Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.09.2018, Qupperneq 2
Veður Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og vætusamt í dag, en úrkomuminna austan til og fremur milt veður. sjá síðu 20 BRIDS SKÓLINN Námskeiðin hefjast í næstu viku ... BYRJENDUR (stig 1) 1. okt. 8 mánudagar frá 20-23 KERFIÐ (stig 2) 3. okt. 8 miðvikudagar frá 20-23 STIG 1 Hvað þarf að kunna fyrirfram? Ekki neitt, en það spillir ekki að þekkja ás frá kóng. Ekkert mál að mæta ein/einn. STIG 2 Farið er vel yfir framhald sagna í Standard og ýmsar stöður í sagnbaráttu. Mikið spilað og hægt að koma ein/einn. Upplýsingar og innritun ... í síma 898-5427 og á netinu bridge.is Staður: Síðumúli 37, Reykjavík - Bridgesamband Íslands ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Fiðrildi fyrir frumsýningu fréttamyndvers Erna Ómarsdóttir. Fréttablaðið/GVa samfélag Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra listamanna sem stíga fram og lýsa óviðeigandi hegðun og kynferðislegri áreitni belgíska lista- mannsins Jan Fabre í ítarlegri umfjöll- un The New York Times í gær. Í viðtali við bandaríska stórblaðið lýsir Erna því hvernig Fabre hafi haldið að henni fíkniefnum í myndatöku í íbúð hans og hún ekki þorað að neita honum. Fabre þessi er einn virtasti lista- maður Belga og þiggur sem nemur ríflega 100 milljónum króna frá belg- íska ríkinu á ári hverju. Verk hans hafa verið sýnd í helstu söfnum og sýningarsölum listheimsins auk þess sem hann hefur verið sæmdur æðstu orðu belgíska ríkisins. Fyrr í þessum mánuði skrifuðu 20 listamenn bréf í anda Metoo-bylt- ingarinnar sem birtist í belgískum fjölmiðlum en þar er Fabre sakaður um kynferðislega áreitni. Í úttekt The New York Times í gær lýsir Erna samskiptum sínum við Fabre en hún gekk til liðs við fyrirtæki hans þegar hún var rétt um tvítugt. Hún hafi notið þess að vinna með honum fyrst en það breyst þegar hann bað hana að sitja fyrir hjá sér. Þar hafi hann viljað mynda augu hennar á meðan hún stundaði sjálfsfróun, nokkuð sem hún hafi ekki þorað að segja nei við. „Þú vissir að ef þú hafnaðir honum myndi það koma niður á þér annars staðar,“ er haft eftir Ernu. Þá hafi hann í annað sinn haldið að henni kókaíni og áfengi þar til hún hafi látið undan. Erna kveðst hafa viljað stíga fram til að vara aðra dansara við og stöðva Fabre. – smj Vill vara aðrar við Jan Fabre stjórnmál  Árshátíð Stjórnar- ráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heim- ildum  Fréttablaðsins gætir nokk- urrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráð- herranna af skemmtanahaldi starfs- manna, en það mun vera dagsetn- ingin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahags- hrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfs- mannafélags ráðuneytisins. Þegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð- herra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetn- inguna. Aðrir starfsmenn Stjórnar- ráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand  æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tíma- mótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráð- herrunum tveimur eflaust minnis- stæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórn- inni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sér- fræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. adalheidur@frettabladid.is Katrín bannar djamm á tíu ára afmæli hrunsins Halda átti árshátíð Stjórnarráðsins 6. október næstkomandi. Forsætisráðherra stöðvaði þau áform eftir samtal við menntamálaráðherra. Nokkurrar óánægju gætir í starfsliðinu með afskiptasemi og meinta viðkvæmni ráðherranna. Geir flutti þjóðinni minnisstætt ávarp þann 6. október 2008. Katrín Jakobsdóttir og lilja alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins. Fréttablaðið/anton brinK Ríkisútvarpið frumsýndi á föstudag nýtt og tæknivætt fréttamyndver sem leysir af hólmi eldra óhagkvæmara myndver. Kostnaður við hið nýja myndver er áætlaður 184 milljónir króna. Tilhlökkun og spenna skein úr augum þeirra Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur og Rakelar Þorbergsdótt- ur fréttastjóra fyrir frumsýninguna á föstudag. Ekki var annað að sjá en að allt hefði gengið að óskum í útsendingunni. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari nÝja-sjálanD Nálar hafa fund- ist í jarðarberjum í stórmarkaði í Auckland á Nýja-Sjálandi. Umrædd jarðarber voru innflutt frá Ástralíu. Undanfarnar vikur hafa nálar og títuprjónar fundist í jarðar- berjum í verslunum í Ástralíu en yfir hundrað slíkar tilkynningar hafa borist. Talið er að hluta þeirra megi rekja til fólks sem hefur tekið upp á því að troða nálum í ber eftir að sagt var frá málinu í fréttum. Málið hefur orðið til þess að sala á ávöxtum og berjum hefur dregist saman og nauðsynlegt hefur verið að henda tonnum af matvælunum. Ástralskir bændur óttast að það muni hafa talsverð áhrif á afkomu sína í lok árs. Enginn hefur slasast vegna þessa en yfirvöld hvetja fólk til að skoða og skera ávextina áður en þeirra er neytt. – jóe Nálar í berjum á Nýja-Sjálandi 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 5 -4 A C 0 2 0 E 5 -4 9 8 4 2 0 E 5 -4 8 4 8 2 0 E 5 -4 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.