Verslunartíðindi - 01.02.1932, Síða 9

Verslunartíðindi - 01.02.1932, Síða 9
VERSLUNARTÍÐINDI 19 Tollhækkanir og viðskifta- höft ýmsra landa. Bretland: Haustið 1931 samþykti enska parlamentið heimildarlög til tollhækkana, sem gátu á einstaka vörum numið altað 100% aí verði vörunnar. Nokkru síðar var tollur hækkaður á ferskum ávöxtum, græn- meti og blómum. samkvæmt þessum laga- heimildum hafa verið gefnar út tilkynningar, þar sem tollur hefir verið hækkaður á mörg- um iðnaðarvörum upp í 50°/0 af verði vörunnar. Frakkland: Á árinu 1931 höfðu Frakkar hækkað toll á ýmsum vörum. Og um haustið er sterlingspundið fór að lækka var samþykt 15% gengisgjald á vörur frá þeim löndum, þar sem lággengi var, og ennfremur var sett fast gjald á ýmsar vörur, einkum landbúnaðarvörur og niður- suðuvörur. Þá fjekk franska stjórnin einnig heimild í desember til þess að leggja inn- flufningshöft á vörur frá þeim löndum þar sem lagðar höfðu verið á einhverjar gjald- eyrishömlur. Spánn: Haustið 1931 fjekk stjórnin heimild til þess að beita sjerstökum á- kvörðunum gegn þeim löndum, sem hafa gjört haftaráðstafanir, tollhækkanir eða inn- flutningshöft á spönskum vörum. Ítalía: Á árinu voru tollhækkanir á ýmsum vörum, og svo kom viðbótartollur í september á nálega allar vörutegundir, er nam 15% af vöruverðinu. Þá hefir ítalska stjórnin einnig fengið heimild til að hefta vöruinnflutning frá þeim löndum, sem ekki leyfi frjáksan innflutning af ítölsk- um vörum. Belgía: Þar hefur einnig verið hækkað- ur tollur á ýmsum vörum, sjerstaklega landbúnaðarvörum; og stjórninrti falið að hafa eftirlit með vöruinnflutningnum. Holland: Um áramótin var vörutollur hækkaður á nálega öllum vörum um 25°/0. Ennfremur hefir Holland strangar innflutn- ingsreglur viðvíkjandi kjöti, og stjórnin fengið heimild til að hafa eftirlit með vöruinnflutningi yfirhöfuð, sjerstaklega með tilliti til verslunarjafnaðarins. Noregur: Þar voru tollar hækkaðir næstum alment um 20% í janúarmánnði. Svíþjóð: Þ. 1. febrúar lögðu Svíar tölu- verðan viðbótartoll á ónauðsynlegan varning. Þýskaland: Þar hefur með gjaldeyris- ráðstöfunum verið gerðir miklir erfiðleikar með vöruinnflutninginn. Ennfremur hafa tollar verið hækkaðir á fjölda af vöruteg- undum. Siðari hluti ársins 1931 var einnig gengisuppbót lögð á vörur frá löndum, sem hafa lággengi. Finnland: Innflutningstollar hafa þar einnig verið hækkaðir að mun og ennfrem- ur ýmsar gjaldeyrisráðstafanir verið gerðar. Estland: í desember voru vörutollar hækkaðir að mun. Þá hefir einnig tölu- verður hluti af vöruinnflutningi til Estlands verið einokaður, og ennfremur gerðar ýmsar gjaldeyrisráðstafanir. Letland: Tollar á mörgum vörum voru hækkaðir í júlímánuði, og í októbermánuði var lagt viðbótargjald á ýmsar innflutnings- vörur, og ennfremur gerðar gjaldeyris- ráðstafanir. Litauen: Nokkrar tollhækkanir urðu á árinu 1931 og í janúar 1932 var tollur á nokkrum vörum hækkaðar mjög mikið, á sumar jafnvel meira en 100°/0. Tjekkoslóvakia: Eftirliti var komið á með ýmsar innflutningsvörur í janúar 1932. Argentína: Þar voru tollar hækkaðir á fjölda vörutegunda framan af árinu 1931, og í október var lagður 10% viðbótar- verðtollur á nálega allar vörur. Kanada: InnflutningstoIIur var hækkað- Uí að mun í septembermánuði 1931,

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.