Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018 HEILSA Eftir vinnuvikuna getur verið nauðsynlegt að nota helgina til að vinnaupp svefnleysi og hvílast vel. Sérfræðingum ber þó saman um að best sé að halda svefninum í góðri rútínu en það megi sofa út af og til. Sofið út um helgar Mörg okkar dreymir stóra drauma enhikum svo við að stíga fyrsta skrefið íátt að honum. Það krefst hugrekkis að þora af stað, mikilvægt er að finna hjá sjálf- um sér traustið til að feta nýja slóð. Stundum er hikið algjörlega heimatilbúið og stundum er erf- itt að treysta umhverfinu fyrir draumnum. Sjáðu fyrir þér að þú gangir inn í útlenskan skóg þar sem birtan er græn því sólin skín í gegnum þétt laufskrúðið í háum trjánum. Þegar betur er að gáð sést að á milli trjánna eru þrautabrautir gerðar úr járnvírum og netum og fótstig úr köðlum og timbri. Brautirnar eru mis- hátt frá jörðu, í allt að sjö metra hæð. Það sem meira er; fólk gengur á þessum vírum, klifrar upp og niður netadræsurnar og sveiflar sér í köðlum á milli trjápalla í svimandi hæð yfir höfði manns. Svona klifurgarðar, adrenalín- garðar, eru víðsvegar um heiminn þar sem ung- ir sem aldnir leika magnaðar kúnstir í trjánum. Að því er virðist – óhræddir! Í fyrrasumar fór fjölskyldan í svona klifur- garð. Við byrjuðum á að klæða okkur í klifur- belti og læra á „karabínur“ sem tryggja öryggi við línur. Því næst byrjuðum við fyrstu þrautina hálfum metra frá jörðinni, fikruðum okkur á milli trjáa og samhliða jókst hæðin. Fyrr en varði var lofthrædda konan farin að ganga á línu sem væri hún sirkusmær í fimm metra hæð yfir jörðu. Full af trausti til klifurbeltisins og ör- yggislykkjanna tveggja vissi ég að búnaðurinn myndi grípa mig þótt ég missti fótanna. Sam- tímis laust niður í huga mér sterkri uppgötvun: Magnaðir hlutir eru mögulegir ef þú veist að þú getur ekki klikkað! Draumar eru dýrmæt leið til að hugsa út fyrir rammann. Máta sig við ýmsan veruleika og hlut- verk. Velta fyrir sér hvernig lífið væri ef þetta eða hitt myndi gerast í raunheimum. Sem slíkir eru draumar okkur mikilvægir. Það er þegar þeir skjóta upp kollinum í tíma og ótíma eins og uppáþrengjandi frænka að við ættum að staldra við og spá í hvort við ættum ekki að bjóða henni inn fyrir og kannski fylgja henni inn í óvissuna. Rétt eins og í klifurgarðinum tökum við áskoruninni. Leggjum af stað – fyrst óviss og mögulega óörugg en smám saman treystum við umhverfinu og við sjálf ráðum við verkið. Þá efl- ist kjarkurinn og jafnvel þótt við misstígum okkur höldum við áfram og fyrr en varir erum við komin á leiðarenda. Það tókst! Klifurgarðar hversdagsins eru margs konar. Spurningin er: Hvernig getum við skapað þess- ar aðstæður þar sem við getum ekki klikkað? Með karabínu og traustri línu verða draumarnir að veruleika. Þegar þú getur ekki klikkað Út fyrir rammann Agnes Ósk Sigmundsdóttir agnesosk@mbl.is Dansparið Pétur Gunnarssonog Polina Oddr úr Dans-félagi Reykjavíkur dansaði sig á dögunum inn í sex para úrslit í tveimur aldursflokkum í hinni virtu Blackpool Dance Festival-dans- keppni sem haldin var á dögunum. Það er besti árangur sem Íslendingar hafa náð í keppninni en alls tóku 650 pör þátt í þessum tveimur flokkum. Þau Pétur og Polina eru fyrst Íslend- inga tvöfaldir heimsmeistarar í lat- índönsum undir 21 árs og sigruðu á International-mótinu í London í fyrra sem er eitt af þremur stærstu mótum heims. Auk þess hafa þau náð góðum árangri á öðrum mótum, bæði hér heima og erlendis. Þau hafa einungis dansað saman í þrjú ár svo óhætt er að segja að árangur þeirra sé frábær. Blaðamaður náði tali af Pétri þar sem hann slakaði á í sólinni á Krít í kærkomnu fríi enda búið að vera nóg að gera í undirbúningi fyrir Black- pool-danskeppnina. „Við Polina reynum alltaf að taka smáfrí eftir stórmótin enda alltaf búin að æfa rosalega mikið í kringum þau. Við fengum því vikufrí núna. Oftast förum við saman en í þetta sinn fór ég með vini mínum. Það var líka ágætt að fá aðeins frí hvort frá öðru, við er- um auðvitað alltaf saman.“ Heimsmeistarar á fyrsta ári „Ég er búinn að dansa í tuttugu ár, eða frá því ég var þriggja ára. Ég dansaði áður í standard-dönsum líka en svo ákvað ég að sérhæfa mig og dansa bara suðurameríska dansa, þ.e.a.s. cha-cha-cha, rúmbu, samba, paso og djæf. Polina, sem er frá Úkraínu, byrjaði að dansa sex ára. Við fundum hvort annað einhvern veginn af tilviljun og við smullum bara strax saman, frá fyrstu stundu.“ Þið virðist ekki hafa þurft mjög langan aðlögunartíma þar sem þið urðuð heimsmeistarar saman strax á fyrsta ári? „Nei, þetta var bara strax „perfect match“. Ef báðir aðilar eru með góð- an grunn og góðir dansarar þá geta þeir dansað hvað sem er. Það þarf ekki að leggja mikla vinnu í grunninn en svo koma smáatriðin, t.d. í sam- hæfingu, og þar er alltaf hægt að gera ennþá meira.“ Mikið á ferðinni Polina er frá Úkraínu og er búsett þar, en Pétur segir það ekki há þeim að búa hvort í sínu landi. Þau ferðist reyndar mikið. „Við æfum mjög mikið heima á Ís- landi og þá oftast ein. Svo erum við með mjög góða danskennara í Eng- landi og á Ítalíu sem eru aðalkenn- ararnir okkar. Við höfum líka æft í Ameríku og Asíu. Við reynum líka að tengja æfingarnar við danskeppn- irnar og hittum þá kennarana sem eru oftast með okkur á keppnunum. Við erum mikið á ferðinni.“ Pétur segir erfitt að meta hversu margir klukkutímar fari í æfingar í hverri viku, en að þeir séu pottþétt margir. „Við æfum á hverjum einasta degi, eins mikið og hægt er, oftast marga tíma á dag. Það er enginn fast- ur frídagur hjá okkur, við metum það bara og tökum frí þegar við finnum að við þurfum á því að halda. Meira ef við erum búin að æfa alveg brjál- æðislega mikið, eins og t.d. í kringum keppnir. Líkaminn segir líka stund- um stopp.“ Agi og áhugi í bland Hvernig er líf dansarans? „Þetta er góð spurning og eigin- lega erfitt að svara henni, því það er mjög misjafnt eftir hverjum og einum. Þú getur alveg stundað félagslífið mikið og dansað minna en ef þú leggur þig 100% fram í dans- inum snýst í rauninni allt um hann. Það er svo margt í kringum dansinn; maður fer í jóga, teygir, fer í ræktina; borðar hollan mat. Það er ekkert rosalega mikill tími eftir sem getur farið í eitthvað annað. En maður reynir samt alltaf að finna einhvern tíma til að hitta fjölskyldu og vini.“ Pétur segir að þau Polina séu sam- stiga í dansinum, ekki bara á dans- gólfinu heldur líka hvað æfingar og metnað varðar. „Við erum algjörlega samtaka í þessu og það sem er svo gott við samband okkar er að metn- aðurinn er jafnmikill hjá okkur báðum. Þess vegna virkar þetta. Ef metnaðurinn er ekki nógu mikill hjá öðrum aðilanum virkar þetta ekki nógu vel og fólk hættir að dansa saman. Þú þarft að vera með bullandi áhuga á þessu ef þú ætlar að taka þetta alla leið.“ Þú minntist á hollt mataræði. Máttu aldrei fá þér nammi? „Jú, jú, ég fæ mér alveg nammi. Mataræðið mitt er ekki brjálæðislega stíft. Ég reyni bara að borða hollan mat og passa að hafa jafnvægi í mataræðinu; borða kolvetni og pró- tein og fá allt hið rétta úr fæðunni. Það eru engin boð og bönn þannig lagað, en ef maður bætir á sig fer maður í aðhald. Venjulega heldur maður sér bara í jafnvægi.“ Geta allir dansað? „Já, ekki spurning. Að sjálfsögðu eru sumir með meiri hæfileika en aðr- ir, en það geta allir dansað. Ef þú lær- ir sporin og hefur áhuga, þá bara láttu vaða.“ Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað maður þarf að hafa til að bera til að verða góður dansari. Pétur segir að því sé dálítið erfitt að svara. „Það er svo misjafnt. Ég myndi segja áhuga og vilja, fyrst og fremst. Maður þarf líka að hafa mikinn aga, bara eins og í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur í lífinu ef maður ætl- ar að fara alla leið. Aginn ýtir manni áfram til að ná því sem maður vill fá út úr lífinu.“ Pétur og Polina hafa verið dans- par í þrjú ár og hafa náð frábær- um árangri sem Pétur þakkar hve samstiga þau eru í öllu. Engin boð og bönn Pétur og Polina höfðu bara dansað saman í eitt ár þegar þau urðu heimsmeistarar í latíndönsum. Pétur segir jafnvægi í mataræðinu mikilvægt fyrir dansara en hann fær sér stundum nammi. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.