Verslunartíðindi - 01.08.1930, Blaðsíða 13
VERSLUN ARTÍÐINDI
71
sameiginlegt fulltrúaráð. — Konsúllinn í
Hankov skrifar t. d.: Jeg mæli með því,
að þær verksmiðjur, sem vilja hafa við-
skifti við Kína, opni sameiginlega skrif-
stofu í Shanghai, fyrst og fremst til þess
að rannsaka, hvað hægt sje að gera til
eflingar viðskiftunum, og í öðru lagi að
gæta hagsmuna þessara verslunarhúsa,
sem að skrifstofunni standa.
Konsúllinn í Osake minnist á það, að
þess sje ekki gætt sem skyldi í samkepn-
inni, að mjög vel sje vandað til danskra
vara, en á Japan verði menn að vera við
því búnir, að samkepnin snúist aðallega
um verðið, að minsta kosti áður en var-
an er orðin vel kunn. Þetta athuga Ame-
ríkumenn og Þjóðverjar, og jafnvel Eng-
lendingar líka á síðari tímum. Þýsk vjel,
sem er seld fyrir svipað verð í Dan-
mörku og viðurkend góð dönsk vjel, er
seld 30% ódýrara í Japan. Ensk vjel er
seld fyrir sama.verð í Japan og í Eng-
landi, þrátt fyrir flutningsgjald og toll.
Amerískar mjólkurbúavjélar eru ódýr-
ari í Japan ,en í Ameríku. Jafnvel eru
amerískai' kælivjelar seldar ódýrari í
Japan en í Kína, þó tollurinn sje 20% í
Japan, en ekki nema 5% í Kína. Þetta
er þannig að skilja, að Ameríkumenn og
Þjóðverjar láta það af vörunni, sem of
mikið er framlaitt af, fara til Japans, og
ef dönskum iðnaði er ætlað að verða þar
samkepnisfærum, verður að fara að á
sama hátt. Yfir höfuð má gera ráð fyr-
ir, að flestar verksmiðjur gætu bætt við
sig 10—20% af verkafólki, án þess að
framleiðslukostnaðurinn jykist við það
að nokkrum mun, og þennan framleiðslu
fiuka mætti svo flytja út og selja fyrir
alt að helmingi minna, en nú er gert og
Þarf að gera til þess að framleiðslukostn-
aðurinn fáist greiddur.
Þetta eru sýnishorn af svörunum, og
er í nokkrum þeirra minst á, hvað gert er
í öðrum löndum af hálfu þess opinbera
til þess að efla vöruviðskiftin. En að lík-
um er það mjög takmörkum bundið, sem
hægt er að ná með þeirri aðferð. Aðal-
atriðið er, að útflytjendur geri sjálfir
hvað hægt er til þess að útvega vörum
sínum markað erlendis. Yfir höfuð má
ekki vænta of mikils af hálfu þess opin-
bera í þessa átt, enda er of, mikil íhlut-
un þaðan ekki hættulaus.
(rinanstidende).
LJtflutningur ísl. afurða
í júni 1930.
Skýrsla frá gengisnefndinni. Fiskur, verkaður . . 3.422.000 kg. 1.832.000 kr.
Fiskur, óverkaður . . 1.595.200 - 485.400 --
Frostfiskur 493.280 — 74.000 —
Síld 13 tn. 240 —
Lýsi 573.000 kg. 353.400 —
Fiskimjöl 559.650 — 178.330 —
Sundmagi 2.890 - 6.460 —
Hrogn, söltuð . . . 1.540 tn. 34.180 —
Kverksigar 520 kg. 240 —
Þorskhausar og bein . 235.040 — 39 530 —
Dúnn 31 — 1.240
Refir (hvolpar) . . . 13 tals 1.980 —
Hestar 45 — 10.750 —
Gærur saltaðar . . . 2.430 — 6.700 —
Gærur sútaðar . . . 80 — 640 —
Skinn söltuð .... 1.155 kg. 980 —
Skinn, hert . . . 285 — 2.750 —
Garnir hreinsaðar . . 600 — 4.570 —
Uil 55 - 110 —
Samtals 3.033.5C0 kr.
Útflutt í jan,—júni 1930: 19.494.000 kr.
Útflutt í jan.---- 1929: 21.340.660 kr.
Útflutt í jan.---- 1928: 25.174.780 kr.
Útflutt í jan.---- 1927: 18.851.880 kr.
Skv. skýrslu Fiskifjelagsins:
Aflinn 1. júli 1930: 382.625 þur skp.
Aflinn 1. — 1929 : 329.262 þur skp.
Aflinn 1. — 1928: 304.469 þur skp.
Aflinn 1. - 1927: 243.051 þur skp.
Skv. reikn. Gengisnefnclar:
Fiskbirgðir 1. júlí 1930: 275.329 þur skp.
Fiskbirgðir 1. — 1929 : 207.420 þur skp.
Fiskbirgðir 1. — 1928: 180.503 þur skp.
Fiskbirgðir 1. — 1927: 159.327 þur skp.