbrautlr) Vesturbraut frá Kirkjuvegi aö Hringbraut (270 m). Noröurgarður (170 m). Efsti hluti Eyjavalla (100 m). Bjarnarvellir/Heimavellir (380 m). Elliðavellir (140 m). Drangavellir (180 m). Iðavellir (600 m). Flugvallarvegur frá Sunnu- braut að Iðavöllum (900 m). Alls 2740 m. „Hugmyndin með þvi að birta þennan lista," sagði Vilhjálmur Grimsson, er við ræddum við hann um þessi mál, ,,var að fá Framhald á 7. slöu HÚSBYGGJENDUR SUÐURNESJUM Tökum að okkur alhliða múrverk, svo sem flísalögn, járnavinnu, steypuvinnu, viögerðir, og auðvitað múrhúðun. e Tökum að okkuralhliðatré- smíðavinnu, svo sem móta- uppslátt, klæðningu utan- húss, einnig viðgerðir og endurbætur. Smíðum einnig útihurðirog bílskúrs- hurðir og erum með alla almenna verkstæöisvinnu. e Gerum föst tiiboð. Einnig veitum við góð greiöslu- kjör. Komið, kannið málið og athugið möguleikana. Verið velkomin. Skrifstofan er opin milli kl. 10-12 alla virka daga nema föstudaga. ' u N Sfmi 3966 Hafnargötu 71 - Keflavfk Hermann, sfmi 3403 Halldór, sfml 3035 Margelr, sfml 2272 HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 Traktorsgrafa og BRÖYD X2 Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. PÁLL EGGERTSSON Lyngholti 8 - Keflavík Sími 3139 Nœsta blað kemur út 13. febrúar w KEFLAVÍKURBÆR FASTEIGNA- GJÖLD Fyrri gjalddagi fasteignagjalda var 15. janúar, og bar þá að greiða helming þeirra. Innheimta Keflavíkurbæjar Þeim fækkar óðum qötunum sem þarf að hefla að staðaldri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.