Verslunartíðindi - 01.02.1932, Qupperneq 15

Verslunartíðindi - 01.02.1932, Qupperneq 15
VERSLÚNA RT ÍÐIN?) í 25 er enginn furða þótt þeir hafi vakandi auga á öllu því, sem fram fer í Manchuríu um þessar mundir. Fjöldamörg japönsk iðnaðarfyrirtæki og verslunarhús hafa hags- muna að gæta í Manchuriu og þaðan fá Japanar af hráefnum, kol, járnblending, olíu og matvælí. í Suður-Manchuriu fá þeir 1,5 milliard ton af járnblendingi. Anshan járn- blendingsnámurnar hafa að geyma 300 mill. ton og verksmiðjan þar getur framleitt 280000 ton: í Manchuriu eru ennfremur margar milliarðar smálestir af kolum. Önn- ur lönd hafa lagt lítið fje i fyrirtæki þar, samtals 550 mill. yen og á Austur-Kinverska járnbrautarfjelagið 84°/0 af því, England 40 mill., Ameríka 26 mill., Frakkland 21 mill., Danmörk og Svíþjóð samtals 1 mill. Af hverju vildu Kínverjar ekki semja? Hversvegna vildu Japanar ekki hverfa heim með herlið sitt? Þetía er það, sem stjórn- málamennirnir spurðu um. Fjárhagslegar afleiðingar deilunnar eru þær að Kínverjar hafa lagt bann á allar Japanskar vörur og það svo ósleytilega að einsdæmi eru í sögunni. Tjón það sem Japanar bíða við þetta er svo mikið að ástandið getur orðið óþolandi í landinu. Að vísu er Japan við þessu búið. En sem stendur fara öll auðæfi Manchuriu í hern- aðarkostnað og ágóði sá, sem þjóðin fær af uppskeru sinni eru einskis nýtir seðlar. Það sem fyrir Japönum vakir er að vernda samningsbundin rjettindi sín og korha betri stjórn á, því að nú er allt í fjárhagslegum glundroða og ránskap illu heilli fyrir land- ið sjálft. Komist kyrð á i Manchuriu myndi Japan fá tjón sitt að miklu bætt og versl- un þeirra við Kinverja lagast mikið, enda er það bara timaspursmál hversu lengi Kínverjar geta verið án þess að fá vörur frá Japan. Atvinnuleysið í Frakklandi. Síðari hluti ársins 1931 fór atvinnuleysi í Frakklandi mikið vaxandi. Er um ára- mótin talin 147.009 atvinnulausir, þar af 11L996 karlmenn og 29.013 kvennmenn. Hefir eftir því tala atvinnulausra aukist frá því á sama tíma árið áður um 65.456. Þessi skýrsla nær þó aðeins yfir þá, sem njóta styrks úr atvinnuleysissjóðum. En talið er að tala atvinnulausra muni vera alls yfir 500.000, og eru þar ekki taldir með menn, er hafa atvinnu nokkra daga vikunnar. Það er því sem eðlilegt er, farnar að koma frain raddir um það, að ofmikið sje af útlendingum, sem hafa atvinnu á Frakk- landi, en þeir eru nú taldir um 3 miljónir. Er bví haldið fram að sjálfsagt sje að láta innlenda menn sitja fyrir vinnunni, og eru komnar fram kröfur um það, að banna útlendingum í atvinnuleit landvist í Frakk- landi og jafnframt að láta innlenda menn fá atvinnu þá, er útlendingar hafa haft, eftir því sem hægt er að koma því við. Franska stjórnin hefur nú, samkvæmt lögum frá 28. des. 1931, veitt 3.476 milj. franka til atvinnubóta, og sem skal verja þannig: 205 milj. til járnbrauta og vega, 701 milj til skóla- og safnbygginga, 409 milj. til spítala, 708 milj. vatnsveitna og rafveitur, 1,165 milj. til brúar- og hafnar- gerðar og ennfremur til stíflugarða. Þá fær siglingamálaráðuneytið 25 milj., hermála- ráðuneytið 95 milj. og loftferðaráðuneytið 117 milj. til yfirráða. Alt efni til þessara verklegu framkvæmda á að vera franskt, að svo miklu leyti sem Frakkland eða nýlendur þess geta látið það af hendi. Ef með þarf verða gefin út ríkisskuldabrjef til 30 ára. Sjerstök nefnd verður skipuð til þess að hafa umsjón og eftirlit með þessum framkvæmdum.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.