Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Síða 2
Hvernig hafa viðbrögðin við Vargi
verið?
Þau hafa verið alveg hreint frábær. Fólk kemur
að fyrra bragði til að hrósa og ég hef heyrt sögur
af því að það hafi verið með andarteppu allan tím-
ann af spenningi. Ein þurfti að gera einhverjar
jóga öndunaræfingar í bílnum á leiðinni heim til
þess að ná sér niður eftir myndina.
Þetta er stærsta hlutverkið þitt í
stórmynd til þessa – hvernig var
reynslan frábrugðin þeirri sem hefur
verið í öðrum hlutverkum sem þú
hefur tekið að þér í gegnum tíðina?
Helsti munurinn var kannski sá að þurfa að ná utan
um allan tímann sem líður og skilja nákvæmlega á
hvaða stað karakterinn er líkamlega og andlega hverju
sinni. Ferðalagið sem hann fer í. Annars er kannski ekki
mjög mikill munur á því að leika aukahlutverk og aðal-
hlutverk. Maður þarf alltaf að vinna sömu vinnuna. Hins veg-
ar hefur maður meira úr að moða í stærri hlutverkum og
fleiri leiðir sem maður getur farið. En auðvitað er alltaf
skemmtilegra að leika stór hlutverk.
Íslenskar spennumyndir eiga það til að vera
misgóðar – hvað gerði Vargur rétt?
Vargur er ekki með neina stæla. Hún er mjög látlaus á yfir-
borðinu en undir niðri kraumar allt. Ástæðan fyrir því að hún
heldur manni svona held ég að sé að spennan slaknar aldrei.
Það er mikið í húfi allan tímann og allir karakterarnir eru að
berjast fyrir lífi sínu og annarra. Þó að hún sé spennumynd þá
fjallar hún líka um þessa tvo bræður og þeirra samband og
sögu og það finnst mér gefa henni aukastyrk. Hún dýfir tán-
um í dramað og styrkir þar með allar forsendur.
Hvað er í gangi hjá þér núna, í starfi og utan
þess?
Ég er að leggja lokahönd á tónlistarmyndband sem ég leik í
og leikstýri ásamt tveimur vinum mínum og vonandi kemur
það út fljótlega. Svo hef ég verið að leika í sjónvarpsseríu
sem er framleidd af HBO og Sky, og heitir Chernobyl.
Fyrir utan það er ég bara að skipuleggja næsta vetur og
skoða alla möguleika. Það er margt spennandi að gerast í
íslenskri kvikmyndagerð og vonandi kemur eitthvað fleira
á daginn úti líka. Svo er maður bara að reyna að koma
sér í almennilegt form fyrir sumarið.
BALTASAR BREKI SAMPER
SITUR FYRIR SVÖRUM
Öndunar-
æfingar í
bílnum
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Va
lli
Í PRÓFÍL
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama, stend-ur í lögum um mannanöfn. Bóndinn Sigurður Hlynur Snæbjörnssoner eflaust fær um að ákveða sjálfur hvort nafn hans er honum til ama,
enda er hann fyrir löngu orðinn sjálfráða. Þó er honum ekki treyst fyrir nafn-
inu sem hann vill helst bera. Hann má ekki heita Sigríður.
Reyndar er Sigurði, sem við skulum hér eftir kalla Sigríði, ekki neitað á
grundvelli áðurnefndrar lagagreinar, þótt hún sé talin upp í bréfi sem honum
var sent og hefur verið birt víða á vefmiðlum, heldur er honum neitað um
nafnið vegna þess að „stúlku skal
gefa kvenmannsnafn og dreng skal
gefa karlmannsnafn“ eins og stend-
ur á öðrum stað í lögunum.
Sigríður vill heita því nafni í
höfuðið á ömmu sinni en fær það
ekki því hann er víst ekki stúlka. Og
Sigríður er víst kvenmannsnafn og
hæfir aðeins stúlkum að mati stjórn-
valda.
Þetta mál Sigríðar vekur ótal
spurningar og varpar í raun enn
nýju ljósi á fáránleika þess að til séu
sérstök, og frekar ströng, lög yfir
mannanöfn. Hvað með rétt fólks til
að skilgreina kyn sitt eftir sinni upplifun? Í tilviki áðurnefndrar Sigríðar þá
snýst umsókn hans um nafnabreytingu reyndar alls ekki um kyn nafnberans,
þ.e. þótt hann vilji sannarlega heita Sigríður hefur hann engan áhuga á að
vera kona. Karlinn Sigríður er sáttur við það kyn sem honum var úthlutað við
fæðingu. En nafni sínu vill hann fá að breyta. Íslensk stjórnvöld taka það
hins vegar upp á sína arma að úthluta fólki samþykktum nöfnum og vilja
flokka þau og skilgreina eftir kyni. Öllum nöfnun er úthlutað sérstöku kyni
og svo þarf fólk að gjöra svo vel að passa inn í nafna- og kynjakerfið.
Stjórnarskráin segir að ekki megi mismuna fólki eftir kyni. Hvers vegna
sættum við okkur þá við að hægt sé að segja Sigurði að hann fái ekki að taka
nafnið Sigríður? Nafnið uppfyllir öll önnur viðmið sem sett eru. Það er gott
og gilt nafn, engum til ama og fellur vel að beygingarkerfi.
Sigríður bóndi á að sjálfsögðu að andmæla þessum ólögum og fara lengra
með málið. Kyn hans á ekki að hindra hann í að heita Sigríður. Hann á jafn-
mikinn rétt á þessu nafni og hver annar, burtséð frá kyni. Fyrir þeim aug-
ljósu réttindum ættu allir Sigurðar og Sigríðar þessa lands að berjast.
Af hverju þarf
að flokka nöfn
eftir kynjum?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bóndinn sem vill
heita Sigríður
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Sigríður bóndi á aðsjálfsögðu að andmælaþessum ólögum og faralengra með málið. Kyn hans
á ekki að þurfa að hindra
hann í að heita Sigríður.
Irma Hlynsdóttir
Nei. Ég horfi ekki á íþróttir.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú að
fylgjast
með HM í
fótbolta?
James Tómas Long
Já, ég mun halda með Íslandi því hitt lið-
ið mitt, England, á ekki góða möguleika,
en ég er hálfíslenskur og hálfenskur. Ís-
land er með betri stuðningsmenn.
Esther Steinson
Já, að sjálfsögðu. Ég mun fylgjast
með því í sjónvarpinu og er nokkuð
viss að við komumst áfram upp úr
riðlinum.
Óðinn Máni Gunnarsson
Já, auðvitað. Ég horfi alla vega á alla
Íslandsleikina og held pottþétt að
við komumst upp úr riðlinum.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson