Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Side 12
Kunna ekki að nota klósett „Einhverjir kunna greinilega hvorki mannasiði né að nota klósett.“ Skilaboð á fésbókarsíðu sem Miðaldadagar á Gásum halda úti en skemmdarverk voru unnin á salernis- aðstöðu sem komið hefur verið upp skammt frá minjum eina verslunar- staðarins á Íslandi frá miðöldum. Fær ekki frið fyrir orðum „Stundum fær maður ekki frið fyrir orðum og stundum fær maður al- gjörlega frið fyrir þeim.“ Kristín Ómarsdóttir, sem hlaut ljóða- bókaverðlaunin Maístjörnuna í ár. Koma ekki í stað BF „Við erum ekki að koma í stað Bjartrar fram- tíðar. Við erum að fara að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, sem hafið hefur formlegar viðræður við gamla meirihlutann í borginni. Óskráðar reglur „Hvaða óskráðar reglur og hefðir gilda um störf þingmanna? Skriflegt svar óskast.“ Svo hljóðar fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. Endurtók leikinn Valgarð Briem, sem skipti fyrst- ur manna úr vinstri yfir í hægri umferð árið 1968, endurtók leikinn hálfri öld síðar í vikunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon VIKAN SEM LEIÐ VETTVANGUR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018 Það er svo skemmtilegt að heimurinn samanstenduraf reglum sem er ekki hægt að breyta. Massi allser alltaf sá sami, við munum öll deyja, tveir plús tveir eru fjórir og það er ekki hægt að sleikja á sér oln- bogann. Við getum treyst þessu. Sumir treysta meira að segja öðrum reglum eins og að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis eða enska landsliðið verði aldrei heimsmeistari í fótbolta. Það er kannski ekki alveg jafn öruggt. En reglan er sú að við höfum reglur. Framboð og eftirspurn og sigur og tap. Nema í pólitík. Þá á síðari reglan ekki við. Og jafnvel stundum ekki sú fyrri heldur. Um síðustu helgi kusum við og flokkunum gekk mis- jafnlega eins og gengur. En eins merkilegt og það hljóm- ar þá sigruðu flestir flokkar en enginn tapaði. Í Silfrinu sat fluggáfað fólk sem lét eins og langt komnir fjár- hættuspilarar sem muna bara eftir því þegar þeir græddu en geta ómögulega munað eftir því að hafa nokkurn tímann tapað. Samt segir það sig sjálft. Tveir stórir flokkar sem eiga sæti á Alþingi buðu fram í fyrsta sinn í sveitarstjórnum, auk nokkurra smærri. Þeir fengu slatta af atkvæðum sem segir að einhver hlýtur að hafa haft þau áður. Í stað þess að viðurkenna það þá fara menn með langar ræður um að flokknum þeirra hafi nú gengið vel í Árborg eða Borgarnesi eða Blönduósi. Sex framboð í Reykjavík náðu ekki einu prósenti og þrjú þeirra náðu ekki einu sinni lágmarksfjölda með- mælenda, sem er 160 manns. Töpuðu þau? Ekki að ræða það! Þetta er ekki einhver ákvörðun sem er tekin í veip- fylltum bakherbergjum. Þetta eru ósjálfráð viðbrögð í ís- lenskum stjórnmálum (og mögulega úti um allan heim). Þau eru tilkomin vegna þess að enginn vill viðurkenna að hafa tapað. Það vill enginn vera sá sem lendir í fyrirsögn sem and- lit þess sem tapaði. Alveg sama hvað við tölum mikið um að vera heiðarleg og viðurkenna mistök. Því er aldrei tekið þannig. Aldrei búast við því að einhver segi: „Það er drengilegt að viðurkenna þetta.“ Það eina sem gerist er að andstæðingar þínir munu nudda þér upp úr því og þú verður fyrirsögnin. Sá sem viðurkennir og horfist í augu við tap, sem er reyndar yfirleitt bara tímabundin lægð frá venjulegu kjarnafylgi, verður andlit taparans. Vandinn liggur í því að þegar stjórnmálamenn viður- kenna mistök þá er þeim yfirleitt velt upp úr þeim. Sem gerir það svo að verkum að slíkt gerist nánast aldrei. Jafnvel þótt ein reglan í viðbót væri að stjórnmálamenn séu líka mannlegir og geti gert mistök. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að okkur tókst að halda kalda stríðinu lifandi löngu eftir að múrinn féll. Það vildi enginn játa það að hafa mögulega haft rangt fyrir sér til að forðast að vera nuddað upp úr því um ald- ur og ævi af sigurvegurunum. Afi minn sagði mér þegar ég var lítill strákur að það skipti miklu máli að kunna að tapa en það skipti jafnvel meira máli að kunna að vinna. Þegar við lærum það má kannski búast við því að einhver fáist til að viðurkenna ósigur í kosningum. Listin að tapa og vinna Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is ’Þetta er ekki einhver ákvörðun sem er tekin í veipfylltum bakherbergjum. Þettaeru ósjálfráð viðbrögð í íslenskum stjórnmálum (og mögulega úti um allan heim).Þau eru tilkomin vegna þess að enginn vill viðurkenna að hafa tapað. UMMÆLI VIKUNNAR ’Ég er á réttri braut ennþá oger mjög bjartsýnn á að veraklár fyrir Argentínuleikinn. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem glímt hefur við meiðsli. Ein öflugustu meltingarensím ámarkaðnum í dag l Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. l Betri melting, meiri orka! l Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans), Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase). l Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum. l 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða annarra flæðiefna. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og Fræinu Fjarðarkaupum. Mér finnst gott að fá mér bjór með pizzu en því miður þá verð ég alltaf útþaninn eftir það. Ég að prófaði að taka „Digest Gold“ fyrir máltíðina og viti menn, það bara svínvirkaði! Haraldur Egilsson, 46 ára sjómaður og ævintýragjarn matgæðingur Það bara svínvirkaði! Digest Gold Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem,loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Stóll 38.000 Stóll 38.000 Borð 27.000 Borð 27.000 Sessa 4.500fasteignir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.