Fréttablaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 2
Veður
Gengur í hvassa norðanátt með
rigningu norðan- og austanlands,
seinnipart dags fer kólnandi þannig
að þá má búast við slyddu eða snjó-
komu í fjöll á þessum slóðum. Útlit
er fyrir þurrt veður á sunnanverðu
landinu. sjá síðu 16
Geislavirk efni geymd bak við þykkar blýhurðir
samfélag Unglingar í dag eru mun
jákvæðari gagnvart neyslu kannabis-
efna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20
árum. Þetta sýna niðurstöður ESPAD-
rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir
15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti
allt frá árinu 1995.
Árið 1995 töldu 1,9 prósent 15 ára
ungmenna hér á landi enga eða litla
áhættu fylgja reglulegri kannabis-
neyslu. Í síðustu rannsókn, sem lögð
var fyrir árið 2015, hækkaði hlutfallið
í 10,7 prósent. Að sama skapi töldu
níu af hverjum tíu ungmennum mikla
hættu stafa af reglulegum kannabis-
reykingum um miðjan tíunda ára-
tuginn. Jafnaldrar þeirra nú sem telja
mikla hættu af kannabisreykingum
eru aðeins sjö af hverjum tíu.
Rannsókninni er stýrt af Ársæli Má
Arnarssyni, prófessor í tómstunda- og
félagsmálafræði við Menntavísinda-
svið Háskóla Íslands. Hann segir
normalíseringu kannabisreykinga
skipta höfuðmáli þegar kemur að
viðhorfi ungmenna til reyking-
anna. „Þetta er það sem við sjáum í
amerískum sjónvarpsþáttum sem
þessir krakkar eru að horfa á. Þar er
þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér
jónu. Þau auðvitað pikka það upp.
Á þessum mótunarárum eru þau að
finna út hvað má og hvað má ekki og
þetta stóra og mikilvæga félagslega
mótunartæki sem sjónvarpsþættir og
kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu
ljósi,“ segir Ársæll.
Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á
geðsviði Landspítala, segir óhætt að
fullyrða að regluleg kannabisneysla
sé afar skaðleg. „Allar vandaðar
rannsóknir benda til þess að regluleg
kannabisneysla unglinga hafi slæm
áhrif á heilsu þeirra,“ segir Engilbert.
„Sér í lagi getur neyslan haft afar slæm
áhrif á ungt fólk þar sem saga er um
geðsjúkdóma meðal náinna ætt-
ingja.“
Ársæll segir samskipti ungmenna
við foreldra skipta gríðarlega miklu
máli. „Samskipti barna og foreldra
á Íslandi eru mjög góð og hafa farið
batnandi. Sterk tengsl eru milli
jákvæðra samskipta milli foreldra
og barna og minni notkunar á vímu-
gjöfum.“ sveinn@frettabladid.is
Æ fleiri ungmenni telja
kannabis ekki skaðlegt
Sex sinnum fleiri unglingar telja nú kannabisneyslu skaðlausa en jafnaldrar
þeirra fyrir 20 árum. Þetta kemur rannsakendum lítið á óvart. Langflestar rann-
sóknir bendi til þess að regluleg neysla á kannabis hafi slæm áhrif á heilsu.
Meirihluti ungmenna telur kannabisneyslu hættulega. Nordicphotos/Getty
mat unglinga á áhættu af
reglulegri áfengisdrykkju
og kannabisneyslu 1995
samanborið við 2015
Hversu mikil áhætta er að reykja
kannabis reglulega?
1995 2015
engin 1,1% 6,1%
Lítil 0,8% 4,6%
Nokkur 5,5% 11,7%
Mikil 89,1% 69,8%
Veit ekki 3,5% 7,8%
*heimild: espAd – european school survey
project on Alcohol and other drugs
engilbert sigurðs-
son, yfirlæknir á
geðsviði Lsh.
akureyri Ekkert verður af því að
ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir
veturinn eins og vonir stóðu til. Ekk-
ert hefur verið verið unnið við upp-
setningu stólalyftunnar frá því um
miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls
neita að greiða verktaka fyrir fram-
kvæmdir í fjallinu.
Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson
var fengið til að gera undirstöður fyrir
nýja stólalyftu sem kom frá Noregi að
undangengnu útboði. Þegar byrjað
var að grafa fyrir undirstöðum varð
vinnan fljótt umfangsmeiri en að var
stefnt. Stöðvuðust því framkvæmdir
og neituðu Vinir Hlíðarfjalls að greiða
verktakafyrirtækinu reikninginn.
Guðmundur Karl Jónsson, yfir-
maður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli,
segir ljóst að lyftan komi ekki upp
fyrir veturinn og frestist þar af leið-
andi um ár. „Eins og staðan er núna
mun þessi lyfta bíða til næsta vetrar,“
segir Guðmundur Karl.
Áætlaður heildarkostnaður við
verkið er 363 milljónir króna en Vinir
Hlíðarfjalls fjármagna framkvæmd-
ina. – sa
Deilur vina
og verktaka
fresta lyftu
Úr hlíðarfjalli. FréttAbLAðið/ViLheLM
Jáeindaskanninn hefur verið tekinn í notkun á Landspítala. Þessi mynd er tekin í hjarta framleiðslueiningar skannans þar sem unnið er með geisla-
virk merkiefni. Efnin gefa frá sér jáeindir sem gera læknum kleift að rýna í mein sjúklinga af mikilli nákvæmni. Efnin eru geymd bak við þykkar
blýhurðir, ein slík sést hægra megin á myndinni. Geislavirku efnin eru búin til í hraðli sem er í steinsteyptum klefa neðanjarðar. FréttAbLAðið/eyþór
363
milljónir króna fara í nýja
skíðalyftu í Hlíðarfjalli
Bandaríkin Deilt er um kynhneigð
Sesame Street-brúðnanna Berta og
Árna (e. Bert and Ernie) í Bandaríkj-
unum. Í viðtali við hinsegin miðil-
inn Queerty um helgina sagði Mark
Saltzman, áður handritshöfundur
fyrir þættina, að sjónvarpspersón-
urnar ættu í samkynja ástarsam-
bandi. Hafi verið byggðar á sambandi
Saltzmans og þáverandi maka hans.
Sesame Workshop, félagið sem
heldur utan um framleiðslu þáttanna,
tjáði sig um orð Saltzmans í gær. Í til-
kynningu þaðan kom fram að Berti
og Árni væru bara vinir, brúður án
nokkurrar kynvitundar. – þea
Ástarsamband
Berta og Árna
vekur deilur
1 9 . s e p t e m B e r 2 0 1 8 m i ð V i k u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
B
-D
C
5
0
2
0
D
B
-D
B
1
4
2
0
D
B
-D
9
D
8
2
0
D
B
-D
8
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K