Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.10.2018, Qupperneq 2
Veður Stíf suðaustanátt og rigning eða slydda. Dregur úr vindi og úrkomu norðan- og norðvestanlands. Vestan hvassviðri á Suðurlandi. sjá síðu 22 01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is Kátir voru karlar Vegagerðin fékk í gær Hvalfjarðargöngin afhent til eignar. Við athöfn af því tilefni voru meðal annarra Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, og tveir fyrrverandi samgönguráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon úr VG og Halldór Blöndal úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgönguráðherra úr Framsóknarflokki, var einnig á staðnum ásamt Hreini Haraldssyni, fyrrverandi vegamálastjóra. Fréttablaðið/Sigtryggur ari stjórnmál „Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfs- mönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðar- maður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðar- mannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmanns- skrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára úti- standandi mál. Sturla Sigurjóns- son, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðu- neytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá. Þar sem aðstoðarmenn eru pól- itískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðar- maður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og  í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneyt- inu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissu- lega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldr- ei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja ein- hvern annan inn í málin.“ mikael@frettabladid.is Aðstoðarmanni heimilt að flytja þrjú dómsmál Diljá Mist Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, fékk leyfi ráðuneytisins til að flytja dómsmál sem hún var að vinna í er hún gerðist aðstoðarmaður í febrúar. Fær ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin. aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, fékk leyfi til að klára þrjú útistandandi dómsmál eftir að hún hóf störf. Fréttablaðið/gVa Ekki minnkar staflinn í ráðuneyt- inu þó ég skjótist og fari í þessi mál. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaðu utanríkisráðherra lögreglumál Erlendum ferða- manni á sextugsaldri var bjargað í gær úr í klettum í Skjálfandafljóti talsvert neðan við Goðafoss. Mað- urinn hafði fallið fram af klettunum og  reyndist vera  með talsverða áverka á höfði og var við  skerta meðvitund er náðist til hans að sögn lögreglu. Hann var lemstraður víða um líkamann. „Ágætlega gekk að komast til hans en hann hafði staðnæmst í klett- unum og féll því aldrei í Skjálfanda- fljótið sjálft,“ segir í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér síðdegis í gær. Ferðamaðurinn var fluttur til Akur- eyrar og síðan með þyrlu til Reykja- víkur. „Þessi aðili er á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni og nutu þau áfallahjálpar hjá áfallateymi Rauða krossins á Akureyri.“ - gar Bjargað eftir fall í klettum við Skjálfandafljót goðafoss í Skjálfandafljóti er tignar- legur. Fréttablaðið/VilhElM Hlúð var að manninum á Akureyri en hann síðan fluttur með þyrlu til frekari meðferðar á Landspítalanum í Reykjavík. Bretland Gjáin í breska Íhalds- flokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. Þetta kom í ljós í gær á fyrsta degi landsfundar flokksins, sem haldinn er í Birming- ham og er sá síðasti fyrir útgöngu. Sjálf kallaði Theresa May for- sætisráðherra eftir því að flokks- menn fylktu sér um útgöngustefnu hennar, sem felur meðal annars í sér áframhaldandi aðild að tollabanda- lagi ESB og ESB segir ekki ganga upp. Priti Patel, áður ráðherra í stjórn May, sagði að Bretar ættu ekki undir neinum kringumstæðum að sam- þykkja áætlun forsætisráðherrans. Þeir ættu heldur að búa sig undir samningslausa útgöngu. Jacob Rees-Mogg, einn leiðtoga útgöngusinna innan flokksins, spáði því svo að hvorki breska þingið né ESB myndu samþykkja áætlunina. Ekki þyrfti þó að óttast samnings- lausa útgöngu. – þea Harðnandi tónn gegn stefnu May 1 . o k t ó B e r 2 0 1 8 m á n u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 1 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 3 -4 A 2 4 2 0 F 3 -4 8 E 8 2 0 F 3 -4 7 A C 2 0 F 3 -4 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.