Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 5
VERSLUNARTlÐINDI 63 skyldum og rjettindum samvinnufjelaga. Pjelagsmeðlimir eiga allir að stunda landbúnaðarframleiðslu og vera allir bú- settir í sama bygðarlagi. Þeir mega ekki vera færri en 10 og ekki fleiri en 50, nema þeir eigi heima í sama hreppi. Rekstrarlán hvers einstaks fjélagsmanns má aldrei fara fram úr 4000 krónum. Annar kafli þessara laga er um bústofns- lánafjelög. Eru þau fjelög einnig starf- rækt samkvæmt lögum um samvinnufje- lög. Eru þar aðeins lán veitt til þess að auka bústofn eða koma upp bústofni, og ennfremur til þess að kaupa verkfæri til jarðyrkju og heyvinnu. Skuld fje- lagsmanna við fjelagið má aldrei nema meiru en 2000 krónum. Afgreidd voru einnig lög um Fiski- veiðasjóð Islands: Tilgangur þeirra laga er að styðja bátaútveginn með hagkvæm um lánum. Höfúðstóll sjóðsins er: 1. Eignir gamla Fiskiveiðasjóðsins, 2. 1 milj. kr. tillag úr ríkissjóði og 3. hundr- aðsgjald af útfluttum fiskafurðum, sem ákveðið er með sjerstökum lögum og á að vera %%, miðað við söluverð afurð- anna með umbúðum fob á þeirri höfn, er þær fyrst fara frá, að frádregnu út- flutningsgjaldi, eða söluverð erlendis cif, að frádregnu útflutningsgjaldi og flutnings- og ábyrgðargjaldi til útlanda og miðilsgjaldi. Úr Fiskiveiðasjóði má eingöngu lána til skipakaupa, alt að 50 rúmlesta (bó til stærri skipa, ef fje er til) og til iðn- fyrirtækja í sambandi við fiskiveiðar. Lán til kaupa á nýjum skipum má veita til 12 ára, en þeim mun skemur, sem nemur fyrningu til kaupa á eldri skip- um. Lög um greiðslu verkkaups voru af- greidd frá þinginu. Eftir þeim skal verk- kaup goldið með gjaldgengum pening- útn, og má eigi greiða kaup með skulda- jöfnuði, nema svo hafi áður verið sjer- staklega samið um. Lög um vigt á síld. Eftir þeim skal öll síld, sem seld er bræðsluverksmiðj- um til vinnslu, vegin, ef seljandi óskar þess. Við vigtina skulu notaðar vogir, er taka að minsta kosti innihald tveggja mælikera ásamt tæki því, sem síldin er vegin í, og á eitt mæliker að rúma 135 kg. af síld. Til þessa starfa skulu lög- giltir nægilega margir vigtarmenn. Lög nr. 47, 15. júnl 1926 um verðtoll á nokkrum vörum, og lög nr. 5, 3. apríl 1928 um breyting á þeim lögum, voru framlengd til ársloka 1931. Lög um breyting á lögum 22. nóv. 1907 um útflutning hrossa. Eftir þeim lögum er bannað að flytja út til sölu yngri hross en 3 vetra og eldri en 10 vetra. Þó má flytja út 2 vetra hross, ef þau eru falleg útlits og ekki lægri en 126 cm. eða 48 þuml. (bandmál). Lögin um gengisviðaukan voru fram- lengd til ársloka 1932. Afgreidd voru heimildarlög handa ríkisstjórninni til ríkisrekstrar á útvarpi. Eftir þeim skipar atvinnumálaráðherra fimm manna útvarpsráð til tveggja ára, og velur ráðherra formann þess. At- vinnumálaráðherra skipar útvarpsstjóra að fengnum tillögum útvarpsráðs, og ennfremur skinar hann aðra starfsmenn við útvarnsstöðina, eftir því, sem þörf krefur. í lögum þessum eru ákvæði um einkasölu á útvamstækium svohljóð- andi: „Ríkisstiórninni er heimilt að á- kveða einkasölu á útvarnstækium. Skal þó engum öðrum en ríkisstiórninni, eða þeim, sem hún felur það, heimilt að flytja inn í landið útvarpstæki nje versla með þau“. — Þessi útvarpslög eiga að komast til framkvæmda nú með haust- inu, og jafnframt er einkasölunni þegar komið á,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.