Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2018, Page 1

Víkurfréttir - 30.08.2018, Page 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M S U Ð U R N E S J A MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is AÐAL S ÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝS INGAS ÍM INN 421 0001 ■ FRÉTTAS ÍM INN 421 0002 Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar í ár er ljósmyndasýningin „Eitt ár á Suðurnesjum“ og verður hún opnuð fimmtudaginn 30. ágúst kl. 18.00. Sýningin er afrakstur samkeppni sem safnið stóð fyrir árin 2017-18 og var öllum Suðurnesjamönnum boðið að senda inn ljósmyndir sem teknar yrðu eftir ákveðnum reglum. Skilyrðin voru að myndirnar skyldu lýsa daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári, nánar tiltekið frá 17.júní 2017 til 17.júní 2018. Sextíu ljósmyndarar sendu inn 350 ljós- myndir og eru þær allar til sýnis í Listasal Duus Safnahúsa, ýmist útprentaðar eða á skjá. Sex ljósmyndir sigruðu og fóru í hópinn „Bestu myndirnar“ en 30 aðrar fengu sérstaka viðurkenningu sem góðar ljósmyndir. Tilkynnt verður við opnun hverjir vinningshafarnir eru. Dómnefnd skipuðu Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta og Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykja- ness. Sýningarstjórar voru Inga Þórey Jóhanns- dóttir myndlistarmaður, Oddgeir Karlsson ljósmyndari og Valgerður Guðmundsdóttir forstöðumaður Listasafns Reykjanesbæjar og eru þau á myndinni að ofan. Samhliða þessari sýningu verður „systursýn- ingin“ Eitt ár í Færeyjum opnuð í Bíósal Duus Safnahúsa. Sú sýning er líka ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir árin 2016–2017 og var sumarsýning Norræna hússins í Þórshöfn sumarið 2017. Öllum Færeyingum var þá boðið að senda inn ljósmyndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru í Færeyjum á einu ári, nánar tiltekið frá flaggdeginum 2016 til flaggdagsins 2017. Færeysku vinningsmyndirnar tólf má sjá út- prentaðar í Bíósal Duus Safnahúsa en allar aðrar innsendar myndir eru sýndar á skjá. Segja má að orðtakið „Ein mynd segir meira en þúsund orð“ sé góð lýsing á þessum skemmtilegu sýningum. Ljósmyndirnar gefa gestum innsýn í daglegt líf þessara frændþjóða. Margt er ólíkt en þó er miklu meira sameiginlegt og heildarsvipur beggja sýninganna lýsir bjartsýni og hlýju sem gefur von um gott líf og bjarta framtíð. Þarna hlýtur að vera gott að búa! Dagskrá Ljósanætur 2018 er í blaðinu og frásagnir af mörgum við- burðum sem verða á fimm daga ljósahátíð í Reykjanesbæ 29. ágúst til 4. september. Og auðvitað margt fleira skemmtilegt! „Fyrst og fremst erum við hjón og foreldrar og við erum í þeim hlutverkum í lífinu. Ég er komin á þann stað í dag að ég gleymi því oft að ég sé lesbía og að við séum eitthvað öðruvísi en hinir. Eins mikið og maður var með þetta á heilanum þegar maður kom fyrst út úr skápum,“ segir Harpa Jóhannsdóttir, grunnskólakennari og kynjafræðingur, sem að eigin sögn, var dregin út úr skápnum af móður sinni. Hún býr með Thelmu Björk Jóhannesdóttur, grunnskólakenn- ara og saman eiga þær Guðmund Hrafnkel, 4 ára. Harpa og Thelma tóku ákvörðun mjög snemma í sambandinu að eignast barn, en uppteknar kon- ur, í námi og öðru, gáfu sér góðan tíma í að hugsa ferlið út frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Við þurftum að anda að okkur smá hugrekki áður en við tókum af skarið og ákváðum að gera þetta. En eftir það tók ferlið ekki langan tíma,“ segir Harpa. „Þetta er búið að vera ógeðslega skemmtilegt ferli og alls engin eftirsjá. Þetta er í raun mjög einfalt mál frá byrjun. Við fengum barnaefni til þess að búa til barn,“ segir Thelma en þær stöllur eru í Víkurfréttaviðtali og segja þar skemmtilega frá fjölbreyttu lífi sínu. Sólborg Guðbrandsdóttir hitti þær og áhugavert viðtalið má finna á bls. 14–15. Mannréttindi að fá að vera maður sjálfur Harpa Jóhannsdóttir og Thelma Björk Jóhannesdóttir fengu barnaefni til að búa til barn „Ein mynd segir meira en þúsund orð“ HRINGBRAUT REYKJANESBÆ VIRKA DAGA HELGAR ALLTAF OPIÐ ALLTAF OPIÐ AFGREIÐSLUTÍMAR: Kaffi og nýbakaður kleinuhringur Glow-vörur Ljós handa þér á góðu verði Sítrónur, lime og mynta Ljósanótt hefst í Krambúðinni 298 KR -25% Krossmóa 4 | Reykjanesbæ Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Dagskrá Ljósanætur í miðopnu blaðsins! fimmtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.