Fréttablaðið - 01.10.2018, Síða 12

Fréttablaðið - 01.10.2018, Síða 12
OPINN FUNDUR ÞRIÐJUDAGINN 2. OKTÓBER KL. 12:45-14:00, STOFU N-132 Í ÖSKJU, HÁSKÓLA ÍSLANDS Frummælendur: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum Á fundinum verður farið yfir stöðu mála í dag hvað varðar markmið Parísarsamkomu- lagsins, sem náðist í desember 2015, og aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Fjallað verður um þann árangur sem hefur náðst auk þess sem gert verður grein fyrir brýnustu verkefnunum framundan, bæði frá sjónarhóli Íslands og Evrópusambandins. Nánari upplýsingar: www.caps.hi.is / www.esb.is / www.hi.is ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN RANNSÓKNASETUR UM NORÐURSLÓÐIR HÁSKÓI ÍSLANDS Sendinefnd ESB á Íslandi UMHVERFIS- OG AUÐLINDAFRÆÐI Parísarsamningurinn 2 árum seinna Hverju hefur verið áorkað og hvað þarf að gera? Valur - Keflavík 4-1 1-0 Einar Karl Ingvarsson (8.), 2-0 Haukur Páll Sigurðsson (14.), 3-0 Aron Kári Aðal- steinsson, sjálfsmark (19.), 4-0 Dion Acoff (57.), 4-1 Helgi Þór Jónsson (88.). Stjarnan - FH 0-1 0-1 Brandur Olsen (5.). Breiðablik - KA 4-0 1-0 Thomas Mikkelsen, víti (5.), 2-0 Willum Þór Willumsson (28.), 3-0 Willum Þór (35.), 4-0 Mikkelsen (67.). Víkingur R. - KR 2-3 1-0 Rick Ten Voorde, víti (21.), 1-1 Óskar Örn Hauksson (24.), 1-2 Atli Sigurjónsson (52.), 1-3 Halldór Smári Sigurðsson, sjálfsmark (61.), 2-3 Geoffrey Castillion (70.). Grindavík - ÍBV 2-5 1-0 Aron Jóhannsson (4.), 1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (6.), 1-2 Gunnar Heiðar (10.), 2-2 Jose Sito Enrique (50.), 2-3 Jonathan Franks (60.), 2-4 Kaj Leo í Bartalsstovu (83.), 2-5 Gunnar Heiðar (88.). Fylkir - Fjölnir 7-0 1-0 Daði Ólafsson (27.), 2-0 Albert Brynjar Ingason (38.), 3-0 Hákon Ingi Jónsson (41.), 4-0 Albert (66.), 5-0 Jonathan Glenn (74.), 6-0 Glenn (82.), 7-0 Albert (83.). Rautt spjald: Guðmundur Karl Guðmunds- son, Fjölni (52.). Efri Valur 46 Breiðablik 44 Stjarnan 40 KR 37 FH 37 ÍBV 29 Neðri KA 28 Fylkir 26 Víkingur R. 25 Grindavík 25 Fjölnir 19 Keflavík 4 Nýjast Pepsi-deild karla Haukar - Keflavík 77-83 Haukar: LeLe Hardy 23/9 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 15, Þóra Kristín Jónsdóttir 13, Magdalena Gísladóttir 11, Rósa Björk Pétursdóttir 7, Eva Kristjánsdóttir 4, Bríet Lilja Sigurðardóttir 3, Akvilé Baronénaité 1. Keflavík: Brittanny Dinkins 26, Bryndís Guðmundsdóttir 18, Birna Benónýsdóttir 15, Salbjörg Sævarsdóttir 7/12 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Telma Lind Ásgeirs- dóttir 5, Embla Kristínardóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 3. Meistarakeppni KKÍ kvenna KR - Tindastóll 72-103 KR: Julian Boyd 28, Sigurður Á. Þorvaldsson 10, Björn Kristjánsson 7, Dino Stipcic 5, Vilhjálmur Kári Jensson 5, Emil Barja 5, Jón Arnór Stefánsson 4, Ólafur Þorri Sigurjóns- son 3, Orri Hilmarsson 3, Þórir Lárusson 2. Tindastóll: Urald King 27, Pétur Rúnar Birgisson 19, Brynjar Þór Björnsson 17, Danero Thomas 12, Dino Butorac 11, Viðar Ágústsson 5, Ragnar Ágústsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Finnbogi Bjarnason 2, Hannes Ingi Másson 2, Helgi Rafn Viggós- son 2. Meistarakeppni KKÍ karla Fótbolti Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi- deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Vals- menn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 og Íslandsmeistarar í fyrra. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð sem komu þeim í bíl- stjórasætið. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri stöðu að þurfa aðeins að vinna botnlið Keflavíkur til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Þetta var fimmti Íslandsmeistara- titillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Hann stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jóns- son er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskipt- ingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðar enda og eldmóðinn sem Ólafur býr yfir er margt ólíklegra en að hann verði kominn á toppinn yfir sigur- sælustu þjálfara Íslands innan tíðar. ingvithor@frettabladid.is Kóngurinn Ólafur Jóh Síðustu níu tímabil Ólafs í efstu deild FH 2003: 2. sæti í deild og bikar 2004: Íslandsmeistari 2005: Íslandsmeistari 2006: Íslandsmeistari 2007: 2. sæti í deild og bikar- meistari Valur 2015: 5. sæti í deild og bikar- meistari 2016: 5. sæti í deild og bikar- meistari 2017: Íslandsmeistari 2018: Íslandsmeistari Fótbolti Gunnar Heiðar Þorvalds- son skoraði þrennu í síðasta leik sínum á ferlinum, þegar ÍBV vann Grindavík, 2-5, í lokaumferð Pepsi- deildar karla á laugardaginn. Það var viðeigandi að Gunnar Heiðar skyldi enda ferilinn á því að skora á Grindavíkurvelli en þar skoraði hann einmitt sitt fyrsta mark í efstu deild árið 2001. Gunnar Heiðar sneri aftur til ÍBV um mitt s u m a r 2015 eftir mörg ár í a t vi n n u - mennsku. Hann skor- aði tíu mörk í 17 deildar- leikjum í fyrra og sigurmarkið í bikarúrslita- leiknum gegn FH. Með því t r yg g ð i h a n n Eyjamönnum fyrsta stóra titil sinn síðan 1998. Gunnar Heiðar skor- aði svo níu mörk í 18 deildarleikjum í sumar. Hann skoraði alls 61 mark í 127 leikjum í efstu deild á Íslandi. Gunnar Heiðar varð markakóngur efstu deildar 2004. Ári seinna varð hann m a r k a k ó n g u r s æ n s ku úrvalsdeildarinnar en þá lék hann með Halmstad. Gunn- ar Heiðar varð einnig næst- markahæstur í sænsku deild- inni 2012 þegar hann lék með Norrköping. Gunnar Heiðar lék einnig með Hannover 96 í Þýskalandi, Vålerenga og Fredrikstad í Noregi, Esbjerg í Danmörku, Konyaspor í Tyrklandi og Häcken í Svíþjóð. Hann lék 24 landsleiki á árunum 2005-13 og skoraði fimm mörk. Með sigrinum á laugardaginn komust Eyjamenn upp í 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Það er besti árangur þeirra síðan 2013 þegar þeir lentu einnig í 6. sæti. Leikurinn í Grindavík var ekki einungis kveðjuleikur Gunnars Heiðars heldur stýrði Kristján Guðmundsson ÍBV í síðasta sinn í leiknum. Hann var tvö ár við stjórnvölinn hjá liðinu og gerði góða hluti, vann stóran titil og kom Eyja- mönnum í Evrópukeppni. Eftirmaður hans verður Pedro Hipólito sem hætti hjá Fram í haust. Portúgalinn stýrði Fram í hálft annað á r . B æ ð i t í m a - bilin endaði Fram í 9.  sæti Inkasso- deildarinnar. – iþs Kvaddi með þrennu 61 mark skoraði Gunnar Heiðar Þorvaldsson í 127 leikjum í efstu deild á Íslandi. Valur varð Íslands- meistari annað árið í röð eftir 4-1 sigur á botnliði Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla í fyrradag. Hákarlarnir á Hliðarenda: Sigurbjörn Hreiðarsson, E. Börkur Edvardsson og Ólafur Jóhannesson. FRéTTABlAðið/SiGTRyGGuR ARi Keflavík vann Meistarakeppni kvenna. FRéTTABlAðið/SiGTRyGGuR ARi Myndir frá leik Vals og Keflavíkur og fögnuði Valsmanna má finna á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PlúS Tindastóll vann Meistarakeppni karla. FRéTTABlAðið/SiGTRyGGuR ARi 1 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M Á N U D A G U r12 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 1 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 3 -4 5 3 4 2 0 F 3 -4 3 F 8 2 0 F 3 -4 2 B C 2 0 F 3 -4 1 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.