Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018
Þ
að fer vel á því að Viðreisn tryggi
óbreytt ástand í höfuðborginni.
Formaður flokksins tilkynnti í að-
draganda kosninga að flokkurinn sá
myndi selja sig dýrt í Reykjavík.
Orðalagið var fremur óheppilegt
vegna forsögunnar og tilþrifa formannsins sjálfs í
aðdraganda „hruns“ og þar á eftir. Afsökunin er
sjálfsagt sú að svona tal tíðkist í heimi íþróttanna.
Það minnir á að þegar að Þorgerður Katrín var kos-
in varaformaður í flokknum, þeim sama og hún
sveik síðar, og þakkaði fyrir sig í ræðustól lauk hún
því með þessu hrópi: „Bjarni, klárum dæmið!“ Utan
íþróttavalla er slíkt tal næsta merkingarlaust.
Framhald sögunnar sýndi að ræðumaðurinn virtist
fyrir sinn hatt telja að þetta væri fyrsta skrefið í því
að klára þann flokk sem hafði sýnt henni ómældan
trúnað. Jafnvel eftir að varaformaðurinn fyrrver-
andi hafði sparkað í flokkinn sinn með þeim hætti
sem hún gerði, var umburðarlyndi hans svo tak-
markalaust að þessum stjórnmálalega mulningi
óheilinda var trúað fyrir setu í ríkisstjórn með fyrir-
sjánlegum afleiðingum.
Áframhaldandi óstjórn.
Umferðarteppa og lóðakreppa.
Þegar horft er til úrslitanna í borgarstjórn Reykja-
víkur eru hinar breiðu línur skýrar. Flokkur
borgarstjórans fékk skell. Það fer ekki framhjá
neinum nema honum. Það er reyndar ekkert dæmi
þess til að flokkur með borgarstjórann í leiðtoga-
sæti fari svona illa frá kosningum. Borgarstjóra-
embættið dregur að og hefur jafnan verið styrk-
leikamerki þess flokks sem fer með það, þótt það
hafi ekki alltaf dugað til, eins og í kosningunum 2010
þegar aðstæður voru mjög sérstakar.
En það verður ekki hjá því komist að álykta að
meginyfirlýsing síðustu kosninga í Reykjavík hafi
verið afgerandi vantraust á Dag B. Eggertsson
borgarstjóra og þarf naumast að koma á óvart. Í síð-
ustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn, helsti
stjórnarandstöðuflokkurinn í borginni, 25,7% at-
kvæðanna en Samfylkingin 31,9%. En eftir að Sam-
fylkingin hafði notið borgarstjóraembættisins í 4 ár
þá hrundi fylgi hennar niður í 25,9 prósent á meðan
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30,8% atkvæða. Sjálf-
stæðisflokkurinn fór úr því að vera 6,2 % minni
flokkur en Samfylkingin í borginni í það að verða
4,9% stærri flokkur en hún, sem er sveifla um 11%.
Tapa á samstarfinu við Dag
Hinn burðarflokkur meirihlutans á síðasta kjör-
tímabili, VG, tapar næstum helmingi fylgis síns og
hefði ekki komist inn í borgarstjórn með slíkt fylgi
ef borgarfulltrúum hefði ekki verið fjölgað.
Eina skýra niðurstaða kosninganna í Reykjavík
að öðru leyti er sú, að kjósendur þar eru að kalla eft-
ir breytingum. Það kom í hlut Viðreisnar að koma í
veg fyrir þær breytingar og tryggja þá algjöru kyrr-
stöðu í höfuðborginni, sem borgarfulltrúar höfðu
hafnað.
Það var Viðreisn sem rétti fram hækjuna til að
tryggja að borgarstjóri sem borgarbúar vildu kippa
fótunum undan gæti haltrað áfram hvað sem vilja
kjósenda leið. Það er svo sem vitað fyrir hvað Við-
reisn stendur í stjórnmálum. Flokkurinn sér ekkert
annað en að færa ESB fullveldi landsins.
Þess vegna var skiljanlegt að aldrei glitti í venju-
leg stefnumál hennar í nýliðnum sveitarstjórnar-
kosningum. Þau eru ekki þar. En Viðreisn bætti um
betur strax eftir kosningar sem er þakkarefni.
Fyrirlíta kjósendur
ESB, sólin sem heldur lífinu í viðreisnarforkólf-
unum er nefnilega hvað frægast fyrir það upp á síð-
kastið að hunsa helst allar kosningar sem fara öðru
vísi en það vill. Dæmin eru fjölmörg þar sem sam-
bandið neitar að taka mark á þjóðaratkvæði sem fer
gegn fyrirætlunum þess. Þá er kosið aftur og aftur
og hótanirnar látnar dynja á kjósendum þar til rétt
niðurstaða fæst. Fræg eru dæmin ömurlegu frá
Grikklandi þar sem landið var beitt harðræði og
hótunum uns það tókst að beygja stjórnmálamenn-
ina niður á hnén. Í Póllandi, Ungverjalandi og Tékk-
landi fóru kosningar öðruvísi en þær áttu að fara.
Þessi lönd hafa setið undir hótunum. Nú síðast var
því opinberlega hótað að fjárframlög til þessara
ríkja verði snarlækkuð lúti þau ekki vilja búrókrat-
anna í Brussel. Óhugnanleg hefur hún verið fram-
koma ESB gagnvart Bretum eftir að þjóðin vogaði
sér í þjóðaratkvæði að ákveða að rétt væri og nauð-
synlegt að koma sér úr sambandinu og það sem
fyrst. Fyrir þá sem hafa sem meinloku að berjast
fyrir því að fámenn þjóð eins og sú íslenska álpaðist
inn í sambandið ætti sú mynd sem birst hefur svo
víða að undanförnu að duga til að opna þau augu
sem fastast hafa verið lukt.
Og það er ekki aðeins að hótanir dynji á Bretum
frá Brussel. Handbendi þeirra heima fyrir hamast
og spara sig hvergi. Þeir segja atkvæðagreiðsluna
ómarktæka. Hana ætti að ógilda og endurtaka.
Enginn þeirra sem þannig tala minntist á slíkt
einu orði í aðdraganda atkvæðisins, að hætta væri á
að það yrði marklaust. Af hverju ekki? Jú, vegna
þess að fram á síðasta dag bentu skoðanakannanir
til að aðildarsinnar myndu hafa betur í kosning-
unum. Og allir vita að þær kosningar einar eru rétt-
mætar sem fara eins og litlu drengirnir í Brussel
vilja. Slíkar kosningar eru óvéfengjanlegar í stóru
og smáu.
Heimóttarlegar fréttir
Það er með nokkrum ólíkindum hversu seinir ís-
lenskir fjölmiðlar urðu til að skilja mikilvægi hinnar
pólitísku þróunar á Ítalíu og ef marka má frétta-
flutninginn átta fæstir þeirra sig á málinu enn.
Fyrir allmörgum vikum var hér og í ritstjórnar-
greinum blaðsins vakin athygli á hvað kraumaði
undir á Ítalíu. Í framhaldinu var bent á undarlega
framgöngu Sergio Matarella, forseta Ítalíu. Það er
fremur fátítt að forsetinn þar skipti sér af stjórn-
málum með þeim hætti sem hann hefur gert og hef-
ur með því ekki aðeins ýtt undir glundroða í landinu,
heldur ýtt því út á ystu brún.
Mattarella var kosinn af þingheimi á meðan
flokksbræður hans, sósíaldemókratar og bandalags-
flokkar þeirra, höfðu þar meirihluta. Kratarnir eru
ESB-flokkurinn á Ítalíu og fóru miklar hrakfarir í
þingkosningunum í mars sl. Forsetinn hafði krafist
þess að sigurvegarar kosninganna drægju ekki að
mynda ríkisstjórn og hótaði því að boða ella til nýrra
kosninga. Á Ítalíu hefur forsætisráðherra ekki
Rómarsáttmálinn
var upphafið. Verða
endalokin einnig
kennd við Róm?
’
Árangur ESB-samstarfs og
evrusamstarfs, eftir að það kom
til, er auðvitað það sem ýtt hefur undir
andóf gegn því um alla álfuna. Það er ekki
stjórnleysið í innflytjendamálum, sem ráðið
hefur úrslitum, þó að það hafi ekki bætt úr.
Reykjavíkurbréf01.06.18