Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 18
Feðgarnir snæða pítsu og fara yfir leik Alberts
með U21.
hans oft niður á KR-völl, stóðum og horfðum á
vini hans spila í sárabætur og tókum andköf af
tilfinningasemi.“
Var ekkert skrýtið þegar mamma fór heim?
Albert: „Svolítið jú, en þá kom kærastan
mín og það var líka ágætt að fá smá persónu-
legt speis. Fyrst þegar ég flutti út var auðvitað
erfitt að vera frá fjölskyldu og vinum en það
vandist hægt og rólega og það hjálpaði að auð-
velt var að vera í sambandi í gegnum Skype
sem ég nýtti mér mikið til að tala við mömmu
og pabba og systur mínar. Mömmu fannst
voða gott að hringja í mig þegar hún var að
elda kvöldmat, sérstaklega þegar ég var einn.“
Krissa: „Þá var ég að leiðbeina honum í
eldamennskunni stundum: „Settu aðeins meiri
mjólk þarna og hrærðu nú vel,“ og þannig fór-
um við í gegnum matargerðina saman.“
Tókstu einhvern tímann þá ákvörðun,
Krissa, að verða svona mamma?
Krissa: „Ég er alin upp í stórum systkina-
hópi og er elst svo ég þekki hlutverkið vel. En
mér finnst þetta hafa mikið uppeldislegt gildi;
að fylgja börnunum sínum eftir, bæði þegar
vel gengur og illa. Þau misstíga sig eins og við
öll og þá er mikilvægt að vera til staðar. Það er
ekkert mál að standa á hliðarlínunni þegar vel
gengur en það er mikill skóli fyrir börnin og
foreldra að fara í gegnum mistökin. Þau þurfa
að læra að vinna, að tapa, vera sanngjörn og
heiðarleg.
Við foreldrarnir höfum
alveg þurft að draga þau
afsíðis og benda þeim á
eitthvað eftir leiki, hvort
sem það er tapleikur eða
sigurleikur. Við hrósum
þeim fyrir það sem þau
gera vel en bendum þeim
líka á það sem miður fór,
hvort þau hefðu getað gert
öðruvísi einhvers staðar
eða sleppt því að tuða þarna, svo dæmi sé tekið.
Því finnst mér mikilvægt að vera í augnablikinu
með þeim því það er ekki alltaf hægt að spóla til
baka eða segja: Var það rétt sem ég heyrði að
þú hefðir gert þetta og hitt? Ef við erum þarna
og sjáum sjálf hvað er að gerast getum við grip-
ið þetta strax. Þetta hafa verið lítil atvik eins og
að á einu móti skoraði Albert og pabbi hans tal-
aði við hann eftir á og sagði honum að þetta
hefði verið frábært mark en hann hefði gleymt
að fara og þakka stráknum sem lagði markið
upp, enda snýst þetta alltaf um heildina.“
Albert: „En af því að ég er búinn að tala um
mömmu og svo ég komi að pabba þá hefur
hans aðferð verið að tala við mig á rólegum
nótum um hvað ég geti bætt í mínum leik.
Mamma hefur meira verið í því að ég eigi að
setja klærnar út og bíta frá mér. Hún er alveg
glerhörð í því. En þetta er mjög gott mix, hvað
mamma og pabbi eru ólík í sinni nálgun. Svo
koma systur mínar sterkar inn.“
Það er greinilega kært með þeim systkinum.
Yngri systur hans setjast í kringum okkur og
fylgjast með öllu sem fram fer af áhuga.
Var mikil afastelpa
Í gömlu viðtali talaðir þú um að þú ætlaðir að
komast í lið Barcelona, Albert.
Albert: „Ætlaði? Þú meinar ætlar.“
Krissa: „Ég reyndi nú mjög oft að ræða
þetta við hann, þetta gerðist ekki alltaf eins og
maður vildi.“
Albert: „Mamma og pabbi minntu mig
reglulega á að ef ég vildi láta þessa drauma
rætast yrði ég kannski að sleppa einhverju í
staðinn, böllum í skólanum og að hanga lengi
fram eftir með vinum mínum. Mér fannst það
ekkert mál því það var fyrir fótboltann.“
Krissa: „Albert fékk einstakt tækifæri til að
fara út og æfa, aðeins 14 ára gamall, með liðum
eins og Liverpool og Arsenal. Þá þéttist ramm-
inn auðvitað svolítið kringum hann og hann sá
að atvinnumennska var möguleiki. Þegar hann
fór út 16 ára lögðum við mjög hart að honum
að gera sér grein fyrir að það yrði enginn at-
vinnumaður 16 ára gamall, þetta væri ekkert
komið og úti í þessum stóra heimi er enginn
sem hjálpar manni, þú ert þarna upp á eigin
spýtur og aðeins manns eigið vinnuframlag
kemur manni lengra, í mjög hörðum heimi. En
þarna fékk hann einstakt tækifæri til að kom-
ast nær markmiði sínu.“
Er annars aldrei deilt um boltann á heim-
ilinu?
Albert: „Það er helst við pabbi sem erum
aðeins ósammála. Pabbi er meira fyrir Man-
chester United en ég held með Arsenal.“
Krissa: „Þetta var allt í lagi í fyrstu, Albert
hélt upp á Beckham sem spilaði á þeim tíma
með United en svo fór ég að fara með Albert
um helgar til fjölskyldu minnar, þegar Gummi
var upptekinn við að lýsa leikjum. Fjölskylda
mín er gallhart Arsenal-fólk enda spilaði afi
með liðinu. Það er alltaf svakaleg stemning um
helgar þegar pabbi og bræður mínir hittast og
Albert datt inn í þá stemningu. Það hefur farið
svolítið í taugarnar á Gumma, sem er alltaf að
reyna að ná honum til baka í sitt lið.“
Talandi um föðurafa þinn, Krissa, og langafa
þinn, Albert, varstu meðvitaður um þá goð-
sögn sem hann var í knattspyrnunni hann
nafni þinn? Hvað hefðirðu viljað ræða við
hann?
Albert: „Hann lést á 71. aldursári, nokkrum
árum áður en ég fæddist, svo ég hef bara sögur
af honum. Af þeim er ekki hægt að greina neitt
annað en hann hafi verið mjög góður knatt-
spyrnumaður og ég er stoltur af því að bera
nafnið hans. Ég myndi vilja ræða allt milli him-
ins og jarðar við hann; hans sögu, hvernig
hann varð atvinnumaður í knattspyrnu, hvern-
ig hann fór út til Bretlands fyrst og fremst til
að fara í nám og svo er einhver sem spottar að
hann er allt of góður til
að vera bara að spila með
einhverju skólaliði. Og
hvernig hann náði að
vinna sig upp.“
Var Albert mikill afi,
Krissa?
Krissa: „Hann var mér
mikill afi, með sinn breiða
faðm og stóra vindil. Það
var ákaflega gaman að
spjalla við hann, var mjög beinskeyttur. Ég
gisti gjarnan um helgar hjá ömmu og afa á
Laufásveginum og fór þá snemma á fætur með
afa og við fórum í morgunmat á Borgina þar
sem hann hitti „mafíuna“ sína, eins og hann
kallaði það. Afi minn var mikill Valsari en við
tókum samt alltaf sama hringinn í sunnudags-
bíltúrnum eftir morgunmatinn á Borginni og
keyrðum alltaf framhjá KR-vellinum, þá var
KR-heimilið bara braggi. Afi byrjaði í KR sem
smástrákur en færði sig svo yfir í Val og hann
bar því alltaf taugar til KR líka. Við enduðum
svo alltaf á Valssvæðinu, þar sló hjarta hans.“
Í pressunni nokkurra vikna
Varstu ákveðin í að frumburðurinn yrði nefnd-
ur Albert?
„Nei, það var ekki neglt niður. Ég eignaðist
Albert 15. júní, þegar Gummi var á fullu að spila,
og sumarið leið. Ég var einhvern tímann búin að
segja við sjálfa mig að ef við eignuðumst strák
myndi ég leyfa Gumma að velja nafnið. En vissi
líka að ef ég væri ekki sátt myndi ég alltaf segja
nei! En svo var smá pressa líka því við hefðum
getað gefið pabba Gumma, Benedikt Guðmunds-
syni, alnafna líka. Pressan var ekki frá fjölskyld-
unni, það voru meira fjölmiðlar. Það var skrifað í
blöðin að nú gæti orðið til alnafni afa en fyrir
norðan, þaðan sem fjölskylda Gumma er, að
þetta gæti orðið lítill alnafni föðurafans.
Um haustið þegar við setjumst niður að ræða
þetta segir Gummi við mig að sig langi til að
láta skíra hann Albert. Mér fannst það auðvitað
alveg dásamlegt en benti honum á að við gæt-
um gefið pabba hans nafn. Gummi svarar:
Benedikt kemur næst. Síðan þá hafa þrjár
stelpur fæðst. Tilviljun réð því svo skemmtilega
að skírnardaginn bar upp á fæðingardag afa.“
Af hverju hefurðu lært mest í fótboltanum,
Albert, og hvernig stúderarðu hann?
Albert: „Fyrir utan pabba og mömmu hef
ég tekið sitthvað inn frá mjög mörgum. Ef ég
sé eitthvað gott sem gæti gagnast mér, hvort
sem það er hjá öðrum leikmönnum eða þjálf-
urum, reyni ég að læra af því og tileinka mér.
Úti eru allir leikir klipptir fyrir mann, við fáum
myndskeið af eigin frammistöðu þar sem okk-
ur er bent á hvað við gerðum vel og hvar við
megum bæta okkur, sem er mjög gagnlegt.
Þegar ég var yngri var ég í tölvuleikjum eins
og Fifa, þar sem maður lék sér að því að stilla
liðum upp. Þetta var auðvitað bara leikur þá en
Albert Guðmundsson
og Guðlaug Elísa búa
saman í Hollandi.
’Mamma hefur meiraverið í því að ég eigi aðsetja klærnar út og bíta frámér. Hún er alveg glerhörð í
því. En þetta er mjög gott
mix, hvað mamma og pabbi
eru ólík í sinni nálgun.
Blaðaskrif árið 1997; um þá nýfæddan Albert
Guðmundsson sem pressan velti fyrir sér
hvað ætti að heita.
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018