Víkurfréttir - 22.10.1981, Síða 13
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 22. október 1981 13
ATHUGASEMD
vegna skrifa Víkur-frétta um
ráðningu hjúkrunarforstjóra
Hr. ritstjóri
Sigurjón Vikarsson
Hringbraut 96,
Keflavík
í blaði yðar, Víkur-fréttum, 8.
okt. sl., er því haldið fram að ég
ásamt tveimur öðrum stjórnat-
mönnum i stjórn Sjúkrahúss
Keflavíkurlæknishéraðs, hafi úti-
lokað frú Sólveigu Þórðardóttur
frá starfi vegna pólitískra skoð-
ana hennar. Ég vísa þessum
ásökunum algerlega á bug,
afstaða mín til ráðningarinnar
byggist eingöngu á upplýsing-
um sem fyrir lágu um umsækj-
endur og umsögn hjúkrunar-
ráðs, ásamt tillögu yfirlæknis
sjúkrahússins.
Til þess að lesendur blaðs yðar
megi sjálfir meta málið, óska ég
eftir að þér birtið meðfylgjandi
gögn:
1. Fundargerð sjúkrahússtjórn
ar frá 5.10. sl.
2. Umsögn hjúkrunarráðs frá
15. sept. sl.
3. Umsóknir umsækjenda um
stöðu hjúkrunarforstjóra.
Ég vona að það sé rúm fyrir
þetta í næsta blaði.
Virðingarfyllst,
Steinþór Júliusson.
Fundargerö sjúkrahússtjórnar
Umsóknir um starf hjúkrunarfor-
stjóra, umsóknarfresturvartil l.sept-
ember 1981.
Eftirtaldar umsóknir bárust:
1. Sólveig Þórðardóttir, hjúkrunar-
fræðingur, Keflavík.
2. Sameiginleg umsókn um stöð-
una frá Emelíu Guðjónsdóttur, hjúkr-
unarfræðing, Keflavík, og Ernu Berg-
mann Gústafsdóttur, hjúkrunarfræð-
ing, Keflavík.
Formaður las upp umsögn hjúkr-
unarráðs um umsækjendur, sem fylg-
ir með þessari fundargerð.
Þá las formaður upp bréf, sem barst
inná fundinn undirritað af nokkrum
starfsmönnum. Bréfið fylgir með
þessari fundargerð.
Rætt var um málið og gerðu stjórn-
armenn grein fyrir sjónarmiðum sín-
um. Kristján Sigurðsson yfirlæknir,
gerði tillögu um að umsóknarfrestur
um starfið verði framlengdur og gerð
tilraun til að fá hjúkrunarfræðing með
Á kristniboösári
Viö göngum i Sunnudagaskól-
ann. Komdu meö. Börn, foreldr-
ar, æskufólk. Sunnudagaskólar
Fíladelfiu byrja sunnudaginn 25.
október. Njarðvíkurskóli kl. 11
f.h. Grindavikurskóli kl. 2 e.h.
Munið svörtu börnin. Verið vel-
komin. - Kristján Reykdal
almenna gröfuvinnu.
Hef til leigu M.F.-70.
Uppl. i síma 1423.
Jóhann Sigvaldason
Nónvörðu 11, Keflavik
stjórnunarreynslu, en þar til lausn
fáist verði Emelia og Erna ráðnar til
bráðabirgða. Fyrst var tekin til af-
greiðslu tillaga um aö framlengja um-
sóknarfrest um starfið til 1. desem-
ber 1981. Tillagan samþ. með þremur
atkvæðum gegn einu, einn sat hjá.
Þá vartekin til afgreiðslu tillaga um
að Emelía og Erna verði ráðnar til 31.
desember 1981, en þær hafa gegnt
starfinu frá 1. júlí til bráðabirgða. Til-
lagan var samþ. með þremur atkv.
gegn einu, einn sat hjá.
Guðrún Guðbjartsdóttir óskar
bókað, að hún hafi greitt atkv. á móti
báðum tillögunum.
Helga Kristinsdóttiróskarbókaðað
hún sat hjá við afgreiðslu beggja til-
lagnanna, jafnframt að hún telur
heppilegra að ein manneskja gegni
starfi hjúkrunarforstjóra.
Stjórnin er sammála um aö i aug-
lýsingu verði tekið fram að æskilegt
sé að umsækjandi hafi lokið fram-
haldsnámi í stjórnun. Stjórnin er
einnig sammála um að til frambúðar
verði starf hjúkrunarforstjóra ekki
skipt milli tveggja eða fleiri aðila.
Guðrún Guðbjartsdóttir óskar
bókað: „Ég lýsi undrun minni á að
þessi afstaða skuli tekin, þ.e. stjórnin
telur ekki að i framtíðinni skuli starf-
inu tvískiþt, en samt er sú ákvörðun
tekin til bráðabirgða."
Umsögn hjúkrunarráðs
Stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur-
læknishéraðs
c/o Eyjólfur Eysteinsson
Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs
Hjúkrunarráð tók fyrir á fundi sín-
um i dag bréf yðar, dags. 4. seþt. sl.
varðandi umsóknir um stöðu hjúkr-
unarforstjóra við Sjúkrahús Keflavik-
urlæknishérað, og var svofelld bókun
gerð á fundinum:
„Umsækjendur hafa allir lokið prófi
í hjúkrunarfræði og hafa hjúkrunar-
leyfi og teljast þvi hæfir til að gegna
stöðunni. Enginn umsækjenda hefur
lokið framhaldsnámi í stjórnun eða
sérfræöinámi í hjúkrunarfræði að
loknu prófi frá hjúkrunarskóla, sem
telst þó æskilegt, þegar um slíka
stöðu er að ræða.
Hins vegar lauk Sólveig S.J. Þórð-
ardóttir prófi frá Ljósmæðraskóla (sl-
lands 30. sept. 1978 og hjúkrunarprófi
frá Nýja hjúkrunarskólanum 30. apríl
1981. Reynsla hennar í hjúkrunar-
starfi er því sáralitil
Hvaö hina tvo umsækjendurna
varðar, hafa þeir verulega starfs-
reynslu í hjúkrun og hjúkrunarstjórn,
eins og fram kemur i umsóknum
þeirra, og hlýtur það að vega þungt á
metunum, þegar ráða þarf i starf
hjúkrunarforstjóra."
Vi röi ngarfy I Ist,
f.h. hjúkrunarráðs,
Ingibjörg R. Magnúsdóttir
formaður
Umsókn
Við undirritaðar sækjum hér með
um stöðu hjúkrunarforstjóra við
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs,
sem auglýst hefur verið laust til um-
sóknar, sbr. auglýsingar í blöðum.
Við sækjum í sameiningu um stöð-
una sem eitt starf. Með umsókn
þessari fylgja hjálagt yfirlit um fyrri
störf og Ijósrit af prófskírteinum.
Virðingarfyllst,
Emelia Guöjónsdóttir
Erna Bergmann Gústafsdóttir
Yfirlit um fyrri störf
Ég lauk námi við Hjúkrunarskóla
(slands árið 1957 og vann að námi
loknu um nokkurra mánaða skeiö viö
Barnadeild Hríngsins í Reykjavik. Flyt
til Keflavíkursíðlaárs 1957 og vinn við
hjúkrun í heimahúsum og aukavaktir
á Sjúkrahúsi Keflavíkurtil ársins 1969
en það ár ræð ég mig i fullt starf við
greint sjúkrahús. Gegni starfi
forstöðukonu við sjúkrahúsið frá
1971-1977. Frá þeim tima hefi ég
starfað sem hjúkrunarfræðingur við
sjúkrahúsiö, unnið mikið á
skurðstofu og leyst hjúkrunarfor-
stjóra af í sumarleyfum.
Virðingarfyllst,
Emelía Guðjónsdóttir
Ég lauk námi við Hjúkrunarskóla (s-
lands í nóv. 1963. Að námi loknu hóf
ég störf sem deildarhjúkrunarkona
við Sjúkrahús (safjarðar allt til sept.
'65. Hóf störf við Sjúkrahús Keflavík-
ur í júni '66 og vann hálft starf frá des.
sama ár til júni'69, en tek þá við starfi
yfirhjúkrunarkonu við sjúkrahúsið,
þaö starf hef ég undir höndum til jan.
71, starfaði í hlutastarfi við greint
sjúkrahús frá '71-74. Starfaði við
Sjúkrahús Akraness frá sept. '74 til
júni 76, þar af deildarhjúkrunarkona
við lyfjadeild í 6 mán. Hóf störf að nýju
viö Sjúkrahús Keflavíkur í sept. '76 í
hlutastarfi og unnið þar til þessa
dags, leyst af hjúkrunarforstjóra í
sumarleyfum flest sumur og jafnan
unnið mikið á skurðstofu.
Virðingarfyllst,
Erna Bergmann Gústafsdóttir
Umsókn
Undirrituð sækir hér með um stöðu
hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahúsið í
Keflavik. Ég er fædd í Keflavík
1.10.1940 og hef lokið eftirtöldum
prófum og námskeiöum:
Námskeiði í heimilishjálp á vegum
Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga
1971.
Námskeiði í námstækni frá Bréfa-
skóla SlS 1973.
Gagnfræðaprófi frá Flensborg
1974.
Ljósmæðraskóla (slands 1978.
Nýja hjúkrunarskólanum 1981.
Fyrri störf: Ásamt húsmæðrastörf-
um hef ég stundað verslunarstörf og
við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér-
aös byrjaði ég 16 ára gömul sem
gangastúlka í des. 1956 og vann til
1971, og þá sem sjúkraliði. Fjögur ár
aðstoðarstúlka á skurðstofu. Á þeim
tima var ég kjörinn formaður starfs-
mannaráðs og fulltrúi starfsmanna i
sjúkrahússtjórn. Þeim störfum
gegndi ég þar til ég fór í Ljósmæöra-
skólann 1976. Ljósmæðrastörfum í
afleysingum í sumarleyfum. Síðan ég
lauk námi hef ég starfað ýmist sem
Ijósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Ég
er gift og á 5 börn á aldrinum 16-24
ára.
Ég er að sjálfsögðu fús til að gefa
frekari upplýsingar um hagi mína ef
þér teljið nauðsyn til.
Virðingarfyllst,
Sólveig S.J. Þóröardóttlr
NJARÐVÍKURÐÆR
Útsvar
Aðstöðugjald
Þriðji gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda
var 1. okt. sl.
Dráttarvextir eru 4.5% pr. mánuð.
Athygli skal vakin á því að lögtök eru hafin á
vangreiddum gjöldum.
Greiðið reglulega til að forðast kostnað og
frekari innheimtuaðgerðir.
Bæjarsjóður - Innheimta