Fréttablaðið - 19.09.2018, Page 28
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur
Bókhald
Áhættustýring
Endurskoðun
Verðmæti
Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði.
Ráðgjöf
Hámarkaðu árangurinn þinn
og verðmæti með því að nýta þér
fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu
PwC á öllum sviðum rekstrar
Skattamál
Jafnlaunavottun
Markaðurinn instagram fréttablaðsins
@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 19. september 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál |
Stjórnar-
maðurinn
13.09.2018
@stjornarmadur
Mókollur, félag Péturs Guðmundssonar, hagnaðist
um rúma 2,2 milljarða króna á árinu 2017 en
það er þriðjungi meiri hagnaður en árið á
undan. Mestu munar um matsbreytingu
fasteigna sem var 1,4 milljarðar á síðasta
ári en um 750 milljónir árið 2016.
Mókollur er fjárfestingarfélag sem er
að fullu í eigu Péturs og fjárfestir einkum í
félögum tengdum byggingariðnaði og fast-
eignarekstri. Innan samstæðunnar eru sautján
félög, þar á meðal byggingarverktakinn Eykt.
Verðmætasta eign Mókolls er hótelbyggingin
við Höfðatorg sem er bókfærð á átta milljarða.
Þá er skrifstofuhúsnæðið við Höfðatorg sem
hýsir skrifstofur Reykjavíkurborgar bók-
fært á 4,2 milljarða króna og atvinnu-
húsnæðið að Fosshálsi 25 á 2,3 milljarða.
Alls nema eignir Mókolls rúmum 30 millj-
örðum króna og eigið féð 11,7 milljörðum.
Pétur bætti nýlega við hlut sinn í Steypu-
stöðinni. Hann keypti 40 prósent og jók þannig
hlut sinn upp í 90 prósent. – tfh
Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða Vinnslustöðin
veiðir lítið á
sínum skipum. Þeir lifa á
því að leigja kvótann og
reksturinn er subbulegur
eins og komið hefur
í ljós.
Guðmundur Kristjáns-
son, forstjóri og stærsti
hluthafi HB Granda
Langþráð fréttatilkynning af skulda
fjárútboði WOW air barst loks í gær.
Félaginu tókst að loka 50 milljóna
evra útgáfu og hyggur á útgáfu 10
milljóna evra til viðbótar. Til lengri
tíma er ætlunin að skrá félagið
samhliða á hlutabréfamarkaði hér
heima og í Noregi. Ef framtíðarfjár
mögnun WOW er þar með tryggð
eru það auðvitað gleðitíðindi fyrir
Ísland og íslenska markaðinn.
WOW flytur þriðja hvern farþega til
landsins, og er stór atvinnurekandi.
Þá er ekki minnst á alla þá sem eiga
störf sín og starfsöryggi undir því
að ferðamenn skili sér til landsins.
Afleidd störf skipta sennilega tugum
þúsunda.
Fall WOW eða Icelandair hefði því
samkvæmt öllum mælikvörðum
getað haft mikil bein áhrif á efna
hagsástandið á Íslandi og lífsgæði
þúsunda. Er því ekki nema von
að fjölmiðlar hafi fylgst náið með
málinu. Fréttablaðið var leiðandi í
þessari umfjöllun alla síðustu viku
og má segja að gengi hlutabréfa og
gjaldmiðils hafi sveiflast í takt við
forsíður að morgni. Morgunblaðið
gerði málinu sömuleiðis góð skil.
Auðvitað er það svo að í viðkvæm
um og mikilvægum málum orkar
ýmislegt tvímælis. Svo virðist hins
vegar í þessu máli sem miðlarnir
hafi farið rétt með í öllum megin
atriðum.
Því skaut það nokkuð skökku við
að sjá reyndan fjölmiðlamann af
ríkismiðlinum slá því fram á Twitter
að svo virtist sem stóru blöðin tvö
hefðu skipað sér í lið þegar kemur
að umfjöllun um málefni flugfélag
anna. Ekki var það reyndar rökstutt
nánar hvað fjölmiðlamaðurinn átti
við. Hins vegar lýsir þessi athuga
semd einkennilegri heimssýn. Er
óhugsandi að blaðamönnunum hafi
hreinlega gengið það eitt til að flytja
fréttir af máli sem sannarlega átti
erindi við almenning, og segja satt
og rétt frá? Að minnsta kosti tókst
fjölmiðlamanninum ekki að benda
á nein ósannindi eða ónákvæmni
í fréttaflutningi. Kannski veitir
staðhæfingin einfaldlega innsýn
í vinnustaðamenninguna á RÚV,
þar skipi fólk sér í fylkingar áður en
umfjöllun hefst?
Hvað sem slíkum bollaleggingum
líður er að minnsta kosti ljóst að
RÚV var ekki í neinu liði þegar kom
að umfjöllun um málefni flugfélag
anna, enda hafði stofnunin ekkert
til málanna að leggja annað en
endurtekningar á því sem áður kom
fram í þeim fjölmiðlum sem lögðu
sig fram um að kynna sér málið.
Einkennileg
heimssýn
1
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
B
-F
5
0
0
2
0
D
B
-F
3
C
4
2
0
D
B
-F
2
8
8
2
0
D
B
-F
1
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K