Verslunartíðindi - 01.11.1923, Side 10
126
VERSLUNARTÍÐINDI
vigt en af öðrum tegundum af nettovigt
Engar innflutningshömlur.
Gengi á finskri mynt hefur í seinni tíð
verið nokkuð stöðugt. Leikið á 15,50—
16,00 d. kr. pr. 100 kr. fm.
2. Estland.
Estland er 67,750 ferkílómetrar að stærð,
með kringum 1,200 þús. íbúa. Helstu bæ-
irnir eru: Reval (Tallin) með 123.500
íbúa, Dorpat (Tartu 50 þús., Narva 27
þús. Pernau (Parnu) 18 þús., og Walk (Valk)
11 þús. Ríkismálið er estneska en allur
fjöldinn talar lika rússnesku og kaupsýslu-
menn margir þýsku.
Verslun: Árið 1922 nam innflutningur
samtals 5590 milj. estm. og útflutningur
4812 milj. Aðalútfl.vörurnar eru: vefnað-
arvörur 1560 milj., viður 866, pappir 575,
hveiti 340, smjör 212, jarðepli 136. Enga
sundurliður var hægt að fá yfir innflutn-
ing á síld, lýsi, ull, skinnum etc. í hag-
sk^rslunum er það tekið i einu lagi undir
»matvæli og afurðir úr dýraríkinu«, og
nema samtals ca. 1800 milj. estrn. Og um-
sagnir kaupsýslumanna um þetta atriði
voru svo sundurleitar, að á því var lítið
byggjandi. En eftir því sem jeg komst
næst, er líklegu innflutt um 3000 tonn af
síld. Var verð á henni sagt cif. 3000 estm
tunnan 110—115 kg. Estn. Samvinnufje-
lagið, sem hve vera allstórt fyrirtæki,
sagðist kaupa 1000 tonn af síld yfir árið,
en ísl. síldin, væri of stór. Vildi þó gjarn-
an fá tilboð til reynslu. En yfirleitt var
áhuginn ekki mikill fyrir kaup á isl. síld.
Fyrir ull býst jeg ekki við að sje mikill
markaður. Hún þykir of gróf og hára-
löng. Nokkur firma vildu þó fá tilboð,
og sögðu að vel mætti brúka hana til
blöndunar við aðra ull. Af haustull myndi
mega selja nokkuð í þófastígvjel. Af gær-
um sagðist 1 firma, sem jeg átt tal við,
geta keypt 50—60 þús. stk., ef þau líkuðu
og verð væri hæfilegt. Verð á estn. snoð-
kliptum gærum væri 160—200 estm.
Innflutningstollur pr. 16 4 kg. er á: síld
24 estm., iðnaðarlýsi 80, meðllýsi 240, salt-
keti 24, ull 24, söltuðum gærum 20, þurk-
uðum 40, selskinnum 40.
Gengið: Á þessu ári hefur það verið
nokkuð stöðugt, leikið á frá 60—65 estm.
fyrir danska kr. Árið 1922 reikaði það
meira fram og aftur.
Gjaldfrestur: Það bar öllum saman um,
er jeg átti tal við, að ef um kaup væri
að ræða á ísl. afurðum þyrfti að gera ráð
fyrir 3—6 mán. gjaldfresti. Það fengju
þeir annnarstaðar, og í mörgum tilfellum
frá Englendingum miklu lengri frest. Þeir
höfðu líka »Consignationlager«.
3. Lettland.
Lettland er talið 65,790 ferkílómetrar að
stærð með 1,813 þús íbúa, mestmegnis
Lettar. Af helstu bæjum má nefna Riga
með 270 þús., Libau 79,500, Windau 15
þús,, Mitau 15 þús og Dunaborg 36 þús.
Árið 1914 voru ibúar landsins 2,552 þús.,
og þá var talið í Riga 520 þús., en fóru
1920 ofan í 117 þús.
Ríkismálið er lettiska, en mjög margir
talu rússnesku og kaupsýslumenn flestir
þýsku. :
Innflikningur nam 1922, umreiknað í
danska mynt: Kr. 109,452 þús. og út-
fluttar vörur 104 milj. 280 þús kr. Af
innfluttu vörunum voru frá Danmörku
rúm 18 þús. kg. af ull, 170 þús. kg. af
síld, 15 þús. kg. lýsi, 3 þús. kg. gærur..
Af síld er mjög mikið innflutt til Riga
og einnig til Libau. Jeg skoðaði síldar-
geymsluhús tveggja stærstu síldarkaup-
manna í Riga. Geta þeir geymt inni í
einu fleiri tugi þúsunda tunna, og fer
ágætlega um síldina hjá þeim. Tunnurn-
ar voru flestar nýjar, hreinar og fullbent-
ar og hvergi staflað hærra en í 3 lög,