Verslunartíðindi - 01.01.1930, Page 7

Verslunartíðindi - 01.01.1930, Page 7
fiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiilllllliiiiiiiiiiiiilliliiiiiiiiiiiiililllliililiiiiiiiiiiiiiiiilliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiinQ VERSLUNARTIÐINDI ( MÁNAPARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS Verslunartíðindi koma út einu sinni i mánuði, venjul. 12 blaðsíður. Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: == Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu. = Talsími 694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja h.f. = IR 13. ár Jan. 1930 1. tbl. Verslunin 1929. Eftir Garðar Gíslason. Þótt híð umliðna ár jafnist ekki fyllilega við árið 1928 að því er snertir framleiðslu og andvirði útflutningsvaranna, má frá við- skiftasjónarmiði telja það á meðal góðu ár- anna. Tíðarfarið var óvenju gott mesta hluta ársins, og aukinn vöruinnflutningur á árinu, sem að nokkru leyti má þakka góðri afkomu undanfarins árs, ber vott um mikl- ar verklegar framkvæmdir og næga at- vinnu. Tíðarfarið. Fyrstu fjóra mánuði ársins mátti heita einmunatíð og var jörð næstum því klaka- laus víðast hvar. — Gróður kom óvenju- lega snemma og vottaði jafnvel fyrir hon- um í febrúar hjer sunnanlands. Fyrri hluta maí gerði kuldakast, sem stóð gróðri nokk- uð fyrir þrifum, en síðari hluta mánaðar- ins hlýnaði aftur og voru víða komnir sæmi- legir hagar fyrir nautgripi í mánaðarlokin. Fyrri hluta heyskapartímans var tíðin mjög hagstæð um alt land, en í ágúst var mis- munandi tíð sunnanlands og norðan. A Suðurlandi, Vesturlandi og suðurhluta Aust- urlands var ágætístíð allan ágústmánuð, en á Norðurlandi og norðurhluta Austurlands var votviðrasamt og yfirleitt óhagstæð tið. Septembermánuður var úrkomusamur um land alt og urðu hey úti, sjerstaklega á Norðurlaudi. Samt sem áður hefir heyfeng- ur þó orðið i betra Iagi og nýting allvíð- ast góð. Haustið hefir verið umhleypinga- samt og fje tekið óvenjulega snemma á gjöf, sjerstaklega á Suðurlandi. Þingið 1929. Lög um Búnaðnrbanka íslands snerta líklega mest verslunina af lögum þeim, sem náðu fram að ganga á síðasta þingi. Sam- kvæmt þeim lögum á bankinn að vera sexskiftur. Eiga deildirnar að heita: Bygg- ingar- og landnámssjóðsdeild, Ræktunar- sjóðsdeild, sparisjóða- og rekstrarlánadeild, veðdeild, bústofnslánadeild og lánadeild smábýla við kaupstaði og kauptún, Um tvær fyrstu deildirnar hafa áður verið sett lög og hafa þær þegar tekið til starfa. — Þremur síðasttöldu deildunum leggur ríkis- sjóður til krónur 2.550.000.00, sem stofnfje og tryggingarfje. Eru þau framlög að nokkru í skuldabrjefum viðlagasjóðs, og að öðru árleg framlög ákveðinn tíma. Rikissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum bank- ans. Bankastjórar eiga að vera þrír og skulu þeir skipaðir af atvinnumálaráðherra, sem er yfirumsjónarmaður bankans. Lög um gjaldþrotaskifti öðluðust gijdi 1. júlí þ. á. og voru með þeim úr gildi num- in eldri lög um það efni. Eftir þeimlögum

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.