Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018 Í niðurstöðu nefndarinnar sem rannsakaði matarsóun í Kanada segir að veitinga- staðir í Kanada gætu lagt sitt af mörkum til að minnka matarsóun. Slíkt væri hægt með því að minnka skammta og spyrja gesti hvort þeir vildu brauð með matnum í stað þess að bera það fram að fólki forspurðu. Á hlaðborðum ættu diskarnir að vera minni, eða skálarnar grynnri, svo fólk fengi sér ekki umfram það sem það borðaði. Sé horft til heimshluta er mestumatarsóun heims að finna íEvrópuríkjum, Bandaríkj- unum, Kanada og Ástralíu en síðast- nefnda landið hefur raunar vinning- inn yfir mestu matarsóara heims. Kanada er mjög ofarlega á lista; þar í landi fara um 40 prósent af öll- um þeim mat sem framleiddur er í landinu í ruslið, að andvirði 31 millj- arðs dollara. Í síðasta mánuði birt- ust sláandi niðurstöður nefndar um umhverfissamvinnu sem starfar undir NAFTA, fríverslunarsamn- ingi Norður-Ameríku. Samkvæmt þeim eru það um 400 kíló af mat, á hvern íbúa, sem enda í ruslinu áður en nokkur nær að neyta hans. Þar af hendir hinn almenni neytandi tæp- lega 180 kílóum af mat í ruslið ár- lega, veitingahús, matvöruverslanir og birgjar sjá um hitt. Þetta er talsverð aukning en Bandaríkjamenn, sem hafa verið stóru skrefi á undan í matarsóun, henda aðeins 19 kílóum umfram ná- granna sína á íbúa eða 415 kílóum. Á rúmum áratug hefur matarsóun í Kanada rúmlega tvöfaldast en sam- kvæmt opinberum tölum henti hver Kanadabúi 184 kílóum af mat á ári árið 2007. Yfirvöld í Kanada hafa þó reynt að bregðast við og finna rót vandans og í vikunni birtust niðurstöður rann- sóknar sem samtökin The National Zero Waste Council stóðu fyrir en tilgangur hennar var meðal annars að skoða af hverju matvæli Kanada- manna enda í ruslafötunni. Þær niðurstöður sýna að Kanadamönn- um gengur illa að lesa og skilja dag- setningar á matvælum og henda mat sem er enn í lagi vegna þess. Einnig hræðast þeir að bragða á matvöru sem er komin rétt fram yfir „best fyrir“-dagsetningu af ótta við að var- an sé hættuleg heilsu þeirra og þeir fái einhvers konar matareitrun. Heil vara endar í ruslinu Vandinn er því bæði bundinn við að fólk hendir matvælum af hræðslu og, eins og rannsóknin leiddi í ljós, þá eru merkingar matvæla oft mjög villandi og illskiljanlegar, fólk á í erfiðleikum með að finna út hve lengi matvaran er heil. Einn af höf- undum skýrslunnar, Denise Phil- ippe, sagði í viðtali við kanadíska fjölmiðilinn Global News að fólk skildi hreinlega ekki hvað á matvæl- unum stæði. „Neytendur hafa oft ekki hug- mynd um hvað tölustafirnir og dag- setningarnar eiga að tákna. Það get- ur staðið „best fyrir 1/3“ og þá er ekki ljóst hvort átt er við 3. janúar eða 1. mars,“ sagði Philippe og segir að það skorti samræmingu og skýr- leika á því í Kanada hvernig texta á að nota og framsetningu dagsetn- ingar. Einnig sé óljóst hvort dag- setningin þýði að hún sé hreinlega skemmd eftir stimplaða dagsetningu eða bragðist kannski bara best fyrir hana þótt maturinn sé heill. Afleiðingin er sú að vara sem er í fullkomnu lagi endar ýmist í rusli heimila eða matvöruverslana en 47 prósent þeirrar matvöru sem hent er kemur frá heimilishaldi hins al- menna borgara. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að afar brýnt sé að yfirvöld setji reglur um hvernig dagsetn- ingar eru settar fram á samræmdu stöðluðu formi en stingur einnig upp á ýmsum ráðstöfunum. Hún bendir á að hægt væri að setja reglur um að matvælum skuli einnig pakkað í minni einingar fyrir minni fjöl- skyldur þar sem tals- verð matar- sóun á sér stað. Einnig að skoða hvort hægt væri að setja reglur um eitt algengasta markaðsbragð síðari tíma; tvo fyrir einn af hinum og þessum vörum. Þá er bent á hvernig hægt er að nýta gamlar matvörur í að útbúa nýjar, og brauðafganga til að brugga bjór líkt og gert hefur verið hérlendis. Mikil umhverfisáhrif Yfirvöld í Kanada hafa sett árið 2030 sem markmiðsár í þessum efnum en að 12 árum liðnum er ætlunin að matarsóun hafi minnkað um helm- ing. Þau eru einnig að skrifa stefnu- markmið sem á að taka á matarsóun sem verður kynnt þjóðinni bráðlega og þá er þjóðarátak fyrirhugað þar sem ætlunin er að kenna fólki að kaupa skynsamlegar inn og henda minni mat. Afleiðingarnar eru ekki aðeins í peningasóun heldur hefur þetta mik- il umhverfisáhrif, losun gróðurhúsa- lofttegunda er umtalsverð, eða um 21 tonn á ári, þar sem umframmatur er urðaður í landfyllingar. Tvöfalda só- un á 10 árum Kanadamenn eru í hópi þeirra sem verst standa sig í að fara vel með mat. Stór þáttur í því að mat- varan þeirra endar í ruslinu eru lélegar merkingar. Veitinga- staðirnir Getty Images/iStockphoto Matarsóun er vaxandi vandamál í Kanada en yfirvöld vinna að því að setja sér skýr stefnumarkmið í þeim málum. ’ Að henda mat er svipað því að stela mat af borði þeirra sem eru fátækir og svangir. Frans páfi ERLENT JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is NÍKARAGVA MASAYA Á einum mánuði hafa að minnsta kosti 86 fallið og 860 særst í óeirðum í Mið-Ameríkurík- inu Níkaragva. Upphaf mótmæl- anna má rekja til niðurskurðar í velferðarmálum og fámennra mómæla ellilífeyrisþega sem breyttust í ofsafengin átök en yfi r- völd og hópar sem hliðhollir eru ríkisstjórninni brugðust hart við og beittu barsmíðum. Í kjölfarið gengu þúsundir almennra borgara til liðs við mótmælendurna. BRETLAND MANCHESTER Enski knattspyrnu- maðurinn Raheem Sterling hefur þurft að verja ákvörðun sína um nýtt húðfl úr sem er byssa á hægri fæti, M16-riffi ll. Hann segir húðfl úrið hafa djúpstæða merkingu en faðir hans var skotinn til bana þegar Sterling var ungur. Gagnrýnendur, svo sem hópar sem berjast gegn byssueign hafa gagnrýnt Sterling, sem leikur með Manchester City. FRAKKLAND GAP Sjálfboðaliði hjá Amnesty International, Martine Landry, kom fyrir dómara í Frakklandi í vikunni en hún er ákærð fyrir að hafa aðstoðað tvö afrísk ungmenni við að koma inn í landið á ólög- legan hátt. Landry er 73 ára gömul en dómsmálið gegn henni er það fyrsta í Frakklandi gegn sjálfboða- liða Amnesty sem hefur veitt fl óttafólki aðstoð við að komast inn í landið. BANDARÍKIN FLÓRÍDA Tölvuleikur sem snýst um að leikmenn hefja skot- hríð í skóla er harðlega gagnrýndur af foreldrum fórnarlamba slíkra árása sem og stjórnmálfólki. Leikurinn, Active Shooter, er væntanlegur á markað 6. júní en framleiðandi hans er Valve. Á vefnum gengur áskorun sem meira en 100.000 manns hafa skrif- að undir um að framleiðendur hætti við útgáfu hans.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.