Fréttablaðið - 19.09.2018, Side 1

Fréttablaðið - 19.09.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 1 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 9 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag sKoðun Magnús Jónsson skrifar um gámastíl og græðgisvæðingu. 11 sport Mistök dómarans í leik liða um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 12 tÍMaMót Skákkennsla efld í grunnskólum Akureyrar. 14 lÍfið Fréttablaðið bjó til lista fyrir ríkið, vilji það halda áfram að eyða pening- um í óþarfa eins og að lýsa upp hátíðarsviðið um hábjartan júlídag. 20 plús sérblað l fólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Októberfest Finndu okkur á SYKURLAUS ViðsKipti Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Krist- jánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnis- lögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppnis- eftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðal- eigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnis- lögum. Guðmundur tók við sem for- stjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu í vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnis- brota. Guðmundur gekk úr stjórn Vinnslustöðvarinnar á aðalfundi félagsins í vor. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í sam- keppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur telur Samkeppniseftir- litið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til eftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni til- kynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Þau kaup hafi ekki verið tilkynnt til eftirlitsins. Páll Gunnar Pálsson, framkvæmda- stjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónar miðum er Sam- keppniseftirlitið að afla frekari upp- lýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ – hvj / sjá Markaðinn Guðmundur sakaður um „alvarleg brot“ Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns. Meðal annars að hann skuli eiga Brim og stýra HB Granda á sama tíma. Auk þess að hann hafi verið í stjórn keppinautarins Vinnslustöðvarinnar. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Það var fámennt í þingsal þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, ræddi um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga. Ef til vill hefur meginþorri þingmanna verið í kaffipásu eða á öðrum mikilvægum fundum. Þó er vert að taka fram að fjöldi annarra þingmanna tók til máls í sömu umræðu og voru fleiri þingmenn því vissulega í húsi. FréttaBlaðið/SiGtryGGur ari saMfélag Unglingar í dag eru mun jákvæðari gagnvart neyslu kanna- bisefna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20 árum. Þetta sýna niður- stöður ESPAD-rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir 15 ára ung- menni á fjögurra ára fresti allt frá árinu 1995. Þetta kemur rannsakendum lítið á óvart en langflestar rann- sóknir bendi til þess að regluleg neysla á kannabis hafi slæm áhrif á heilsu. – sa / sjá síðu 2 Jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna 1 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D B -D 7 6 0 2 0 D B -D 6 2 4 2 0 D B -D 4 E 8 2 0 D B -D 3 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.