Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 4

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 4
62 V J5RS LUNAETÍÐI Nl) I Gjöld: ■' * - > ‘ 1930 1931 Hækk, Lækk. Vextir og afborgun m. m. 1.295.536 1.273.138 22.398 Alþingiskostnaður 229.350 229.200 v 150 Ríkisstjórnin 369.100 387.300 18.200 Dómgæsla og lögreglustj. 702.200 833.600 131.400 'V , ' v Sameigl. kostn. v. embætt. 192.000 186.000 6.000 Læknask. og heilbrigðism. 702.875 585.515 117.360 Póstmál 509.500 527.300 17.800 Vegamál 1.002.350 1.012.030 9.680 Samgöngur á sjó 375.500 375.200 300 Vitamál og hafnargerðir 367.400 407.500 40.000 Símamál 1.575.500 1.628.000 52.500 Kirkjumál 314.650 301.450 13.200 Kenslumál 1.243.650 1.314.925 71.275 Vísindi, bókm. og listir 303.660 291.910 11.750 Verkleg fyrirtæki 1.535.960 1.697.110 161.150 Almenn styrktarstarfsemi 791.300 997.350 206.050 Eftirlaun og styrktarfje 226.893,95 253.216,25 26.322,30 Þá hafa 2 nýir liðir bætst við á fjár- lagafrv. fyrir 1931, sem ekki voru á því í fyrra. Er fyrri liðurinn til flug- ferða, 70 þús. kr., og síðari til útvarps, 281 þús. kr. Eins og sjá má af þessu, hefir orðið hækkun á flestum liðum og á sumum þeirra allveruleg. Liðurinn til dómgæslu og lögreglu- stjórnar hefir hækkað um 131.400 kr., og er stærsti pósturinn þar aukið fram- lag til landhelgisgæslu um 100 þús. kr. Laun bæjarfógeta, sýslumanna og lög- reglustjóra hafa hækkað um 18 þús. kr. og skrifstofukostnaður lögreglustjórans í Reykjavík um 8 þús. kr. Hækkun er á liðum til verklegra fyr- irtækja er nemur 161.150 kr. Eru þar ýms tillög til Búnaðarbankans sem valda hækkuninni, og ennfremur hefir liðurinn — gjöld samkvæmt jarðræktar- lögum — hækkað um 55 þús. kr. Bún- aðarfjelagsstyrkurinn var hækkaður um 10 þús. krónur. Mest er hækkunin á liðnum „Almenn styrktarstarfsemi“, 206.050 kr., og er það aðallega fólgið í hækkuðum styrk til berklasjúklinga, og nemur sú hækk- un 200 þús. krónum. Eina lækkunin, sem nokkru nemur er á liðnum „læknaskipun og heilbrigðis- mál“, 117,360 kr„ og eru þar 100 þús. kr. til landsspítalabyggingarinnar. Dá- lítil hækkun er á spítalakostnaðinum, Lauganesi 7660 kr„ Kleppi 6900 kr. og Kristnesi 7500 kr. Af öðrum lögum, sem afgreidd voru frá þinginu, má fyrst og fremst nefna lögin um Útvegsbanka íslands. Um það mál var ritað í apríl—maí blaði Versl- unartíðinda, og vísast þar til. Þá voru afgreidd lög um sveitabanka. Eftir þeim lögum á sparisjóðsdeild Bún- aðarbanka íslands að veita rekstrarlán til bænda og annara, er stunda land- búnaðarframleiðslu, eftir reglum, sem nánar er ákveðið í lögunum. Sveita- bankar eru rekstrarlánaf jelög með

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.