Verslunartíðindi - 01.02.1932, Side 5
vÉRSLÚNARTÍÐINDI 15
með eineiki ekkið: Gjaldendurnir hafa talið
skattana of þunga, rangláta og til eyði-
teggmgar sjer og sinni stjett.
II.
Endur fyrir löngu hefir sú skoðun fést
rætur, að skattar sjeu óumflýjanlegt böl.
En mjög hefir menn greint á um, hver
skattakerfi væru hagfeldust og rjettlátust,
Er eigi rúm til hjer að greina svo mikið
sem höfuðdrætti þeirra raka og rökvilla
sem fram hefir verið fært með og móti
þeim margháttuðu skattakerfum1 er notuð
hafa verið. En aðeins skal vikið að þeirri
skattastefnu, sem nú á síðustu árum virðist
hafa verið efst á baugi meðal flestra allra
þjóða, sem á sjer hafa lýðstjórnarsnið. Um
langan aldur hafa nú í flestum þjóðlönd-
um jöfnum höndum verið notuð tvenn
skattakerfi, beinir og óbeinir skattar. Beinir
skattar eru lögbundin hundraðshluti af eign
og tekjum og skattþegni engrar undankomu
frá þeim auðið annarar en að forðast eign
og tekjur. Óbeinir skattar eru tollar og
þesskonar, sem lagðir eru á neytsluvörur
og notkunarmuni og skattþegni því að
mjög miklu leyti i sjálfsvald sett, hvort
eða hve mikið hann vill greiða í skatt.
Þetta er þó eigi algildi þar eð ríkisþarfir
hafa víða knúð til þess einnig að tolla
lífsnauðsynjar, sem enginn má án vera.
Þetta er stofnviður óbeinna skatta, en
greinar á þeim stofn eru tollar á innlendri
framleiðslu úr innlendum efnum og útfluttri
vöru. framleiddri í landinu sjálfu.
Vegna sívaxandi ríkisþarfa hafa óbeinir
skattar verið hækkaðir mjög, jafnvel marg-
faldaðir, víðast hvar á síðustu árum.
Beinum sköttum hefir nálega hvarvetna
verið skipað í svonefnt stighækkunarkerfi
á síðari árum. En því er þannig háttað,
að því meiri eignir og tekjur skattþegns-
ins verða, því stærri hundraðshluta verður
hann að leggja fram af þeim til ríkis og
bæjar éða sveitarfjelága. Er sumsstaðar
svö langt géngið á þessari braut, að þegar
eignir og tekjur hafa náð ákveðnu marki,
fellur það, sem fram yfir er, óskift til
ríkisins.
III.
Vjer íslendingar höfum haft aíl náin
kynni af skattakerfum þeim, sem nefnd
eru í næsta kafla hjer á undari, nú en
síðari misseri. Höfum vjer í því efni enn
á ný sýnt vanmátt vorn til að hrinda af
oss ámælinu forna, sem við oss festist í
myrkviðri einokunarinnar á 17. og 18. öld,
»að dependera af þeim dönsku«. Vjer höf-
um í skattamálum gripið erlendar fyrir-
myndir, hugsunarlítið eða hugsunarlaust
um það, hvort þær ættu við vora þjóðar-
hætti og þjóðarhag. Að því er kemur til
stighækkunarkerfis beinu skattanna, á það
eina, sem því hef r verið fært til gildis
eða afsökunar að stóreigna- og hátekjumenn
hafa svo veigamikið gjaldþol að þeir eigi
að síður stæðu föstum fótum, alls eigi við
vora þjóðarhagi. Hjá oss eru eigi til stór-
eigna- og hátekjumenn í þeim skilningi,
sem erlendis er við það hugtak bundinn.
í annan stað er þeir menn, sem hjá oss
eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur
svo að segja einvörðungu atvinnurekendur
sem vinna að framleiðslu þeirra vöruteg-
unda, sem vjer seljum erlendum þjóðum,
eða og hafa á hendi sölu þeirrar framleiðslu
og miðlun nauðsynja landsbúa til fram-
færslu og framleiðslu. En slíku starfi fylgir
svo mikil áhætta, að sá, sem á vorn mæli-
kvarða er ríkur í dag getur verið orðinn
öreigi á morgun, eins og að orði er komist
nema hann eigi sterkan bakjarl. Loks er
á að líta, að sá atvinnuvegur vor og grein-
ar hans, sem möguleika hefir til að skapa
stóreignir og hátekjur, sjáfarútvegurinn, er
enn í bernsku og er glötun vís, ef lang-
varandi andstreymi steðjar að, nema því