Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 10
68 VERSLUNARTÍÐINDI uppsprettu allra hreifinga og hita á jörðinni, og hefir mönnum fyrir löngu komið til hugar að hagnýta sjer hana. Á þetta að vera hægt, en þau verkfæri, sem á þarf að halda, til þess að koma þessu í framkvæmd, eru of dýr til þess að það geti komið að rjettum notum en hver veit nema sá annmarki verði yf- irstiginn. Yfirleitt hefir orkuframleiðslan tekið afarmiklum breytingum á síðasta manns- aldri, og nýjar stórfeldar breytingar á þessu sviði geta komið áður en mann varir. Fiskveiðar í Portúgal. Engin opinber skýrsla er til um portú- gölsku fiskveiðarnar við Newfoundland árin 1928 og 1929, nje heldur hvað mik- ið hefir verið flutt þaðan af saltfiski heim til Portúgals, en verður þó um þetta að fara eftir skýrslum einstakra manna. Talið er, að 63 portúgölsk skip hafi stundað þorskveiðar við Newfoundland árið 1929 og á þeim 1900 menn. Þrjú af þessum skipum fórust og þar á meðal það stærsta, 430 smálestir. Aflinn vurð rýr og yfirhöfuð árangurinn ekki góður, hvorki fyrir fiskimennina nje útgerðar- mennina. Aflinn var einnig mjög mis- jafn á skipunum. Áætlað er, að ca. 5500 smál. af saltfiski hafi verið fluttar heim til Portúgals, og er það talsvert minna en árið áður. Fiskurinn er saltaður á skipunum, en verkaður á þurkreitum í landi. Vigtar- rýrnun áætluð 30%, og ætti síðasta árs framleiðsla eftir því að vera ca. 3900 smál. af verkuðum fiski. Öll þessi fram- leiðsla fer til heimaneyslu. Útlitið fyrir 1930 er alls ekki gott, og hefur mikið dregið úr, að talsverð von- brigði hafa orðið 2—3 síðustu árin með þorskveiðarnar, þrátt fyrir stuðning frá ríkisins hálfu. Eins og sjá má af eftirfarandi yfir- liti frá 1927, eru þessar veiðar einkum stundaðar frá norðurhluta Portúgals: Skip. Skipshöfn. Viana de Castelo . . 3 126 Oporto ................ 11 452 Aveiro ................ 14 520 Figueira da Foz . . 13 463 Lissabon ............. 4 144 Samtals 45 1705 Eins og sjest af þessu, var útgerðin mest frá Aveiro 1927. Nú eru þar talin 22 skip, sem ætluð eru til Newfound- lands-veiða, virt á ca. 7 milj. esc. Frjest hefir, að útgerðarmenn í Av- eiro hafi komið sjer saman um að hætta í bili að útbúa skipin til ferðarinnar, með því að þeir höfðu enga von um að ná samkomulagi við fiskimennina. Út- gerðarmennirnir vilja lækka fasta kaup- ið, en um kaupið fari heldur eftir því sem aflast, og hafa þeir gert þessi boð: Fast kaup 2000 esc. með þessari upp- bót: 20 esc. pr. kvintal á 60 kg. fyrir fyrstu 1—50 kv., 30 esc. fyrir næstu 50—100 kv. og 50 esc. f. kv. yfir 100. Aðgerðarmenn og söltunarmenn fá auk þess 150—200 esc. viðbót. Fiskimennirnir, sem að sögn höfðu innunnið sjer ca. 8000 esc. á síðustu ver- tíð, höfðu þá í fast kaup 4000 esc., vilja fá sama fasta kaup í ár.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.