Verslunartíðindi - 01.01.1930, Síða 12

Verslunartíðindi - 01.01.1930, Síða 12
6 V EiiSLUN ARTlÐINDI Jafnaðarmönnum mun vera nokkur hugnun að því að. ríkið tekur nú við áramótin að sjer prentsmiðjurekstur og útgerð strand- ferðaskipsins »Esja«. — En vonandi glæðist svo sjálfstæðisáhugi þjóðarinnar á næsta ári — þjóðhátíðarárinu — að henni skiljíst, að frjálsræði og framtak einstaklinganna verði affarasælast. Markaðsfrjettir. Samkvæmt skýrslu Fiskifjelagsins var iiskaflinn á öllu landinu talin um áramótin 417.273 skpd. miðað við fullþurkaðan fisk, og er það 7300 skpd. meira en árið áður og 101.122 skpd. meira en árið 1928. Birgð- irnar voru á sama tíina 52690, en 45 104 árið áður. Fiskverð hefur farið lækkandi og er verð á húsþurkuðum fiski nú ca. 120 kr. Blautfiskur hefur sjersfakleea lækkað talsvert. Labrador fiskur hefur líka farið lækkandi og er verðið nú úr húsi ca. 90 'kr. Aflinn hefur verið mjög rýr í janúar- mánuði og veldur því afar stirt og óstöð- ugt tíðarfar. Síðustu skeyti frá Miðjarðarhafslöndum 23. jan. segja fiskbirgðir í Barcelona 1600 smál. og verðið þar 95/100 pes. pr. 50 kg. í Bilbao voru birgðir af ísl. fiski á sama tíma 500 srnál. og af færeyiskum 100 smál verðið var fyrir ísl. fisk 92/94 og fær. 96/98 pes. pr. 50 kg. Á þessum sama tíma var markaðurinn í Genua talin fastari og eftir- spurnin talsverð. Verð var þá á stórum ísl. saltfiski 290 1. pr. 100 kg. Verslunartíðindunum hefur borist brjef frá Kaupmannahöfn, dags 6. jan. og fer hjer á eftir útdráttur úr því brjefi: »Eftirspurn eftir ísl. lýsi hefur verið tals- yerð, en aðflutningurinn hefur verið Iítill, svo að kaupendur hafa ekki getað fengið nægilegt og orðið að fá þessa vöru frá Noregi. Ef til vill er eitthvað af þessu lýsi, sem fengið er frá Noregi af ísl. uppruna. Umkvörtun hefur verið um það að ekki væri nógu vel til þess vandað að hafa tegundirnar aðskildar í þeim lýsisendingum, sem kæmu frá íslandi og gæti í lítilli sendingu t. d. 10 fötum verið 3—4 mis- munandi litir. Verð fyrir venjulegt iðnaðar- lýsi vel Ijóst er ca. 60 kr. pr. 100 kg., fyrir ljósbrúnt ca. 50 kr. og fyrir brúnt ca. 40 kr. Eftirspurn eftir meðalalýsi hefur ekki verið eins mikil og verðið farið lækkandi, jafnvel úr 70 kr. niður í 64 kr., en ef til vill stafar þetta af því að bestu tegundirnar og megnið af Iýsinu fer til Noregs, en til Hafnar koma aðeins smáar sendingar af meðalalýsi, með óreglulegu millibili, þar sem lýsið er ýmist of dökt eða vond lykt af því og fer verðið eftir þessu. Er yfir höfuð ekki að búast við því að markaður hjer sje góður fyrir þessa vöru. ef ekki fæst annað en úrgangurinn, sem aðrir vilja ekki nýta. Talsverð eftirspurn hefur verið eftir sund- mögum, en aðflutningurinn hefur verið mjög lítill alt árið. Væri óskandi að fleiri tilboð kæmu þar sem verðið er ennþá ca. 2.50— 2.60 pr. kg. Dilkakjöt hefur verið selt fyrir 98—112 kr. pr. tn. og kjöt af eldra fje 20—30 kr. lægra. í nokkuð langan tíma hefur verið eftirspurn eftir þessari vöru en ekkert flust inn. Síðast var borgað hjer ca. 110 kr. pr. ín. Óánægju hefur það vakið, að komið hefur fyrir að kjötið hefur verið í furu- tunnum í stað beykitunna og hefur upp- bóta verið krafist. Þess ætti ávalt að vera getið ef kjötið er ekki sent í beykitunnum. Erfiðlega hefur gengið með gærusöluna í ár, en skinnmarkaðurinn hefur yfirleitt verið daufur, svo eðlilegt er að á sama hátt fari með gærurnar. Verðið hefur verið 1.90—

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.