Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 6

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 6
64 VERSLUNARTlÐINDI Heimildarlög voru einnig afgreidd, þar sem ríkisstjórninni er heimilt að taka handa ríkissjóði alt að 12 miljón króna lán, en af því á að greiðast lán- ið við Barclays Bank, er tekið var 27. september 1929, að upphæð 250 þús. sterlingspund. Af þingsályktunum má minnast á þings- ályktun um lækkun vaxta. Er þar skor- að á ríkisstjórnina, að hún komi því til leiðar, að vextir bankanna og annara lánsstofnana verði lækkaðir hið bráð- asta. Þessi þingsályktun hefir ennþá ekki borið árangur. Markaðsfrjettir. Samkvæmt skýrslu Fiskifjelagsins var fiskaflinn á öllu landinu 1. ágúst 402.- 174 skpd. miðað við fullþurkaðan fisk, en var á sama tíma í fyrra 351.577 skpd. Birgðirnar voru 1. ágúst 254.271 skpd og á sama tíma í fyrra 196.483 skpd. Þó nokkur sala hefir átt sjer stað síð- an um miðjan mánuðinn, og er verðið nú á linþurkuðum Faxaflóafiski til Barce- lona 97—100 kr. skpd., en á fullþurkuo- um Faxaflóafiski 100—102 kr. Vest- fjarðafiskur (libro) hefir verið seldur 104—105 kr. og Norðurlands og Aust- fjarðafiskur (libro) 106—108 kr. rr. skpd. Sunnlenskur labrador hefir verið seldur á 72 kr. og austfiskur 75 kr. pr. skpd. Pressaður labrador 39-—-40 aura kg. — Síðustu skeyti frá Miðjarðarhafslönd- unum telja fiskbirgðirnar í Barcelona 1000 smál. og verð þar fyrir 1. fl. fisk 98/103 pes. fyrir 50 kg. 1 Bilbao voru birgðirnar á sama tíma ekki taldar nema 100 smál. og verðið þar 95—98 pes. f. danskan (fær) fisk, 93—96 fyrir ísl. og 95—99 pes. fyrir norskan, alt miðað við 50 kg. Ítalíumarkaður hefir verið daufur og verðið haldist lengi óbreytt. Birgðir í Lissabon voru taldar 23. á- gúst 198 smál. norskur, 72 ísl., 6 fransk- ur og 9 skoskur. Verðið var þá talið 255 esc fyrir norskan, 250 fyrir ísl. og 240 esc. fyrir skoskan, alt miðað við 60 kg. Franskur lavée 500 esc. pr. 100 kg. I Oporto var verðið talið um miðjan á- gúst 255 esc. pr. 60 kg. fyrir norskan, 360 fyrir newfoundlenskan og 240 fyrir þýskan. Lýsismarkaður hefir verið daufur und- anfarandi og verð á síldarlýsi hefir ver- ið fallandi. Fyrir sundmaga hefir verið gefið kr. 2.50—2.70 pr. kg. fob. Ullarmarkaðurinn hefir verið mjög daufur. Eitthvað lítið hefir þó verið selt af sunnl. ull fyrir kr. 1.55—1.60 pr. kg. fob., en engin sala farið fram á vest- firskri nje norðlenskri ull. Æðardúnn 42—44 kr. pr. kg. fob. Verð á útlendum kornvörum er svip- að og þegar Verslunartíðindin komu síð- ast út. Bakaramjöl hefir þó lækkað dá- lítið, og er Kaupmannahafnarskráning um miðjan mánuðinn kr. 24.00 pr. 100 kg. Kaffi hefir einnig haldið áfram að lækka og var skráð í Khöfn 12. ágúst kr. 90.00 pr. 100 kg.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.