Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Suöurgata 17 - keypt fyrir 20.000 kr. Svona getur það verið Eins og meðfylgjandi myndir bera meö sér, er útlit húsanna tveggja harla ólíkt, en verðið sem nýlegir kaupendur þurftu að greiða fyrir þau, er með ólíkind- um. Á fundi bæjarráðs Keflavíkur 14. júlí sl. lagði bæjarstjóri fram tilboð frá Birgi Guðnasyni í hús- eignina að Suðurgötu 17, að upphæð kr. 20.000, - greiðslu- tími eitt ár. Tilboðið miðaðist við að leyfi bygginganefndarfengist til staðsetningar hússins á auðri lóð að Kirkjuvegi 46, og að gatna- gerðargjald fylgdi húsinu. Bæj- arráð samþykkti tilboðið, enda samþykkti bygginganefnd stað- setningu hússins og felldi niður gatnagerðargjaldið. Að Faxabraut 32c er Hilmar Hafsteinsson að hefja byggingu á 6 íbúða húsi. Áfundi bæjarráðs 27. ágúst var tekið fyrir erindi frá honum þar sem hann ferfram á að bæjarráð veiti fulla eftirgjöf á gatnagerðargjaldinu, þar sem hann hafi þurft að kaupa hús á lóðinni til niðurrifs til að rýmka fyrir nýbyggingunni, á 200.000 kr., sem er miklu hærra verð en hann reiknaði með. Bæjarráð samþykkti að fella niður 75% gátnagerðargjaldsins. Hilmar hafði áður greitt gjaldið að fullu, en hefur samþ. að um endur- greiðslu mætti semja við hann. Óneitanlega er hér ólíku sam- an að jafna. Annargreiðir 20 þús- und kr. fyrir hús sem hann sjálfsagt mun leigja eöa endur- selja, hann fær lóð og greiðir ekkert gatnagerðargjald. Hinn þarf að kaupa lélegt hús sem varla er mannabústaður, á kr. 200 þúsund, til þess eins að rífa það. Faxabraut 32c - keypt fyrir 200.000 kr. Karlakór Keflavíkur: Gefur út sína Skammt er stórra högga ámilli hjá Karlakór Keflavíkur, því eins og fram kemur annars staðar í blaðinu er kórinn nú í söngför á (talíu, og um þessar mundir er hann einnig aðgefa útsínafyrstu hljómplötu. Keflavíkurbær gaf kórnum plötuupptöku í 25áraaf- mælisgjöf árið 1978. Kórinn leitaði til upptökufyrir- tækisins Stemmu hf. i Reykjavík um að taka plötuna upp hér syðra, og reyndist Ytri-Njarðvík- urkirkja mjög heppileg til upptöku. Er þetta í fyrsta sinn fyrstu plötu svo vitað sé, að upptökufyrirtæki flytji öll sín tæki úr stúdíói út á land og tekur upp stereoplötu. Á plötunni eru 14 lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Magnús Ingimarsson stjórnaði upptökunni, söngstjóri er Sig- urður Demetz Franzson og und- irleikari er Ragnheiður Skúla- dóttir. Sævar Helgason hannaði smekklegt plötuumslag. Karlakórsfélagar munu sjálfir annast dreifingu plötunnar eftir að þeir koma heim úrsöngferða- laginu. Fimmtudagur 10. september 1981 Stórkostleg skemmtisigling með glæsiskipinu Maxim Gorki um vesturströnd Afríku.Brottför 18. október. 18 dagar. Um borð er allt sem hugurinn girnist. Flogið til Las Palmas á Kanaríeyjum, en þaðan hefst siglingin suður á bóginn. Síðustu Mallorca- ferðirnar nú í sumar, þann 15. og 29. september, eru alveg að seljast upp, og veitum við stórkostleg greiðslu- kjör í þær ferðir. Umboð Péturs Jóhannssonar á Vatnsnesvegi 14 - III. hæð ■ HtfVtV Sfmi 2900 - Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.