Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 16
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018
A
lbert Guðmundsson var enn hvít-
voðungur þegar fjölmiðlar tóku
að skrifa um hvað drengurinn
ætti að heita, hvort það væri
ekki augljóst að hann yrði
nefndur eftir langafa sínum og fyrsta atvinnu-
manni Íslendinga í knattspyrnu, Alberti Guð-
mundssyni, síðar ráðherra og sendiherra.
Pressan var þó lítil frá fjölskyldunni þótt
drengurinn endaði á að fá nafn langafa. Tví-
tugur er Albert að feta kannski ekki ósvipuð
spor og langafi hans, hann er í atvinnu-
mennsku í Hollandi með PSV Eindhoven og
fékk einstakt tækifæri til að æfa erlendis að-
eins 16 ára gamall. Með landsliðinu fer hann
svo á heimsmeistaramótið í Rússlandi í júní.
Daníel Ólafsson heiti ég
Hæfileikarnir koma ekki á óvart ef Kári Stef-
áns er hafður með í för. Albert er samsuða af
genum afreksfólks í knattspyrnu sem allt hef-
ur leikið með landsliðunum. Faðir hans er
knattspyrnumaðurinn og íþróttalýsandi Ís-
lands, Guðmundur Benediktsson. Móðir Al-
berts, Kristbjörg Ingadóttir, lék með landslið-
inu í knattspyrnu. Faðir Kristbjargar, Ingi
Björn Albertsson, var lengi markahæsti leik-
maðurinn í íslenskri knattspyrnu og svo er það
langafinn Albert, sem lék meðal annars með
AC Milan og Arsenal. Albert var farinn að elta
bolta um leið og hann gat skriðið.
Að ná árangri í íþrótt gerist þó sjaldnast bara
með góðum genum, það þarf líka gott atlæti
eins og foreldrar Alberts hafa veitt honum.
Móðir Alberts, sem alltaf er kölluð Krissa, býð-
ur blaðamanni í snúða og kaffi einn úrvalsrign-
ingardag maímánaðar og kærasta Alberts,
Guðlaug Elísa, sest niður með okkur, en Guð-
laug býr úti með Alberti og er bæði í vinnu og
fjarnámi við Háskóla Íslands í efnaverkfræði.
Albert er nýlentur og farinn að æfa með lands-
liðshópnum. Við ætlum að kynnast Alberti bet-
ur, að sjálfsögðu í gegnum hann sjálfan en það
skaðar aldrei að komast ofan í kjarnann með
hjálp mæðra. Krissa hefur sjálf bæði spilað fót-
bolta og þjálfað í gegnum tíðina en í dag starfar
hún sem umsjónarkennari í Brúarskóla.
Hvernig barn var Albert?
Krissa: „Albert var allt of fljótur að skríða,
allt of fljótur að standa upp og allt of fljótur að
fara að ganga. Sex mánaða gamall var hann
staðinn upp og gekk átta mánaða. Þegar hann
var tveggja ára sparkaði hann svo fast og
ákveðið í boltann að hann braut ljósakrónu í
stofunni. Eins og er með fyrsta barn áttaði
maður sig ekkert á vandræðunum og klappaði
saman höndunum yfir því hvað hann var dug-
legur. Svo fattaði maður að það að elta svona
orm, með óþroskaða rýmisgreind, yrði vinna.
En hann var með afar gott geðslag og það var
auðvelt að eiga við hann þótt hann væri fjör-
kálfur.
Albert lék sér eiginlega ekki með leikföng,
hann vildi bara elta bolta, og svo kynnti hann
sig fyrir öllum sem Daníel Ólafsson.“
Daníel Ólafsson? Ha?
„Hann hélt upp á bíómyndina Löggulíf og
vildi bara vera Daníel.“
Elti Albert til Hollands
Fyrstu minningarnar um fótbolta, Albert?
Albert: „Fyrstu minningarnar snúast um að
fara með pabba, þriggja til fjögurra ára, á æf-
ingar á KR-vellinum, horfa á og tína saman
bolta. Ég var um tíma lukkudýr KR, litla ljónið,
og hljóp þá út um allt í búningnum. Hef verið
heillaður af fótbolta frá því ég man eftir mér.“
Krissa: „Það kom einhvern veginn aldrei
neitt annað til greina í huga Alberts. Við
Gummi vorum bæði á fullu í fótbolta þegar
hann fæddist, ég hafði alltaf verið í Val en
skipti yfir í KR þar sem það hentaði okkur bet-
ur, ég gat þá tekið hann með á æfingar og
barnapían kom þangað. Við sáum strax á
fyrstu æfingum Alberts að hann hafði alveg
sérstakan fókus. Það voru ekki allir tilbúnir að
vera á fótboltaæfingunni og fannst spennandi
að ganga á eftir bláu og grænu línunum í
íþróttasalnum. Albert var hins vegar mættur
til að spila fótbolta og ekkert annað og neitaði
að fara í vesti yfir búninginn því á honum stóð
Zidane og hann var Zidane.“
Albert: „Ég fór í gegnum nokkur svona
tímabil og á því tímabili sem ég dýrkaði Beck-
ham keypti ég mér alla búningana sem hann
átti og fékk mér eins hárlit.“
Krissa: „Albert fór í körfubolta níu ára með
fótboltanum og var frábær í körfu líka og hefði
alveg getað tekið það skref. En þeir sem þjálf-
uðu hann í körfunni sögðu alltaf: Við vitum al-
veg að hann verður fótboltamaður. – Það var
einhvern veginn bara vitað.“
Nú hefur mamma þín lýst þér, Albert, en
hvernig er mamma þín?
Albert: „Mamma er ofurmamma. Ég á
þrjár yngri systur sem allar spila fótbolta og
hún er mætt á öll fótboltamót, þótt þau séu öll
á sama tíma. Þá er hún bara einhvern veginn á
þremur stöðum í einu. Hún hefur eiginlega
bara alltaf gert allt fyrir okkur, og oft ein þar
sem pabbi er að vinna lengi, fram á kvöld í
tengslum við íþróttalýsingar og slíkt.
Það sem er mikilvægt er að hún er ekki bara
til staðar þegar vel gengur heldur líka þegar
við eigum slæma daga, þá er hún þarna líka til
að klappa okkur á bakið og styrkja.
Ég held að ég átti mig alveg á því að það eru
ekki allir svo heppnir að bæði eiga mömmu og
það góða mömmu. Kannski kom það best í ljós
þegar hún flutti út til mín til Hollands, sem
mér þótti reyndar svolítið augljóst skref. Úti
hélt hún þessu áfram, sótti mig og keyrði á all-
ar æfingar.“
Krissa: „Ég flutti út í eitt ár, 2015. Albert
hafði þá verið úti í tvö ár, að spila með Heer-
enveen frá 16 ára aldri en hafði þá verið svo
heppinn að búa hjá hollenskri fjölskyldu sem
hélt vel utan um hann. Þegar hann var keyptur
til PSV stóð til að hann myndi búa einn og okk-
ur foreldrunum fannst Albert ekki alveg tilbú-
inn í það. Ég fór því út með systur hans þrjár
og Gummi var heima, en flaug til okkar þegar
færi gafst. Það var mjög gaman að fara út og
ná að skilja umhverfi Alberts betur þótt það
reyndi svolítið á systur hans, sem söknuðu
pabba síns. Ég flutti heim þegar kærasta Al-
berts flutti út en viðurkenni að sakna þess svo-
lítið að vera í kringum hann. Ég er búin að
fylgja honum eftir síðan hann byrjaði í fótbolta
og finnst oft rosalega erfitt að geta ekki mætt
á leikina hans því það hef ég gert alla tíð. Fyrst
eftir að Albert flutti út löbbuðum við foreldrar
„Ég er búin að fylgja honum eftir síðan
hann byrjaði í fótbolta og finnst oft rosa-
lega erfitt að geta ekki mætt á leikina
hans því það hef ég gert alla tíð. Fyrst eft-
ir að Albert flutti út löbbuðum við for-
eldrar hans oft niður á KR-völl, stóðum
og horfðum á vini hans spila í sárabætur
og tókum andköf af tilfinningasemi.“
Morgunblaðið/Eggert
Fótboltauppeldi landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar hefur verið í öruggum höndum, meðal annars
móður hans, fyrrverandi landsliðskonunnar Kristbjargar Ingadóttur.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Faðir Alberts er Guðmundur Benediktsson
og það er stutt í góð ráð og faðmlög frá
foreldrunum á vellinum.
Albert og ofurmamman