Verslunartíðindi - 01.02.1932, Síða 12

Verslunartíðindi - 01.02.1932, Síða 12
22 VERSLUNARTÍÐINDI ekki gengið að sama skapi vel og aflinn, ekki numið eins miklu og hann nam tvö árin á undan, sem var 12,8 milj. mk. 1930 og 12,6 milj. mk. 1929 og stafar þetta af því að kaupgetan hefur alment minkað. Vegna þess að þýski sildariðnaðurinn er ekki svo vel úr garði gerður, að hægt sje að vinna að fuilu að allri þeirri síld, sem berst að í einu, heldur aðeins að nokkru leyti með það fyrir augum að Ijúka við það síðar, verður það af síldinni, sem ekki er markaður fyrir í þann svipinn að seljast með lágu verði, Mikill hluti af birgðum þeim, sem fyrirliggjandi eru nu í þýsku síldarverksmiðjunum hafa verið keyptar fyrir 5 6 pfening pr. pund. Og þó að reikna megi 2—3 pf. pr. pd. til þess að annast um síldina og í vaxtatap, þá hefur iðnaðurinn þó þar góðan bakhjall þegar viðskiftin hefjast bæði með ensku og norsku síldina. Meðalverðið var síðustu vertíð hæst í Altona, 8 pf. pr. pd.; næst er Cuxhaven 7 pf. og Westermiinde með 6V2 pf. Að með- altalið er hæst í Altona, stafar að likum af því að sildarreykhúsin í Altona geta tekið við mun meiru en hægt er í hinum bæjunum, og ný síld, sem ætluð er til reykingar fer hærra verði en sú sild, sem ætluð er í krydd eða til annarar meðferðar. Skipasmíðar um áramótin. Af skipabyggingarskýrslu Lloyds má sjá, að um áramótin hafa verið 281 skip í smíðum. Þetta er 127.325 smál. minna en var í septemberlok og um 1 milj. smál. minna en var í árslok 1930. Ennfremur má sjá, að síðasta ársfjórðunginn var lokið við 301.678 smál., en byrjað aðeins á 225.482 smál. Eins og að undanförnu er England efst á blaði með 400.505 smál., næst eru Banda- ríkin með 207.837 smál. og þvínæst Ítalía með 178.287 smál. Frakkland er nr. 4 með 164.440 smál., Þýskaland 103.981 smál., Svíþjóð 95.380 smál., Holland 67.866, Spánn 55.241, Japan 53.280 smál., Danmörk 51.800 smáL og Noregur 15.785 smál. í öðrum löndum náði talan ekki 10 þús. smál. 45 tankskip voru í smíðum 351.320 smá!., og voru þrjú þeirra smíðuð í Danmörk, 24.535 smál. Danskar skipasmíðastöðvar luku í október við 3 skip. 14.850 smál. og voru þá byrjaðar á þremur gufuskipum, 4.150 smál. og tveimur mótorskipum 5.600 smál. 5 ára áætiun Rússa, í árslok 1931 var Iiðið þriðja árið af 5 ára áætluninni. Eins og menn muna kom áætlunin fyrst til framkvæmda 1. október 1928, og var þá fyrsta vinnuárið til 1. okt 1929. Þá var ákveðið að næsta áætl- unarár næði til 31. des. 1930 og væri svo fylgt almanaksárinu úr því. Á árinu 1931 komu fram óskir innan Sovjetstjórnarinnar um að áætlunartíminn væri styttur og með einkunnarorðum »5 ára áætlunin á fjórum árum«, var reynt að vinna þessari stefnu áhangendur um land alt; er því nú eftir þessu að byrja fjórða og síðasta ár 5 ára áætlunarinnar. Seint í desember kom skýrsla frá fram- kvæmdarstjórn áætlunarinnar um hvað á- unnist hefði á undanförnum þrem árum.

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.