Fréttablaðið - 24.09.2018, Page 6
Meira til skiptanna
Reykjavík Skuldir Gagnaveitu
Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu
Reykjavíkur, jukust um tæplega
fjóra milljarða milli ára samkvæmt
nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir
árið 2017. Fjárfest var fyrir ríflega
3,2 milljarða króna í fyrra eða hátt
í sömu upphæð og kynnt var fyrir
borgarstjórn í árslok 2016 að ætti
að fjárfesta fyrir á fimm ára tíma-
bili 2018-2022.
Framkvæmdastjóri Gagnaveitu
Reykjavíkur (GR), Erling Freyr Guð-
mundsson, segir að hina auknu
skuldsetningu félagsins upp á
3.938 milljónir í fyrra megi rekja til
aukinna fjárfestinga í innviðaupp-
byggingu höfuðborgarsvæðisins í
verkefnum ársins 2017 og að hluta
til 2018. Árið 2017 hafi verið stærsta
framkvæmdaár GR þegar 11 þúsund
heimili voru tengd við ljósleiðar-
ann. Samhliða fjölgun viðskiptavina
hafi tekjur aukist um 321 milljón á
milli ára, úr 1,8 milljörðum í 2,1
milljarð. Heildarskuldir GR fóru á
síðasta ári úr 7,6 milljörðum í 11,5
milljarða.
Á síðasta ári var samkvæmt árs-
reikningi fjárfest fyrir rúmlega 3,2
milljarða en samkvæmt fjárfest-
ingaráætlun OR sem lögð var fyrir
borgarstjórn í nóvember 2016 var
gert ráð fyrir að fjárfesting vegna
gagnaveitu yrði alls 3,9 milljarðar
króna á árunum 2018 til 2022. Í
uppfærðu plani tæpu ári síðar, í
október 2017, var sú áætlun komi í
7,4 milljarða. Aðspurður um þessa
hækkun segir Erling að hin upp-
færða áætlun hafi verið útkomuspá
ársins 2017.
„Tímabil hennar var því heilu ári
lengri en hinnar. Síðari áætlunin
var líka gerð með uppfærðum for-
sendum sem tóku tillit til örari
vaxtar. Meðal þess sem breyttist var
aukin eftirspurn á fyrirtækjamark-
aði, fleiri nýbyggingar, vinsældir á
Eitt gíg þjónustuleið ljósleiðarans
til heimila og sum svæði reyndust
dýrari en fyrirséð var til að ljúka
ljósleiðaravæðingu höfuðborgar-
svæðisins.“
Erling segir að miðað við stöðuna
í dag bendi allt til að heildarniður-
staða 2018 verði jákvæð í árslok,
þrátt fyrir allar þær fjárfestingar sem
staðið hafi verið í og fara á í á árinu.
Gagnaveita Reykjavíkur hefur aldrei
skilað hagnaði en tap félagsins nam
tæplega hundrað milljónum í fyrra,
samanborið við 172 milljónir árið
áður. mikael@frettabladid.is
Skuldir Gagnaveitunnar jukust
um fjóra milljarða á síðasta ári
Aukin innviðauppbygging varð til þess að skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar,
jukust um tæpa fjóra milljarða í fyrra. Fjárfest var fyrir 3,2 milljarða í fyrra. Áætlun sem kynnt var borgar-
stjórn í árslok 2016 gerði ráð fyrir fjárfestingu upp á 3,9 milljarða til fimm ára. Örari vöxtur skýringin.
Aukin innviðauppbygging og örari vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir hjá Gagnaveitunni. Erling Freyr Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir allt benda til að niðurstaðan í árslok nú verði jákvæð. FRéttAblAðið/GVA
Sum svæði reyndust
dýrari en fyrirséð
var til að ljúka ljósleiðara-
væðingu höfuðborgarsvæðis-
ins.
Erling Freyr Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur
SamgönguR Indverjinn Sushil
Reddy lauk í gær hringferð sinni
um landið á rafhjóli. Ferðalag Reddy
hófst miðvikudaginn 12. september
og tók ferðalagið því 11 daga. Setti
það reyndar strik í reikninginn að
hann þurfti að taka sér tveggja daga
hvíld sökum hvassviðris. Reddy fór
hringinn á IKEA-rafhjóli með sólar-
sellu á tengivagni. Tilgangur ferða-
lagsins var að vekja athygli á vist-
vænum samgöngum en ferðafélagi
Reddy fylgdi honum á Volkswagen
Golf rafbíl. Ferðalagið mun að sögn
hafa gengið vel.
Reddy hefur þrisvar áður farið í
langferð á rafhjóli, fyrst 7.400 kíló-
metra um Indland sem skráð var
í Heimsmetabók Guinness sem
lengsta rafhjólaferð sögunnar. Síðan
hefur hann hjólað bæði um Frakk-
land og Bandaríkin til að vekja
athygli á vistvænum orkugjöfum.
Hringferð hans hér á landi er farin
í tengslum við Charge-ráðstefnuna
sem fram fer í Hörpu í dag og á
morgun þar sem framtíð orkumála
verður rædd. – smj
Í kringum landið
á ellefu dögum
Reddy á rafhjólinu. FRéttAblAðið/ERniR
LögRegLumáL Upp kom vélarbilun
í tvíþekju á flugi nærri Reykjavík
síðdegis í gær. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu kom bilunin ekki
að sök og tókst að lenda vélinni
á Reykjavíkurflugvelli án vand-
kvæða. – smj
Vélarbilun
í tvíþekju
aLþingi Sex frumvörp eru á þing-
málaskrá ríkisstjórnarinnar sem eiga
uppruna sinn í svokallaðri IMMI-
ályktun Alþingis frá árinu 2010.
Frumvörpin eru unnin af nefnd for-
sætisráðherra um umbætur á löggjöf
á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upp-
lýsingafrelsis. Nefndin hefur meðal
annars haft til skoðunar fyrirliggj-
andi frumvörp stýrihóps sem skip-
aður var í kjölfar fyrrnefndrar álykt-
unar Alþingis um að Ísland skapi sér
afgerandi lagalega sérstöðu varðandi
vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis.
Ráðgert er að frumvörpin verði
lögð fram í desember, nema frum-
varp um bætur vegna ærumeiðinga
sem sett er á dagskrá í mars en ákvæði
þar að lútandi á að færa úr refsirétti
í einkarétt og endurskoða með hlið-
sjón af dómaframkvæmd hér á landi
og hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Einnig á að mæla fyrir nýjum lögum
um vernd uppljóstrara sem skýra frá
lögbrotum eða brotum á siðareglum
sem þeir verða áskynja um í starfi;
gera breytingar á þagnarskyldu-
ákvæðum opinberra starfsmanna í
stjórnsýslulögum og annarri löggjöf,
auka skýrleika í ákvæði hegningar-
laga um hatursáróður, auk breytinga
sem tryggja eiga heimildarmönnum
og hýsingaraðilum aukna vernd.
Fjórir ráðherrar munu mæla fyrir
málunum, forsætisráðherra, dóms-
málaráðherra, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra og nýsköpunar-
ráðherra.
Fleiri þingmál eru boðuð af
ríkisstjórninni á sviði tjáningar-
og upplýsingafrelsis. Má þar
nefna bæði nýkynnt áform
menntamálaráðherra
um aukinn stuðning við
einkarekna fjölmiðla og
frumvarp forsætisráð-
herra um breytingar á
upplýsingalögum. – joe
IMMI-frumvörp á dagskrá eftir átta ára bið
Árið 2010 lagði
birgitta Jónsdóttir
fram tillögu um
sérstöðu Íslands
á sviði tjáningar-
frelsis. tillagan
var samþykkt en
hefur velkst um
í stjórnkerfinu
síðan.
FRéttAblAðið/
StEFÁn
2 4 . S e p t e m b e R 2 0 1 8 m á n u D a g u R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a b L a ð i ð
2
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
5
-7
2
4
0
2
0
E
5
-7
1
0
4
2
0
E
5
-6
F
C
8
2
0
E
5
-6
E
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K