Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018 VETTVANGUR Núgildandi aðferð við álagn-ingu veiðigjalds er aðmörgu leyti gölluð. Álagn- ing gjaldsins er í engum takti við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja þegar gjöldin eru lögð á, enda byggð á tveggja til þriggja ára gömlum upplýsingum. Þá hafa komið fram réttmætar ábendingar um að álagningin sé að hluta byggð á óáreiðanlegum gögnum. Afleið- ingarnar birtast í flókinni og ófyrir- sjáanlegri gjaldtöku sem er sér- staklega slæmt í ljósi þess að sjávarútvegur býr við umhverfi sem getur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Það hefur enginn hag af því að búa einni af und- irstöðuatvinnugreinum okkar Ís- lendinga skilyrði sem þessi. Innantómir frasar Frumvarp meirihluta atvinnuvega- nefndar Alþingis um endur- ákvörðun veiðigjalds fyrir árið 2018 hefur það meginmarkmið að færa álagningu gjaldsins nær í tíma í stað þess að byggt verði á upplýs- ingum frá árinu 2015. Að miða þannig við nýrri upplýsingar sem fyrir liggja og endurspegla betur afkomu fyrirtækjanna. Sú breyting er fullkomlega eðlileg, enda hefur verið samhljómur meðal allra flokka um að nú- verandi fyr- irkomulag sé óboðlegt. For- maður Við- reisnar tók til að mynda undir það sem sjávar- útvegsráðherra í viðtali við RÚV síðastliðið sumar: Ég held að það sé eitthvað sem við hljótum að taka til endur- skoðunar, reyna að hafa gögnin þannig að þau lýsi núverandi ástandi en ekki einhverju sem var fyrir einhverjum árum. Við breytinguna kemur í ljós að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hef- ur stórversnað á undanförnum árum. Þannig hefur EBITDA- afkoma þeirra fyrir árið 2017 lækk- að um 20-37% frá fyrra ári sam- kvæmt úttekt Deloitte. Þá kemur fram í áliti veiðigjaldsnefndar að framlegð við veiðar hafi lækkað um 15-35%. Þetta eru staðreyndir málsins. Innantómir frasar á Alþingi um grímulausa hagsmunagæslu eru einfaldlega rangir. Það væri ósk- andi að þingmenn sem hæst hafa í þessari umræðu myndu treysta sér í efnislega og málefnalega umræðu um staðreyndir og þær áskoranir sem blasa við í stað þessa að þyrla upp ryki. Í því samhengi má nefna að formaður Viðreisnar hafði, sem sjávarútvegsráðherra, forgöngu um að Deloitte færi í téða úttekt á rekstrarstöðu sjávarútvegsfyrir- tækja og studdi breytingar, eins og ummælin hér að framan eru til vitnis um. Ótrúlegur málflutningur formanns og annarra þingmanna Samfylkingarinnar væri síðan efni í heila blaðagrein til viðbótar. Heildarendurskoðun stendur yfir Frumvarp atvinnuveganefndar fel- ur í sér sértæka aðgerð til að lag- færa að hluta ágalla á álagningu gjaldsins og bregðast við þeirri staðreynd að rekstrarafkoma sjávarútvegs- fyrirtækja hefur versnað veru- lega. Jafnframt tryggir frum- varpið að lagt verði á veiði- gjald síðustu fjóra mánuði ársins en að óbreyttum lög- um er sú heimild ekki fyrir hendi. Fyrir liggur að heildarendur- skoðun á lögum um veiðigjald stendur yfir og er ráðgert að ljúka henni á haustþingi. Ég bind vonir við að með þeirri endurskoðun náist meiri sátt um framtíðarfyrirkomu- lag gjaldtökunnar. Þannig verði tryggt að þjóðin fái hlut af arðsemi auðlindarinnar en á sama tíma að sjávarútveginum í heild verði gert kleift að vaxa og dafna. Greiðsla veiðigjalds taki þannig tillit til af- komu sjávarútvegsfyrirtækja og að gjaldið verði einfalt, stöðugt og fyrirsjáanlegt. Þannig tryggjum við líka hagsmuni þjóðarinnar allrar til lengri tíma. Staðreyndir um veiðigjald ’Innantómir frasar áAlþingi um grímu-lausa hagsmunagæslueru einfaldlega rangir. Það væri óskandi að þingmenn sem hæst hafa í þessari umræðu myndu treysta sér í efnislega og málefnalega umræðu um staðreyndir og þær áskor- anir sem blasa við í stað þessa að þyrla upp ryki. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Morgunblaðið/Alfons Sólmundur Hólm dagskrár- gerðarmaður tísti um fyrri störf: „Ég efast ekkert um að ég sé á réttri hillu en ég hugsa samt oft um hvað ég var góður á kassanum í Heiðrúnu 2004. Glaðlegur (samt ekki óþolandi hress) og skannaði búsið hratt. Fólk gekk brosandi út úr búðinni og inn í neysluna.“ Sóla, eins og hann er allaf kallaður, var þá bent á að hann væri enn við sama heygarðshornið, enn að skilja fólk eftir brosandi og Sóli bætti þá við: „Reyndar mjög góður punktur. Nema í dag heimtar fólk að ég sé fyndinn. Það var bara bónus í Heiðrúnu.“ Una Sighvatsdóttir fjölmiðla- kona tísti um ferðalag sitt í Suður- Ameríku: „Var stoppuð í hliðinu á La Paz-flugvelli í morg- un með bæverskan vasahníf í handfar- angri. Mín mistök. Svo ég fór á kló- settið, vafði hnífinn í pappír og skorð- aði hann fastan í glufu undir vask- borðinu. Spennt að sjá hvort hann verður þar enn eftir viku þegar ég sný aftur til La Paz.“ Eiríkur Rögnvaldsson íslensku- prófessor skrifaði á Facebook um strætóferð sína. Eiríkur „fór í strætó í morgun sem ég geri annars sjaldan af því að ég á heima þriggja mínútna gang frá vinnustað. Þá tók ég eftir límmiðunum sem sjást á meðfylgj- andi mynd. Þetta er leiðbeiningar- texti fyrir fólk í hjólastól – á ensku. Mér finnst þetta óviðunandi og óþolandi – af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta óvirðing við farþega og getur jafnvel skapað hættu. Búast má við að í hjólastól sé m.a. eldra fólk sem skilur ensku ekki endilega vel. Þegar um er að ræða öryggisleiðbeiningar eins og í þessu tilviki er auðvitað meginatriði að þær séu skýrar og skiljanlegar. Í öðru lagi er þetta skýrt brot á ís- lenskri málstefnu og málstefnu Reykjavíkurborgar þar sem kveðið er á um að allar upplýsingar opin- berra aðila (sem Strætó bs hlýtur að teljast) séu á íslensku. Hins vegar er sjálfsagt að textinn sé líka á ensku til að koma til móts við fólk sem ekki skilur íslensku enda er það í sam- ræmi við málstefnu borgarinnar. Í þriðja lagi er þetta dæmi um það hvað við erum orðin ónæm fyrir enskunni allt í kringum okkur. Þótt ég fari ekki oft með strætó hef ég örugglega séð þessa límmiða oft áður. En enskan er orðin svo alltum- lykjandi að við tökum ekki lengur eftir því hvort við erum að lesa texta á íslensku eða ensku. Það er hættulegt – ef við viljum halda í ís- lenskuna.“ Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, deildi bréfi frá skólanum þar sem segir frá að allt stefni í metaðsókn í nám við HA haustið 2018. Um 50% aukning er á heildarfjölda um- sókna og nærri tvöföldun í um- sóknum um kenn- aranám. „Gleðilegt að fá bréf frá HA með upplýsingum um mikla fjölgun umsókna um kennaranám.“ Pétur Jónsson tónlistarmaður tísti um lokun veitingastaðarins Borðsins. „Hverju sem um er að kenna þá eru þetta sorgleg endalok. Þetta var góður staður og ég versl- aði eins mikið og ég hafði efni á þarna því að það er eina leiðin til að halda í góðar verslanir og þjónustu í hverfunum okkar.“ AF NETINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu Ný kynslóð málningarefna SUPERMATT Almött þekjandi viðarvörn Djúp og falleg áferð – ekkert endurkast

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.