Víkurfréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudahur 22. október 1981
5
Frá afhendingu verölauna i Meistaramótinu. Frá v.: Gestur Auðuns-
son, Þórleif Magnúsdóttir og Pétur Jóhannsson, f.h. Samv.trygginga.
BRIDGE
Vetrarstarf Bridgefélags Suð-
urnesja er nú komið í fullan
gang. Tveim fyrstu haustmótun-
um er nú þegar lokið. Starfsemin
hófst með Meistaramóti BS í ein-
menningi. Sigurvegari í því móti
varð frú Þórleif Magnúsdóttir.
Kaupir Landshöfn
upptöku-
bryggjurnar?
Að undanförnu hafa staöið yfir
umræður um að Landshöfn
Keflavík-Njarðvik kaupi upp-
tökubryggjur Dráttarbrautar
Keflavíkur og Skipasmíðastöðv-
ar Njarðvíkur. Er stjórn Lands-
hafnarinnar samþykk kaupunum
gegn því að framkvæmdafé
Landshafnarinnar verði aldrei
skert vegna þessara kaupa.
Eigendaskipti að
ísbarnum
Gísli Hauksson, Njarðvík,
hefur nýlega keypt (sbarinn í
Keflavík, og hefur jafnframt sótt
um leyfi til að hafa opið frá kl.
9-23.30 og nætursöluleyfi á
föstudögum og laugardögum.
Bæjarráð Keflavíkur vísaði er-
indinu til heilbrigðisnefndar og
leggur áherslu á að opnunartími
verði óbreyttur.
AUGLÝSIÐ í
VÍKUR-FRÉTTUM
Keflavík:
Úthlutun
byggingaleyfa
Bygginganefnd Keflavíkurhef-
ur úthlutað eftirfarandi bygg-
ingaleyfum i septembermánuði:
Óðinsvellir 23, einbýlishús og
bílskúr úrtimbri. Leyfishafi: Ásta
Sigurðardóttir.
Hrannargata 1, fiskverkunar-
hús úr stálgrind. Leyfishafar:
Birgir Júlíusson og Árni Ingi-
björnsson.
Hún tók snemma forystuna og
hélt henni óslitið til loka mótsins
og varð veldi hennar hvergi
haggað.
Úrslit urðu þessi: stig
1. Þórleif Magnúsdóttir 225
2. Sveinbjörn Berentsson 205
3. Valur Símonarson 203
4. Maron Björnsson 193
5. Sigríöur Eyjólfsdóttir 186
Meðalskor var 180 stig.
Meistaramótið í einmenningi
var jafnframt firmakeppni félags-
ins. Keppt var um veglegan far-
andgrip, er sigurvegarinn varð-
veitir næsta árið, en einnig fær
hann (fyrirtækið) áritaðan skjöld
til eignar.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Samvinnutryggingar Keflavík
(Þórleif)
2. Gunnarsbakarí
(Sveinbjörn)
3. Kaupfélag Suðurnesja
(Valur)
4. Sparisjóðurinn í Keflavík
(Maron)
5. Njarðvikurbær
(Sigríður).
Strax að loknum einmenn-
ingnum hófst Skúla Thor-mótið,
sem er tvímenningskeppni. Þátt-
taka var allgóö, eða 18 pör. Mótið
var spilað á þremur kvöldum
með Butler-fyrirkomulagi. Úrslit
urðu þau að hin gsmla spila-
kempa og verkalýðsfrömuður úr
Sandgerði, Maron Björnsson,
ásamt sínum dygga meðhjálpara
Gunnari Jónssyni fyrrverandi
sveitarstjóra í Vogum, bar sigur
úr býtum.
Úrslit urðu annars þessi:
stig
1. Maron og Gunnar 201
2. Guðmundur og Stefán 176
3. Grethe og Óli Þór 171
4. Kjartan og Valur 159
5. Elías og Kolbeinn 158
Meðalskor var 136 stig.
Sl. þriðjudag hófst svo síðasta
keppni fyrir áramót, en það er
JGP-mótið og er það sveita-
keppmi. Lýkur henni fyrir ára-
mót. Spilað er hvern þriðjudag í
samkomusal Skipasmíðastöðv-
ar Njarðvíkur og hefst keppni kl.
20 hverju sinni. Nýirog gamlirfé-
lagar er hvattir til að taka þátt i
starfsemi félagsins. b K
Óskum eftir að ráða
vanan mann á vélaverkstæöi vort í Sandgerði.
Uppl. í síma 7516.
RAFN HF.
SPORT PORTIÐ
Hringbraut 92 - Keflavik - Sími 2006
kólaskórnir
i ar
Loöfóöraöir
,,Joggers“
Hlýir og sterkir.
Ulpurnar
komnar.