Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 8

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 8
66 VERSLUNARTlÐINDI Saltfiskframleiðsla Spánverja sjálfra er talin um 2300 smálestir en Portúgalbna um 5000 smál., er í því talinn saltfiskiir, er þeir hafa keypt óverkaðan en þurkað í Portúgal. Jeg ætlast ekki til að þessar tölur sjeu teknar mjög bókstaflega, eða sem áreiðanleg heimild, heldur hefi jeg tekið þær hjer upp, af því að þær ættu að sýna nokkurnveginn hlutföllin á út- flutningi landanna sem nefnd eru. Yfirlit þetta staðfestir það, sem reynd- ar var ljóst áður, að engin önnur þjóð á svipað því eins mikið undir þessum markaði og við. Ekki eingöngu af því að við erum efstir á blaði með innflutnin>' til þessara landa, heldur miklu fremur af því, að svo að segja allur velfarnaður okkar er bygður á þessari útflutnings- vöru; en framleiðsla saltfiskjar hjá þeim þjóðum, sem eru næstar okkur að inn- flutningsmarki, er ekkert aðalatriði fyr- ir afkomu þeirra, heldur aðeins einn smærri liður í atvinnuvegum þeirra. Mik- ill hluti af saltfiski þessara þjóða fer til Suður-Ameríku, en markaður þar er fremur þröngur og því leggja þær hið mesta kapp á að halda í og auka sölu sína á Evrópumarkaðnum. — Beinn inn- flutningur hjeðan til Suður-Ameríku er sáralítill, en þó njótum við ekki alllí.'Is góðs af þeim markaði, með því að mest af saltfiski þeim, er Bretar kaupa hjeðan óverkaðan, þurka þeir og senda síðan þangað, enda eru þeir einna stærstir inn- flytjendur á fiski til sumra ríkjanna þar. Framh. Kolaframleiðslan 1929. í öllum helstu kolaframleiðslulöndum hefur kolaframleiðslan aukist talsvert árið 1929. Steinkola- og brúnkolafram- leiðslan var samtals það ár 1.55 miljarð- ar smál., móti 1,46 árið áður, 1,48 árið 1927 og 1,34 síðasta árið fyrir stríðið. Árið 1929 er þá framleiðslutalan 4,7% hærri en 1927, sem þá var hámark, og 15,4% hærri en var fyrir stríðið. Hlutföllin á milli steinkola og brún- kola hefur ekki breyst, og hefur brún- kolaframleiðslan farið heldur vaxandi eins og undanfarin ár. Árið 1929 voru 85,14% steinkol og 14,86% brúnkol. Evrópa er ennþá fremst í flokki með kolaframleiðsluna. Af steinkolafram- leiðslunni, sem var samtals 1,32 miljarð- ar smál. 1929 og 1,24 miljarðar 1928, koma 48,32% og 47,43% í hlut Ev- rópu. Ameríka hafði 42,77% 1929 og 43,0% 1928. Eru þetta mjög svipuð hlutföll og var 1913. Stærstu kolaframleiðslulöndin í Ev- rópu eru England og Þýskaland og hef- ur framleiðslan aukist töluvert hjá þeim báðum síðastl. ár. Þýska steinkolafram- leiðslan var síðastl. ár 163,4 milj. smál., en 150,9 milj. árið áður. Enska stein- kolaframleiðslan jókst úr 241,3 milj. smál. 1928 upp í 260,8 milj. 1929. En þrátt fyrir það, eru þó þessar tölur lægri en þær voru á árunum 1921, 1923 og 1924. Og sje árið 1923 tekið til sam- anburðar, er enska kolaframleiðslan 8,7% minni nú en hún var þá, en sú þýska 16,1% meiri. Mest hefur þó hollenska steinkola- framleiðslan aukist og hefur hún fimm- faldast síðan 1913. Af sjerstökum hjer- uðum má nefna Elsass-Lothringen, þar sem framleiðslan hefur aukist um 60,5% — en nokkuð stafar þetta af því, að byrjað hefur verið að vinna í námum aftur, sem eyðilögðust á stríðsárunum. Rússneska steinkolaframleiðslan er nú 30% meiri en hún var fyrir stríðið,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.