Víkurfréttir - 22.10.1981, Qupperneq 14
Míkur
fCETTIC
[
Fimmtudagur 22. október 1981
]
SPARISJÓÐURINN
er lánastofnun allra
Suöurnesjamanna.
Framsóknarflokkurinn
í Keflavík klofinn
Sér framboð ungliöa í næstu
bæjarstjórnarkosningum
Undanfarnar vikur hefur sá
orðrómur gengið fjöllunum
hærra, að ungliðar innan Fram-
sóknarflokksins hyggðust segja
skilið við móðurflokkinn. Þessi
orðrómur hefur nú verið stað-
festur og er formlega séð orðinn
að veruleika. Kemur þetta m.a.
fram í viðtali sem blaðið átti við
Valdimar Þorgeirsson annars
staðar i blaðinu. Einnig hafa ung-
liðar Framsóknarflokksins sagt
sig úr fulltrúaráði flokksins.
Auðvitað vakna ýmsar spurn-
ingar við slík tímamót sem þessi.
T.d. hvaða hópur sé hér á ferð-
inni, hvers vegna þeir kjósi að
segja skilið viðflokkinn og hvaða
stefnu þeir hyggjast taka.
Að sögn Friðriks Georgsson-
ar, eins þeirra er að klofningi
þessum standa, studdu „ungir
Framsóknarmenn þetta eins og
þeir lögðu sig." Sagði hann enn
Fundur um
iðnþróun
á Suðurnesjum
Iðnaðarmannafélag Suður-
nesja efnir til fundar um iðnþró-
un á Suðurnesjum í kvöld,
fimmtudaginn 22. okt., kl. 20.30 í
Iðnaðarmannasalnum að Tjarn-
argötu 3. Frummælandi verður
Þórir Aðalsteinsson, nýráðinn
iðnþróunarfulltrúi Suðurnesja.
Tilgangurinn með þessum
fundi Iðnaðarmannafélagsins er
sá, að koma á sambandi milli
þeirra aðila sem áhuga hafa á, og
iðnþróunarfulltrúans, sem er
boðinn og búinn til þess að að-
stoða menn við endurskipulag
eða nýiðnað. Að máli Þóris loknu
verður orðið gefið laust og mun
hann svara fyrirspurnum ef fram
koma.
lönaðarmannafélagið væntir
þess að sem flestir sæki fund
þennan og að þarna skapist um-
ræður og að einhver sjónarmið
komi fram um þessi mál. Öllum
er heimill aðgangur.
Hver á fallega
jólamynd?
Víkur-fréttir auglýsa hér með
eftir fallegri jólamynd i lit, til birt-
ingar á forsíðu jólablaðsins.
Margir taka fallegar myndir um
jólin og ef þeirvildu láta blaðinu i
té myndir, þá væri það þegið
með þökkum. Þær mega hvort
tveggja vera á pappír eða slides.
fremur að hér væri á ferðinni stór
hópur ungra manna sem telja
samtryggingu allra flokka hér á
Suðurnesjum orðna of hættu-
lega. Benti hann á að ungir Fram-
sóknarmenn heföu lagt fram til-
lögur í fulltrúaráðinu sem beind-
ust í átt til aukins lýðræðis, en
þær hefðu allar verið felldar. Þvi
var ekki til annars bragðs að taka
en að segja sig úr því.
Innan flokksins sagði Friðrik
að deilan snerist um „ólýðræðis-
leg vinnubrögð." Vinnubrögð
sem samræmdust ekki stefnu
flokksins. „Við teljum að Fram-
sóknarflokkurinn hér hafi verið
of lengi í stjórn með ihaldinu,
teljum að þeir séu komnir of
langt frá stefnu flokksins. Þeir
eru búnir að vera það lengi, að
vart má á milli sjá hvort þeir séu í
Framsóknar- eða Sjálfstæðis-
flokknum."
Eins og fram kemur í viðtalinu
við Valdimar Þorgeirsson í opnu,
hyggst hópur þessi efna til sér-
staks framboðs í næstu bæjar-
stjórnarkosningum Um örlög
Framsóknarflokksins hér í bæ
segir Valdimar: „Það er harla lítil
von á að til verði ungir menn til
að taka við, þar sem kjarninn
hefur nú þjappað sér saman um
hið nýja framboð."
Guðjón Stefánsson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins:
Sér framboð gildir sama
og úrsögn úr flokknum
[ tilefni af ummælum Valdim-
ars Þorgeirssonar og Friðriks
Georgssonar höföum við sam-
band við Guðjón Stefánsson og
inntum hann eftir afstöðu til
þessa máls. Til að byrja með
spurðum við hvort rétt væri að
FUF hefði sagt sig úr fulltrúa-
ráðinu?
,,Já, þeir hafa sagt sig úr full-
trúaráði flokksfélagsins í Kefla-
Er þetta stór hópur?
„Hann hefur ekki verið fjöl-
mennur undanfarið."
Þá spurðum viö hvort þetta
þýddi úrsögn þessara aðila úr
flokknum. „Ekki held ég það.“ Þá
spurðum við hvort sérstakt fram-
boð þessa hóps þýddi hið sama
og úrsögn úr flokknum. Taldi
hann svo vera.
Því næst spurðum við Guðjón
hver væri rótin að þessu klofn-
ingi.
„Þetta er ágreiningur milli fé-
laga. Þessir ungu menn telja sig
ná meiri árangri með klofningi.
Það má vera að þeir nái þrótt-
meira starfi. Nú, þetta þarf ekki
endilega að vera til tjóns, slíkt
getur frískað upp á menn."
Hvaða áhrif hefur þetta fram-
boð á framboð Framsóknar-
flokksins?
„Engin afgerandi. Ef þeir eru
að fara út í sér framboð þá hljóta
þeir að hafa eitthvað á bak við
sig. Annars hef ég ekki heyrt um
sér framboð þessara aðila og sé
þannig ekki fyrir mér hver áhrif
þetta kann að hafa á framboðs-
mál flokksins."
Víkurbær opnar í breyttum húsakynnum:
Stefnir að lækkun vöruverðs og
auknu vöruúrvali
Eins og fram kom í síðasta
blaði hafa orðið eigendaskipti að
Vörumarkaði Víkurbæjar, en
Ómar Hauksson, eigandi Kosts,
keypti verslunina af Árna Sam-
úelssyni. Ómar opnaði versl-
unina sl. föstudag eftir miklar
breytingar, hafði endaskipti á
henni, ef svo má að orði komast.
Blaðið hitti Ómar að máli og
spurði hann hvaða fyrirkomulag
hann myndi hafa varðandi rekst-
ur verslunarinnar.
„Verslunin verður opin fyrst
um sinn á sama tíma og Árni
hafði, þ.e.a.s. frá kl. 9-20 alla
dagavikunnar, nemaáföstudög-
um, þá til kl. 22," sagði Ómar.
„Ég stefni að vörumarkaðsversl-
un með lægra vöruverði, hér
verða helgartilboð og svipað
form eins og kjarapallarnir, og
fyrirhugað er að vera með
verulega gott kjötborð og ávaxta-
borð. Ég hef ráðið matreiðslu-
mann og kjötmann, sem er jafn-
framt lagermaður, og ég vona að
ég geti boðið upp á góða kjöt-
vöru, og svo salöt o.fl. Einnig
verða hér vörukynningar. Þá
verð ég með fatnað, vinnufatn-
að skólafatnað og jafnvel nær-
fatnað og hugsanlega búsáhöld
að einhverju leyti, svipað og
markaðir erlendis, sem ég hef
kynnt mér. Ég hef nú þegaraukið
vöruúrvalið hérna og stefni að
því að eiga verulegan lager og
verða þannig samkeppnisfaer við
Framh. á 4. síðu
Ómar stefnir að auknu úrvali ávaxta og grænmetis
Tilraunaboranir hafnar
Nýlega var gengið frá samn-
ingum milli Fjárfestingarfélags
(slands og Vatnsleysustrandar-
hrepps um leigu á landsvæði
fyrir laxeldistöð. Tilraunabor-
anir eftir vatni eru nú hafnar á
vegum Orkustofnunar og er
áætlað að bora þrjár holur.
Að sögn Sveins Eiðssonar,
sveitarstjóra, verður laxeldistöð-
in mikil lyftistöng fyrir byggðar-
lagið, m.a. skapast þarna 30-40
ný atvinnutækifæri. Sveinn
kvaðst ekki geta sagt hvenær
framkvæmdir hæfust við sjálfa
stöðina, en eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum þá eru það
Fjárfestingarfélagið og banda-
riskt fyrirtæki, sem standa að
framkvæmdinni.