Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 9
VERSLUN ARTlÐJNDI 67 Orkulindir heimsins. Ekkert einkennir betur framfarirnar hvað iðnaðinn snertir nú á dögum, en sú mikla, vaxandi orkunýting, er nú á sjer stað. Sje sú vjelaorka, sem iðnað- urinn í Bandaríkjunum rjeði yfir fyrir tveim mannsöldrum sett 1 hkr. á mann, þá hefir það fimmfaldast síðan, og er ekki neitt ennþá, sem bendir til kyr- stöðu. Af eftirfarandi yfirliti má sjá breyt- ingar í orkunotkuninni á síðustu öldum. 1700 . . Trjáviðar- eyðsla (milj. m3) 1300 Kolafram- Olíu- Vatns- leiðsla framl. rafmagn (milj. t.) (milj. t.) milj.hkr. 1800 . . 1400 14 — — 1866 . . 1400 185 1 — 1900 . . 1500 775 20 3 1911 . . 1500 1300 45 8 1928 . . 1600 1438 175 33 Hvað trjáviðinn snertir, er þar öll timburnotkun talin án tillits til þess, hvort það er haft til brenslu eða notað á annan hátt, og tölurnar gefa því ekki nákvæmlega. til kynna hvað fer til brenslu. Um aldamótin síðustu voru kolin aflgjafi 90% af vjelaorku heims- ins, en nú ekki orðið nema 50%. Olían er aftur á móti orðin 30% og vatnsork- an 20%. Hvaða orkulindir verða mest nýttar í framtíðinni er ekki gott að segja um nú sem stendur, því möguleik- arnir eru margir og miklir. En tæpast hurfa menn að óttast að þessar lindir tæmist. Því bæði er, að ógrynni er í jörð- inni af kolum og olíu, og auk þess kem ur frá sólinni 35 þúsund sinnum meiri 01"ka á hverju ári en notað er. Hvað kolunum viðvíkur, þá er að vísu farið að minka um þau í nokkrum lönd- um. T. d. er talað um, að þau verði þrot- in í Frakklandi eftir 100 ár. Aftur á móti eru kol til margra alda til í Þýska- landi, Bretlandi og Bandaríkjunum, og sjeu birgðirnar í Kína taldar með, þá er til 1000 sinnum meira en nú er notað, og eru þó undanskilin þau kolalög, sem menn ekki vita neitt um. Olíubirgðirnar eru aftur á móti meira takmarkaðar, þó að spádómar eins og til dæmis þeir, að olían verði þrotin í Bandaríkjunum eftir 20—30 ár, sjeu óábyggilegir. En sanni nær má að líku segja að olíubirgðir sjeu til til 100 ára með sömu eyðslu, en sem að öllum lík- um fer vaxandi. En þó þessu sje þannig varið, þá er engin ástæða til þess að kvíða olíuskortsins, því fyrir löngu er búið að sanna það, að hægt er að vinna svo mikla olíu úr kolum, sem þörf er á. Þetta er að vísu dýrt ennþá, en vænt- anlega tekst vísindunum að yfirstíga þá örðugleika áður en langt um líður. Þá er vatnskrafturinn. Eins og áður var getið um, nemur hann 20% af allri orkunýtingu nú sem stendur. En enn- þá er ekki hagnýtt nema 8% af fossa- afli því, sem nokkuð kveður að, og er hjer því opin leið til þess að fá ógrynni af orku til afnota, en sem nú fer til einskis. Þá má í þessu sambandi geta þess, að vindur og sjávarföll geta verið miklu meiri aflgjafi en heimurinn þarf á að halda. Að þessu hafa menn gert sjer lítið far um að hagnýta sjer þessa krafta og ef til vill gjöra menn það aldrei, vegna þess, að aðrar leiðir eru ljettfarn-. ari. En möguleikinn er fyrir hendi, og því hægt að grípa til hans, ef á þyrfti að halda. Eftir er þá að minnast betur á orku þá, sem frá stólinni stafar, þessa miklu

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.