Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 88

Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 88
Heimamenn á Ísafirði fara með gesti sína í mat á Tjöruhúsið, túristar lesa lofsam-legar umsagnir um staðinn á netinu og láta ekki hjá líða að gera eigin bragð- prufur þegar þeir eiga leið um. Því er Tjöruhúsið tvísett öll kvöld yfir sumartímann. Það er fjölskylda sem rekur Tjöru- húsið. Magnús Hauksson og Ragn- heiður Halldórsdóttir tóku þar við rekstri árið 2004, sem þá hafði verið í formi kaffi- og vöfflusölu, og þau bættu hádegismat við en höfðu einungis opið yfir sumarmánuðina fyrstu tvö árin. Nú er opið frá pásk- um út október og þrjú börn þeirra hjóna, Haukur, Salóme og Guð- mundur, hafa tekið við stjórninni. Salóme sér um skipulag og gestamót- tökur, Haukur um daglegan rekstur, bókanir og stefnumótun og Guð- mundur er innkaupastjóri og kokk- ur, ásamt föður sínum. Foreldrarnir leggja hönd á plóg líka, enda annríki mikið, einkum yfir sumartímann. „Þetta er fimmtánda sumarið okkar en við erum að eldast,“ segir Magnús. „Við vorum með veitingastað hér við höfnina áður, sem hét Sjómanna- stofan, það er að vísu langt síðan, 1987 til 1993. Seinna var Maggi beðinn að taka þetta að sér,“ lýsir Ragnheiður. „Þá var þetta bara í mýflugu- mynd,“ segir Magnús. „Þetta var sumarstaður, það var erfitt að fá fólk til að vinna og Ísafjarðarbær bauð 150 þúsund króna meðgjöf með rekstrinum.“ „Ég sagði nei fyrst,“ segir Ragn- heiður. Við áttum þá lítil börn og þetta er svo mikil vinna. En Maggi bað svo fallega, „geerðu það“, þá sagði ég já! Svo voru börnin hlaup- andi hér um og þau vaxa ekkert upp úr því.“ Fiskurinn er aðalhráefnið í matar- gerðinni að sögn Ragnheiðar. „Ég sagði við Magga að við skyldum bara hafa fisk. Þegar við rákum Sjómanna- stofuna með alls kyns mat, þá voru 97% allra útlendinga sem völdu fisk.“ Eru fastir réttir? „Nei, það er breytilegt frá degi til dags og fer Notum bara það nýjasta og ferskasta Tjöruhúsið er merkilegt kennileiti á Ísafirði. Það er eitt af friðlýstu húsunum í Neðsta- kaupstað, fulltrúum 18. aldar. Húsið hefur breyst í vel metinn veitingastað og betri fiskur en þar er framreiddur er vandfundinn. Innanstokks er allt í fornum stíl eins og vera ber. Hjónin Magnús og Ragnheiður, ásamt sonum sínum Guðmundi og Hauki. Öll eru þau samtaka í að gera vel við gesti sína í Tjöruhúsinu, sem þau tóku við árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolapannan með kartöflum og salati komin á borð úti á stétt á milli húsanna fjögurra sem tilheyra Neðstakaupstað. Hveitiblanda n 1 bolli hveiti n 2 matskeiðar Knorr fiskikrydd n Kryddað eftir smekk (t.d. má nota kóríanderduft, paprikuduft, sítr­ ónupipar). Til steikingar n Tvö væn flök af nýjum kola n Fjórar matskeiðar (60 g) íslenskt smjör, mjúkt. n Háhitaþolin matarolía til steikingar n Safi úr hálfri sítrónu n 250 g kirsuberjatómatar n Knippi af steinselju (saxað smátt) n Soðnar eða steiktar kartöflur sem bæta má á pönnuna áður en hún er borin fram, ef fólk vill. n Smá af cayenne­pipar Aðferð Hrærið saman hveitiblönduna og komið fyrir í djúpum diski. Snyrtið kolaflökin ef með þarf, skerið þau í hentugar stærðir (miðlungs kola­ flak mætti hluta í 3 til 4 bita, hægt er líka að steikja flakið heilt, en það er meiri kúnst að snúa). Hitið matarolíu á pönnu þar til hún er við það að fara rjúka – mikil­ vægt er að ná góðum hita til að steikingin takist vel, þó ekki þannig að kolinn brenni. Veltið kolastykkjum úr hveitiblöndu og komið þeim fyrir á rjúkandi pönnu með sárið niður, roðið upp. (Sýnið ávallt aðgát við meðferð steikjandi heitrar olíu.) Steikið þau við háan hita í ca. 90 sekúndur og bætið þá smjörinu á pönnuna. Látið það bráðna í ca. 20 sekúndur. Snúið flökunum við. Þau eiga að vera vel brúnuð að þessu ferli loknu. Bætið við kirsuberjatómötum, kreistið sítrónu yfir og stráið stein­ selju yfir til skrauts, auk cayenne­pipars eftir smekk. Ath! – Pannan ætti að vera í þykkri kantinum, svo hitadreifingin sé sem jöfnust. Heimakokkar eru öruggastir með að velja non­stick pönnur en lengra komnir geta gert tilraunir með aðrar gerðir. algerlega eftir því hvað kemur upp úr sjónum. Við notum bara það nýjasta og ferskasta,“ segir Magnús. „Maggi sér um löndun hér og veit alveg hvernig fiskur á að vera. Hann þekkir hvað er best. Keypti til dæmis gríðarlega fallegan kola í gær,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við mjög heppin að vera með svona ungan mann í eldhúsinu eins og Guðmund, hann kemur með nýjar hugmyndir að matreiðslu, því maður staðnar með aldrinum. Hann er búinn að þróa ýmsa rétti. Þetta er í raun hlaðborð á kvöldin með sjö til ellefu tegundum, plús meðlæti, og við erum með tvísett í salnum í þrjá mánuði á sumrin.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Koli fyrir tvo að hætti Tjöruhússins 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 2 -F F B C 2 1 0 2 -F E 8 0 2 1 0 2 -F D 4 4 2 1 0 2 -F C 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.