Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 20
Leikurinn Fortnite frá Epic
Games þénaði 269 milljónir
dala (29,94 milljarða króna) í
apríl og þá eru teknar saman
tekjur af notkun leikja- og heim-
ilistölva auk farsíma og spjald-
tölva samkvæmt SuperData
Research. Þetta er tvöfalt
meira en tekjur af leiknum voru
í febrúar þegar þær voru 126
milljónir dala (3,5 milljarðar
króna) og náði þá Fortnite hin-
um vinsæla leik Player-
unknown’s Battlegrounds í
mánaðarsölu í fyrsta sinn.
Munurinn á leikjunum og það
sem gerir Fortnite svona áhuga-
verðan hvað þetta verðar er að
hann er ókeypis en tekjurnar
koma í gegnum ýmislegt sem
hægt er að kaupa í leiknum.
Epic selur notendum ýmsa hluti
sem hafa ekki áhrif á gang leiks-
ins heldur eru aðeins útlitslegir
eins og margar gerðir af mis-
munandi búningum og líka geta
notendur látið persónur sínar
dansa ýmiss konar dansa. Enn
fremur er seld ákveðin áskrift
sem heitir Battle Pass sem kost-
ar um tíu dali (rúmar þúsund
krónur). Þessir hlutir seljast svo
vel að Fortnite þénaði meiri
peninga en miðasalan á Aven-
gers: Infinity War í sama mán-
uði, sem er einhver vinsælasta
kvikmynd síðari tíma, að því er
fram kemur á vef The Verge.
Það eru nokkrar ástæður fyr-
ir því að tekjurnar af Fortnite
aukast stöðugt. Leikurinn kom
út fyrir iOS-stýrikerfið á síma
um miðjan mars í beta-útgáfu
og síðan fyrir alla Apple-
notendur fyrstu vikuna í apríl.
Það er líklegt að það hafi haft
mikil áhrif á tekjumöguleika en
fyrirtækið Sensor Tower, sem
sérhæfir sig í farsímatengdum
markaðsmálum, greinir frá því
að leikurinn þéni milljón banda-
ríkjadali (107,6 milljónir króna)
á dag á útgáfunni fyrir farsíma/
spjaldtölvu.
Leikurinn á eftir að ná til enn
fleiri, en Epic áætlar að senda
frá sér útgáfu fyrir Android í
sumar.
Hægt er að kaupa
ýmsa dansa.
Tekjur í apríl tæpar 300
milljónir dala
ÚTTEKT
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018
Tölvuleikurinn Fortnite hefurnotið sívaxandi vinsælda á síð-ustu mánuðum. Foreldrar
stráka á aldrinum frá tíu ára og fram
á unglingsaldur hafa áreiðanlega flest-
ir heyrt um þennan leik en leikurinn
er sérstaklega vinsæll hjá þessum
aldurshópi. Fólk á öllum aldri og af
báðum kynjum er líka á meðal þeirra
milljóna sem spila leikinn. Nýjustu
tölur, sem eru frá því í mars, segja að
45 milljónir manna spili leikinn.
Hluti af vinsældum Fortnite er að
leikurinn er blanda af byggingaleik
eins og Minecraft og skotleik eins og
Call of Duty og stemningin minnir á
Hunger Games. Sú útgáfa af Fort-
nite sem er mest spiluð er ókeypis
og kallast Battle Royale, en í henni
spila margir á sama tíma; nánar til-
tekið allt að hundrað manns í sama
leik. Það er hægt að spila mismun-
andi útgáfur, allir á móti öllum, tveir
í liði, allt að fjórir í liði eða 50 á móti
50. Keppt er þar til ein manneskja
eða eitt lið stendur eftir.
Leikinn er hægt að spila á Play-
Station 4, Xbox One, Windows, Mac
og iOS-stýrikerfi fyrir farsíma og
spjaldtölvur.
Hægt að spila saman
Það eru margar ástæður fyrir því að
leikurinn er svona vinsæll hjá krökk-
um. Ein er sú að hann minnir á aðra
vinsæla leiki. Hann lítur ekki eins
ógeðslega út og sumir; hann er
teiknimyndalegri og það er til dæm-
is ekkert blóð í Fortnite. Það sem er
ekki síst skemmtilegt við leikinn er
félagslegi hluti hans. Vinir geta spil-
að saman og talað saman án þess að
vera á sama stað. Í liðakeppni þarf
líka að vinna saman og ekki dugar að
hugsa um eigin hag til að liðinu
gangi sem best.
Leikurinn hefst á því að þátttak-
endur hoppa út úr fljúgandi rútu á
eyju og velur hver og einn sér lend-
ingarstað. Þegar þangað er komið
þarf að finna sér viðeigandi vopn.
Leikmaðurinn ferðast um eyjuna og
reynir að finna bestu byssurnar,
skildi og annað sem ver gegn
árásum. Það er mikilvægt að útvega
sér byggingarefni en leikmenn geta
höggvið niður næstum hvað sem er í
umhverfinu til að útvega sér við,
stein og málma til að geta byggt brýr
og hýsi til að verjast árásum og
hindra framgang annarra leikmanna.
Þátttakendur þurfa enn fremur að
vara sig á storminum sem stækkar
og færist en þeir leikmenn sem lenda
í storminum eiga á hættu að láta lífið.
Fleiri konur
Í nýrri frétt á Bloomberg kemur
fram að nærri helmingur þeirra sem
spila leikinn sé kvenkyns, sam-
kvæmt mati rannsóknarfyrirtækis-
ins Apptopia Inc. Hlutfallið hjá leikj-
um eins og Call of Duty eða Grand
Theft Auto er að einn spilari eða
færri af þremur sé kona.
Í auglýsingum og öllu efni frá
Fortnite eru konur áberandi. Bæði
strákar og stelpur geta spilað sem
kvenkyns fígúra. Ólíkt öðrum leikj-
um geta Fortnite-leikmenn ekki
ákveðið hvernig þeir líta út í leiknum
þegar þeir byrja, þannig að karlkyns
spilari lítur kannski út eins og kona
og öfugt. Ef þátttakendur vilja ráða
útlitinu verða þeir að borga og jafn-
vel þá eru ekki allar persónur til í
bæði kvenkyns og karlkyns út-
gáfum.
Leikurinn varð í mars vinsælasti
tölvuleikur allra tíma á YouTube því
ekki er aðeins vinsælt að spila held-
ur líka að horfa á aðra . Á YouTube
er Ali-A einn sá vinsælasti, en al-
gengt er að myndbönd hans nái yfir
tveimur milljónum áhorfa á um sól-
arhring. Ninja er annar vinsæll For-
tnite-spilari, en hann spilar mikið í
beinni á Twitch. Fyrr á árinu spilaði
hann leikinn í beinni ásamt tónlistar-
manninum Drake og yfir 630.000
manns fylgdust með, sem er met.
Á vefnum commonsensemedia.org
er leikurinn metinn að vera við hæfi
13 ára og eldri, sá aldur sem for-
eldrar meta í lagi er 11 ár en krökk-
um finnst í lagi að 10 ára spili
leikinn. Það er samt gott að fylgjast
með yngri börnum spila leikinn og
forðast að þau hafi kveikt á hljóð-
nemanum þegar þau spila við ein-
hvern sem þau þekkja ekki.
Framleiðandinn Epic Games hef-
ur ákveðið að setja 100 milljónir dala
í verðlaunasjóð fyrir Fortnite-
keppnir, sem hefjast síðar á þessu
ári. Seinna á þessu ári verður líka
hægt að spila leikinn í Kína þannig
að það er alveg ljóst að vinsældir
Fortnite eiga aðeins eftir að vaxa.
Ris tölvuleiksins Fortnite
Hefur þú heimsótt
Tilted Towers? Eða
ferðu oftar til Tomato
Town eða í Pleasant
Park? Þá ertu á meðal
þeirra milljóna sem
spila tölvuleikinn Fort-
nite. Ef ekki er hér allt
sem þú vildir vita um
Fortnite en þorðir ekki
að spyrja um.
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Konur eru líka áberandi í útliti
Fortnite og geta bæði strákar og
stelpur spilað sem kvenkyns fígúra.
Mynd/Epic Games
Leikurinn hefst á
því að þátttak-
endur hoppa út
úr fljúgandi rútu
á eyju og velur
hver og einn sér
lendingarstað.
’Hluti af vinsældum Fortnite er að leikurinner blanda af byggingaleik eins og Minecraftog skotleik eins og Call of Duty og stemninginminnir á Hunger Games.