Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Síða 29
Í Færeyjum heyrast sögur um
allt og hægt að hitta á sagnaþuli
víða sem taka Íslendingum
fagnandi. Og ekki er bara gam-
an að rölta um svið sagna
meistara Heinesens í Þórshöfn
heldur er óhætt að mæla með
því að lesa Færeyinga sögu í út-
gáfu Fornritafélagsins og Fær-
eyjar út úr þokunni, eftir Þor-
grím Getsson, áður en lagt er
upp í söguferð um eyjarnar.
Færeyinga saga gerist á níu af
eyjunum 18. Tvær kempur
koma þar mest við sögu,
breyskir menn en misvinsælir;
Þrándur í Götu á Austurey nýt-
ur hylli en Sigmundur Brestis-
son frá Skúfey síður enda seldi
hann eyjarnar undir erlent vald.
Ferð um söguslóðir leiðir
áhugasama meðal annars um
Straumey, Austurey, Skúfey,
Sandey, Svíney og Suðurey.
Mynd Hans Paulis Olsens af Þrándi í Götu á heimaslóðum hans í Götu.
Morgunblaðið/Einar Falur
SÖGUSTAÐIR UM ALLAR EYJAR
Með Færeyinga sögu
botn-tónlistarhátíðinni sem haldin er
árlega við höfnina, 30. júní nú í ár.
Götum kringum höfnina er lokað og
selt er inn á hátíðina þar sem fólk á
öllum aldri fjölmennir þótt ungmenni
séu áberandi og drykkjan hressileg –
og tónlistin fjölbreytileg og fín.
Óhætt er að mæla með hægu flakki
milli eyjanna, með tilheyrandi sam-
ræðum við heimamenn og skoðunar-
ferðum og ekki einungis um þær fjöl-
mennari, eins og Straumey, Austurey
og Suðurey – þótt á þeim öllum séu
fagrir staðir og áhugaverð þorp að
skoða. Mikilvægt er að taka líka litlu
ferjubátana út í fámenn byggðarlög
eins og Skúfey, Svíney og Fugley. Það
er eins og að stíga inn í annan tíma,
hægan og góðan. Á öllum þessum stöð-
um búa góðir grannar okkar sem taka
Íslendingum svo vel að strax hlakkar
maður til næstu Færeyjaferðar.
Vinafundur við veitingastaðinn Sirkus í miðbæ Þórshafnar á mannmargri Voxbotn-tónlistarhátíðinni.
Gargandi gítarsóló og rokkað feitt á sviði Voxbotn-hátíðarinnar í Þórshöfn.
Kví fyrir börn uppi á landi og margar fyrir eldislaxa fyrir utan Hov á Suðurey.
Húsin á Tinganesi, í hjarta Þórshafnar, eru full af minningum um liðna tíma.
3.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Fyrir þig í Lyfju
Voltaren Gel er bæði verkjastillandi
og bólgueyðandi
Vöðva eða liðverkir?
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplý g y y j
up lýsingar á umbúðum og fylgiseðl
si ar um l fið á www.serl f askra.is.
15%
afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel