Fréttablaðið - 19.09.2018, Síða 26
Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað
á hverjum degi en er alltaf heill að
kvöldi og aldrei er svo mikill mann-
fjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki
flesk galtarins. Stundum hvarflar það
að manni að stjórnmálamenn og
álitsgjafar gangi út frá því sem vísu
að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir
sömu eiginleikum og hinn goðsagna-
kenndi göltur: Þau geti borið allar
þær byrðar sem á þau eru lagðar án
þess að það hafi nokkur áhrif á getu
þeirra til að sinna hlutverki sínu í
hagkerfinu. Það er fjarri lagi.
Aðildarfélög Samtaka fjármála-
fyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða
um 35 til 40 milljarða króna í opin-
ber gjöld á ári hverju undanfarið en
samanlagt greiðir fjármálageirinn
um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu
fjármála- og efnahagsmálaráðherra
um skatttekjur, skattrannsóknir og
skatteftirlit sem lögð var fyrir 147.
löggjafarþing er þróun opinberra
gjalda lögaðila skipt eftir atvinnu-
greinaflokkum borin saman. Þar
sést að fyrirtæki í fjármála- og
vátryggingastarfsemi bera lang-
þyngstu byrðarnar þegar kemur að
innheimtu opinberra gjalda en þau
borga tæplega þriðjung allra opin-
berra gjalda hér á landi. Í raun er
hlutfallið enn hærra þegar hlutur
hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.
Hæsta framlagið
Framlag fjármálafyrirtækja hefur
þannig aukist verulega þegar kemur
að innheimtu opinberra gjalda og
skattheimtu. Hefur heildarhlutur
fjármála- og vátryggingafyrirtækja
þegar kemur að greiðslu opinberra
gjalda aukist um 233% frá árinu
2010. Til þess að varpa ljósi á þá
staðreynd að þessi aukning er ekki
tilkomin vegna aukinna umsvifa
heldur vegna aukningar á álögum
má benda á þróun tekjuskattsstofns-
ins. Hann hefur þannig aðeins aukist
um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála-
og vátryggingafyrirtækjum.
Þessi skattheimta er meðal annars
tilkomin vegna fjölda sérskatta sem
eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru
ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum
sköttum er bankaskatturinn svokall-
aði þungbærastur. Bankaskatturinn
er íþyngjandi skattur sem skaðar
hagsmuni viðskiptavina einnar
tegundar lánafyrirtækja og grefur
undan hagsmunum ríkisins sem
stærsta eiganda fjármálakerfisins.
Sökum þessa er brýnt að afnema
skattinn í stað þess að lækka hann
í áföngum á árunum 2020 til 2023 í
upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins
væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld
til þessa ná niður vaxtastiginu sem
heimilum og fyrirtækjum stendur til
boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld
sér ekki fært að afnema skattinn er
eðlileg krafa að hann verði lagður á
alla þá sem stunda útlánastarfsemi
til þess að jafna þau kjör sem ólíkum
einstaklingum og heimilum stendur
til boða á lánamarkaði.
Ójöfn samkeppni
Þetta óheilbrigða samkeppnisum-
hverfi hefur haft verulegar afleið-
ingar á lánamarkaði. Hin þunga
sókn lífeyrissjóða inn á fasteigna-
lánamarkaðinn hófst af fullum
þunga eftir að bankaskatturinn
var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða
hvorki bankaskatt né tekjuskatt
og geta því boðið hagstæðari kjör
en bankarnir. Þau kjör standa ekki
öllum til boða þar sem hámark veð-
setningar er lægra hjá lífeyrissjóðum
en bönkum. Þetta þýðir með öðrum
orðum að hinum eignamestu standa
til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða
sem ekki þurfa að greiða bankaskatt
á meðan hinir eignaminni og fyrstu
kaupendur þurfa í raun að bera
bankaskattinn.
Í aðdraganda kjarasamninga
hefur nokkuð verið rætt um mikil-
vægi þess að ná niður vaxtastiginu
og þar af leiðandi fjármagnskostn-
aði heimila og fyrirtækja. Ein leið
til þess væri að fella niður banka-
skattinn og ráðast í endurskoðun á
skattastefnu stjórnvalda gagnvart
fjármálafyrirtækjum.
Kolaiðnaður Þýskalands lagður niður í skrefumSkotsilfur
Þýskaland Stórvirkar gröfur grafa eftir surtarbrandi í Tagebau Garzweiler-námunni í vesturhluta Þýskalands. Hin svokallaða Kolanefnd kom
saman í Berlín í gær í því skyni að móta áætlun fyrir lok þessa árs sem miðar að því að leggja kolaframleiðslu Þýskalands smám saman niður en
jafnframt að draga úr því mikla hagræna tjóni sem kolasvæði landsins standa frammi fyrir ef áætlunin gengur eftir. NordicpHotos/getty
Sæhrímnir og íslenskur
fjármálamarkaður
Katrín
Júlíusdóttir
framkvæmda-
stjóri Samtaka
fjármálafyrir-
tækja
Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa
til almennings, svokölluð almenn
útboð, sem fáir hafa nýtt sér og
furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla
mætti almenn útboð eins konar
hópfjármögnun með sölu verðbréfa.
Breytingin fól í sér að undan-
þágur frá kröfum sem gilda að
jafnaði um almenn útboð, svo sem
varðandi aðkomu fjármálafyrir-
tækis og gerð svokallaðrar lýsingar,
voru rýmkaðar til muna. Umræddar
kröfur eru til þess fallnar að hækka
kostnað við almenn útboð að svo
miklu leyti að smærri fyrirtæki,
sem segja má að geti haft mestan
hag af slíkri fjármögnun, voru því
sem næst útilokuð frá því að nýta sér
þennan möguleika án undanþágu.
Áður fyrr áttu umræddar undan-
þáguheimildir einungis við ef fjár-
hæð þess sem aflað var í útboði var
undir 100 þúsundum evra, jafnvirði
um 12,8 milljóna íslenskra króna
miðað við núverandi gengi. Var sú
fjárhæð talin það lág að hún gæti
tæplega gagnast neinum. Með áður-
nefndum breytingum var fjárhæðin
hækkuð í tvær og hálfa milljón evra,
jafnvirði 320 milljóna króna, sem
gjörbreytir þeirri stöðu.
Höfundur bókarinnar „Equity
Crowdfunding: The Complete
Guide for Startups and Growing
Companies“ hefur gengið svo langt
að tala um „lögleiðingu“ hópfjár-
mögnunar með sölu hlutabréfa
(e. legalization of equity crowd-
funding) þegar hann ræðir sam-
svarandi breytingar á regluverki
annarra Evrópuþjóða, sem voru
í flestum tilfellum gerðar talsvert
fyrr. Endurspeglar þetta orðalag þá
staðreynd að hópfjármögnun með
sölu hlutabréfa er nú orðin að raun-
hæfum kosti við fjármögnun smærri
fyrirtækja, svo sem í tengslum við
skráningu þeirra á First North
markaðinn.
Það er því full ástæða til að vekja
enn og aftur athygli á þessum mögu-
leika.
Lögleiðing hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa
Hópfjármögnun
með sölu hlutabréfa
er nú orðin að raunhæfum
kosti við fjármögnun smærri
fyrirtækja.
Baldur
thor lacius
viðskiptastjóri
Nasdaq Iceland
Ótraust bakland
Forkólfar í verka-
lýðshreyfingunni
á borð við
ragnar Þór
ingólfsson, for-
mann VR, hafa
verið fullyrðinga-
glaðir um komandi
kjaraviðræður. Í orðræðunni er
gjarnan dregin upp sú mynd að
öll hreyfingin standi þétt við bak
þeirra en eins og framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins benti
á í samtali við Morgunblaðið í
vikunni er eftirtektarvert að níu af
hverjum tíu félagsmönnum VR hafi
ekki tekið þátt í könnun VR sem var
framkvæmd til að búa félagið undir
viðræðurnar í vetur. Baklandið
virðist ekki jafn traust og gefið er
í skyn.
Blóðug átök?
Það vakti minni
athygli en ætla
mætti þegar
einn verkalýðs-
leiðtoganna,
Vilhjálmur
Birgisson, sagði
íslensku verkafólki að
búa sig undir „blóðug átök“ þegar
kjarasamningar losna. Þetta sagði
hann eftir að hafa frétt af fyrirhug-
uðu kaupaukakerfi N1. Ný könnun
Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins
sýnir hins vegar að mun fleiri
landsmenn séu hlynntir en andvígir
kjarasamningum þar sem lögð er
meiri áhersla á stöðugt verðlag en
launahækkanir. Það gefur tilefni til
að spyrja hvort verkalýðsleiðtog-
arnir hafi misst tengingu við hinn
almenna félagsmann.
Kapallinn
gekk upp
guðmundur
Kristjánsson,
oftast kenndur
við útgerðina
Brim, tefldi
djarft þegar
Brim keypti meira
en þriðjungshlut í HB
Granda fyrir 24 milljarða í byrjun
sumars. Yfirtökuskyldan sem
myndaðist í kjölfarið skapaði hættu
á að bitinn yrði honum of stór.
Nú er mál manna að eftir söluna
á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni
í gær og söluna á Ögurvík í þar-
síðustu viku hafi Guðmundur náð
að klára kapalinn sem hann lagði
við kaupin stóru. Brim, sem nú
heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur,
fékk samtals 21,7 milljarða króna í
sinn hlut.
1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r10 markaðurinn
1
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
C
-0
8
C
0
2
0
D
C
-0
7
8
4
2
0
D
C
-0
6
4
8
2
0
D
C
-0
5
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K