Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 7

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 7
VERSLUNARTÍÐINDl 65 Saltfisksmarkaður vor í Suður-Evrópu. Eftir Svein Árnason yfirfiskimatsmann. Framh. IV. Jeg varð þess var, meðan jeg dvaldi í Bergen, að norskum útflytjendum þykir nóg um gengi íslensks fiskjar á mark- aðnum. Einhver helsti útflytjandinn ljet það í ljós við mig, að við ættum von á sókn frá þeirra hendi í náinni framtíð. Sagði hann, að Norðmenn hefðu þegj- andi látið flæma sig burt af markaði í Barcelona, þeir hefðu litið með skilningi á uppgang okkar á Norður-iSpáni, en þegar við seildust nú bæði til Portúgals og Suður-Ameríkumarkaðsins, þá gætum við ekki vænst þess, að þeir sætu lengur þegjandi hjá. Jeg hygg, að forseti Fiski- fjelagsins, sem var í Noregi um leið og jeg, hafi orðið var við svipaðan hug Norðmanna um þetta, í þessu sambandi er vert að geta þess, að að undanförnu hefir nefnd setið á rökstólum til þess að endurskoða fiskimatslögin norsku og brevta þeim í það horf, sem reynsla und- anfarinna ára hefir bent á að væri hent- ug. Er yfirleitt gjörðar víðtækari ráð- stafanir af hendi þess opinbera til þess ~ð auka gæði vörunnar og tryggja henni betri sölu. Má þar til nefna: heimilda1"- lög um blóðgun á fiski, umferðakenn- ara til þess að fræða um saltfiskverk- un og líta eftir henni o. s. frv. Við Helgi urðum þess nokkuð varir síðar, að Norðmenn búa sig undir það, að halcla fast í markaðinn þar syðra og auka sölu sína þar. Ýmislegt heyrðum við um undirbúning þeirra til þess að koma fiski sínum inn í Barcelona í sam- bandi við sýninguna miklu. Er þar sem hú er ljóst orðið, hvað gjört verður í því efni og jeg hefi drepið á það áður, þá sleppi jeg að minnast á það frekar. An .- ars voru skoðanir manna í Barcelona mjög skiftar um þýðingu sýningarinnar fyrir saltfisksöluna. Norðmenn eru harðir keppinautar okkar í Suðurlöndum, en þó hefir ís- lenskur fiskur náð öllu fastari tökum á markaðnum þar syðra á síðustu árum. Ber ýmislegt til þess. — Yfirleitt líkar ís- lenskur fiskur betur, en norskum fist i þó haldið í hærra verði bæði nú og oft- astnær síðastliðið ár. — Þetta hvoru- tveggja hefir eflaust orðið til að aukr sölu á íslenskum fiski, en sennilega veld- ur þó mismunandi sölufyrirkomulag okl> ar og þeirra (sem Helgi minnist á í skýrslu sinni) ekki öllu minna um þetta. Jeg hefi minst hjer sjerstaklega á Norðmenn í sambandi við för mína til Bergen. En við eigum fleiri keppinauta í þessum löndum. Má þar til nefna Cana- damenn (Labrador og Newfoundland), Frakka, Englendinga, Færeyinga og Dani, auk fiskneytendanna sjálfra, Spán- verja og Portúgalsbúa. Jeg hefi reynt að gjöra nokkra grein fyrir hve mikið þessi lönd hafa flutt inn til helstu saltfiskneytslulandanna (SpA .i- ar, Ítalíu og Portúgals) árið 1928. En skýrslur þær, sem hægt er að hafa til hliðsjónar eru ófullkomnar og ber ekkl saman (nema um Noreg). Með því að tína innflutninginn saman úr ýmsum átt- um, og taka meðaltal af því, sem ekki ber saman, hefi jeg fengið út þessar tölur: ísland . . . 59000 smálestir Canada ... 40000 — Noregur ... 25285 ■— Frakkland ... 8000 — Færeyjar . . . ... 5000 — Pretl ari d 3000 Þýskaland 250 —

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.