Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.1981, Síða 1

Víkurfréttir - 22.10.1981, Síða 1
19. tbl. 2. árg. Fimmtudagur22. október 1981 fCÉTTIP Iskyggileg þróun á skipa komum til Landshafnarinnar Undanfarin ár hefur ískyggi- leg þróun átt sér staö varöandi skipakomur til Keflavíkurhafnar, sem hefur haft í för með sér minni upp- og útskipun en eðli- legt má telja. Upphaf þessa máls er tilkoma gámaflutninga fyrir Varnarliðið, sem hafði í för með að skip með vörur til hersins hafa alveg haett að koma hingað. Síðan hefur þetta þróast þannig, að nú er daglega ekið með töluvert magn af skreið til Reykjavíkur til útskipunar, og einnig er þó nokkuð um að ekið sé með freð- fisk til útskipunar í Reykjavík og Hafnarfirði. Nú nýlega hafa átt sér stað þrjár útskipanir á freð- fiski þar sem ekið var með frá 3.200 og upp í 5.600 kassa frá Suðurnesjum til útskipunar innfrá. Þá er einnig farið að bera á að ekið sé með saltfisk inn eftir til útskipunar. Þróun þessi hefur haft marg- víslegar afleiðingar í för með sér, t.d. minni tekjur fyrir Landshöfn- ina, samdrátt í atvinnu hafnar- verkamanna og þar af leiðandi minni tekjur fyrir sveitarfélögin, svo eitthvað sé nefnt. Samt virðast viðkomandi hags- munaaðilar vera heldur sofandi um þessi mál, að vísu hafa oft Framkvæmdir við Landshöfnina Vonast er til að nú í haust komi dýpkunarskipið Grettir til Njarð- víkur til að hreinsa upp úr höfn- inni eftir að sprengt var þar í sumar fyrir þilinu sem þar á að koma, þannig að framkvæmdir geti haldið áfram. Mjög alvarlegar skemmdir, eða nánar tiltekið gat, er komið á stærsta kerið i hafnargarðinum í Keflavík. Er nú unnið að því að fá Vita- og hafnamálaskrifstofuna til að athuga skemmdirnar svo hægt verði að hefjast handa um viðgerð. verið kjörnar nefndir til að snúa þróuninni við, en lítið hefurorðið um árangur. Fyrir nokkrum árum gekk Verkalýðs- og sjómanna- félagið fyrir fundum um þessi mál þar sem mættu fulltrúar frá Landshöfninni, Vörubílastöð- inni, vinnuveitendum, Keflavík- urbæ, Njarðvikurhrepp, sem þá Á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur 6. okt. sl. lá frammi tillaga frá Ólafi Björnssyni, bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins, um að lög- bann yrði sett á olíuleiðslu hers- ins sem liggur samsíöa Flugvall- arveginum. (tillögunni vareinnig gert ráð fyrir að Siglingamála- stofnunin yrði fengin til þess að meta ásigkomulag leiðslunnar og oliutankana sem hún liggur til. Þetta eru þeir tankar sem eru taldir hættulegir vatnsbólum Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Tillögunni var vísað til bæjar- ráðs. Blaðið hafði samband við Ólaf Björnsson og spurði hann hvers vegna hann hefði lagtfram þessa tillögu: „Vegna þess að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur höfðu nýlega farið á fund utan- ríkisráðherra og þeir töldu að málið væri ekki á neinni hreyf- ingu. „Enginn árangur" minnir mig að hafi verið sagt. var, svo og VSFK. Kosnar voru nefndir og mál könnuð, en málið dagaði uppi án niðurstöðu. Bæj- arstjórn Keflavíkur kaus þriggja manna nefnd fyrir nokkrum misserum til að athuga þessi mál, hún var skipuð fulltrúum frá bænum, Landshöfninni og VSFK. Þar sem bæjarstjóri sendi Telur þú að tillagan nái fram aö ganga? ,,Já, ég er bjartsýnn á það. Þó að það hafi verið rokið til núna og talað um að moka yfir leiðsluna, þá leysir það engan vanda." Afstaöa þin breytist sem sagt aldrei frá sér skipunarbréf til nefndarmanna, féll nefndin um sjálfa sig. Nú hefur hins vegar stjórn Landshafnarinnar haft forystu um að endurvekja þessi mál og hefur veriö haldinn einn fundur með fulltrúum Skipaafgreiðslu Suðurnesja, Vinnuveitendafé- lags Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Landshöfn Kefla- vík-Njarðvík. Vonast þessir hags- munaaðilar til að nú verði fyrir alvöru farið ofan í þessi mál og þróuninni loks snúið við. ekki þó aö ákvöröun hafi verið tekin um aö þekja olfuleiðsluna meö jarövegi? ,,Nei, og við viljum ekki að það sé verið að ráðskast með vand- ann hérviðnefiðáokkur.ánþess Framh. á 4. síðu Þaö telst til stórviöburða ef flutningaskip sést losa eöa lesta í Keflavíkurhöfn nú orðið Lögbann á olíuleiðsluna? Njarðvíkurbær yfirtekur dagheimilið í Innri-Njarðvík Systrafélag Innri-Njarðvíkur- kirkju hefur afhent Njarövikurbæ dagheimilið í Innri-Njarðvik til eignar á núverandi byggingar- stigi, samkvæmt ákvæðum í 6. grein samkomulags um bygg- ingu heimilisins. Bæjarstjórn Njarðvíkur hefur samþykkt fyrir sitt leyti að yfir- taka framkvæmdir við byggingu dagheimilisins. Jatnframt þakk- ar bæjarstjórn Systrafélaginu og byggingarnefnd dagheimilisins framlag þeirra til byggingarinn- ar, svo og til allra sem stutt hafa þetta framtak. Það er ósk bæjar- stjórnar að Systrafélagið verði þátttakandi með bæjarfélaginu við athöfn sem verður haldin þegar dagheimilið verður tekið í notkun.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.