Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 13
VERSLUNARTÍÐINDl
129
Kisútflutningur hefir verið fremur iítill,
en útlitið heldur betra með verð á brenni-
steinskís.
Fitusíldveiðarnar gengu illa í september-
mánuði. Aflinn er yíir vertíðina frá 1.
júlí til septemberloka 175000 hl, en 355000
hl. á sama tíma í fyrra.
Tolltekjurnar voru 6,5 milj. kr. í sept-
embermánuði, 5,2 milj. kr. í fyrra. Fyrstu
3 mánuði fjárhagsársins hafa komið inn
18.8 milj. kr., en 20,3 milj. kr. á sama
tíma í fyrra.
Útflutningur af norskum vörum nam
samtals í ágúst 75,3 milj. kr. (í ágúst 1922
72.8 milj. kr.). Matvörur úr dýraríkinu
námu 19,4 milj. kr., feiti og olíu 6,3 milj.
kr., trjáviður 5,7 millj. kr., pappír og papp-
irsvörur 27,1 millj kr., og málmar hálf-
unnir og óunnir 5,3 milj. kr. Samtals nam
útflutningur á tímabilinu janúar—ágúst
1923 511,2 millj. kr., en 477,2 millj. kr.
á sama tíma í fyrra.
Atvinnulausratala hefur ýrækkað, 13,400
í septemberlok en 9,500 í ágústmánaðar-
lok. Þessi tala er þó 35% hegri en hún
var um sama leyti í fyrra.
Útdráttur úr brjefi frá
Skotlandi.
Leitli, Edinburgh, 29. okt. 1923.
Loksins er farið að líta dálítið betur út
með fiskimarkaðinn, einkum með sumar
vörutegundir, og verður að vona að svo
haldi áfram. Einkum hefur verið talsverð
eflirspurn eftir stórum saltfiski. Að þessu
verið gefið fyrir hann £ 15 til £ 15:10/—
tonnið (leveret), en nú er hægt að fá
meira, ef kaupandi getur fengið hann eft-
ir vild, annaðhvort til skotskrar hafnar
eða til austurstrandar Englands. Má það
líka gott heita ef hægí er að fá einu
sterlingspundi meira fyrir tonnið, sjerstak-
lega þegar suðurlandamarkaðurinn er hafð-
ur í huga. Því þó þar sje gert ráð fyrir
19—20 £ söluverði, þá má óhætt draga
10% frá fyrir rýrnun og ýmiskonar kostn-
aði, svo að eftir verður vart meira en
14:10/— til 15 £ fob. Aftur á móti má
telja smáan saltfisk alt að 2 kr. lægri hjer.
Um tima leit ilia út með sölu á verk-
uðum fiski á Spáni, vegna þess hvað mikið
barst að af honum. En úr þessu rættist
þó nokkuð vegna þess að thunfiskveiðarn-
ar gengu illa á Norðurspáni, og eru fisk-
birgðirnar því ekki miklar sem stendur.
En nú er von á 6 gufuskipum hlöðnum af
fiski, og hver áhrif það hefur á fiskmark-
aðinn fer nokkuð eftir því hvað farmarnir
dreifast.
Aður fjell Kataióníumönnum Vestfjarða-
fiskuriun best, en smám saman hefur Aust-
fjarðafiskurinn rutt sjer rúm vegna stærð-
arinnar og Faxaflóafiskurinn af því þurk-
unin á honum er 7/8. Rn Þv* leiðir
aftur að ekki er hægt að selja hann þar
sem menn vilja hafa fullþurkaðan fisk.
Búist er við að smáfiskur haldist í sama
verði, en þó ekki óhugsandi að hann hækki
heldur, ef minna berst að af honum, en
gert hefur verið ráð fyrir. Miðlungsstóran
fisk er aftur á móti erfitt að selja nema
fyrir minna verð en smáfisk. Þó nokkur
eftirspurn hefur verið eftir ísu, keilu og
ufsa, og er sennilegt að það stafi af því
að lítið hefur borist að af þessum fiskteg-
undum í ár, vegna þess hve illa gekk að
selja þær í fyrra.
Talað hefur verið um að farið sje að
draga úr fiskiaflanum á »Dogger Bank« í
Norðursjónum og er ýmist kent um straum-
breytingum eða of mikið hafi verið veitt
þar síðan stríðið hætti. Aftur á móti hef-
ur heyrst að nýtt fiskimið hafi fundist 80
mílur frá Labradorströndinni, þar sem ó-
grynni sje af þorski og lúðu á 70 faðma