Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 31
komið beint úr röðum stjórnmálamanna á þingi síð-
an ESB hrakti Berlusconi frá völdum og skipaði
kommissar frá sér sem forsætisráðherra, en sá
komst lítið áfram.
Og þar sem 5-stjörnu hreyfingin og Bandalagið
gátu hvorugt unnt hinum að fara með forsætið var
ákveðið að setja lagaprófessor með enga stjórn-
málareynslu í forsætisráðherrastólinn.
Forseti setur upp revíu
Eftir að Mattarella forseti áttaði sig á að forsætis-
ráðherraefnið hefði efasemdir um ágæti ESB
þvældist hann fyrir því vali en eftir langt þref við
ráðherraefnið féllst hann loks á að skipa hann. En
þegar hann heyrði að Paolo Savona, 81 árs prófessor
í hagfræði, ætti að verða fjármálaráðherra setti for-
setinn fótinn fyrir stjórnarmyndunina, sem hlýtur
þó að vera á ystu mörkum valdheimilda hans.
Savona fjármálaráðherra hafði sagt að stöðug-
leikastefna ESB miðaðist við þann stöðugleika sem
ríkti í gömlum kirkjugarði. Það þótti forsetanum
jaðra við guðlast. Flokkarnir hurfu þá frá stjórn-
armyndun og stefndu í kosningar í júlí nk. og sýndu
spár að þeir myndu væntanlega vinna mun stærri
sigra nú en síðast og jafnvel geta fengið allt að 90%
atkvæða á þinginu með því að nýta sér bandalagabó-
nusa stjórnarskrárinnar. Forsetinn tilkynnti að
hann myndi skipa sem forsætisráðherra embættis-
mann frá Alþjóðagjaldeyrisissjóðnum og helsta
talsmann niðurskurðar og þrenginga. Sá hefur við-
urnefnið „skærin“ á Ítalíu. Til að forða frá því til-
kynntu flokksleiðtogarnir að þeir féllu frá því að Sa-
vona yrði fjármálaráðherra en hann yrði í staðinn
skipaður ráðherra evrópumála! Féllst forsetinn á
það, jafnvel þótt að fram kæmi að nýi Evrópumála-
ráðherrann teldi brýnast alls að ýta Þýskalandi út
úr ESB ef ætti að vera hægt að bjarga því sam-
bandi. Árangur ESB-samstarfs og evrusamstarfs,
eftir að það kom til, er auðvitað það sem ýtt hefur
undir andóf gegn því um alla álfuna. Það er ekki
stjórnleysið í innflytjendamálum, sem ráðið hefur
úrslitum, þó að það hafi ekki bætt úr.
Hér á Íslandi tala margir stjórnmálamenn og
„verkalýðsleiðtogar“ um þróun kaupmáttar eins og
þeir hafi ekki komið til Íslands í mörg ár. Kaup-
máttaraukningin hefur verið ótrúleg síðustu árin
hér á landi. Í Þýskalandi hefur engin kaupmáttar-
aukning orðið í 20 ár og á Ítalíu engin í 30 ár.
Góð áform geta breyst í hörkuleg átök
Hinir nýju leiðtogar Ítalíu segjast ekki hafa nein
áform um að segja Ítalíu úr ESB og jafnvel ekki
heldur úr evrunni. En þeir séu á hinn bóginn harð-
ákveðnir í því að krefjast róttækra breytinga á
ESB.
Þeir sem búa í norðurhluta ESB sjá hins vegar
ekki annað en að verði slíkum kröfum fylgt fram
þýði þær sjálfkrafa endalok evrusvæðisins.
Ambrose Evans-Pritchard, sem reyndist glögg-
skyggnari en flestir fréttaskýrendur í aðdraganda
kreppunnar í okkar heimshluta upp úr 2007, fjallar
um Ítalíumálið í athyglisverðri grein í Daily Tele-
graph sl. fimmtudag. Þá leit enn út fyrir að Matt-
arella myndi þvinga fram kosningar, sem Pritchard
taldi ljóst að flokkarnir sem ekki fengu að mynda
stjórn myndu vinna með miklum yfirburðum.
Þótt forsetinn hafi guggnað á því andófi sínu verð-
ur ekki annað séð en að ályktanir greinarhöfundar
séu enn í góðu gildi. Hann segir: „Hvað sem annars
gerist þá mun svo ákveðin ítölsk andstaða við reglur
ESB um takmörk á aukningu útgjalda og um Sátt-
mála um ríkisfjármál örugglega gera út af við vonir
Macron forseta Frakklands um að Merkel kanslari
muni fallast á hugmyndir hans um Ríkisfjármála-
bandalag ESB. Evran mun því fara á mis við allar
umbætur á umgjörð hennar og hún mun allsófær
(unworkable) standa frammi fyrir næsta afturkipp á
heimsvísu.
Hljómurinn í dómsdagslúðrunum mun hrella Evr-
ópu á ný. Það er þegar orðið sársaukafullt að horfa
upp á hin nýju óveðursský hrannast upp á himni.“
Jafnvel Soros
Meira að segja milljarða-mógúllinn Soros sagði í
vikunni að Evrópusambandið stæði frammi „fyrir
tilvistarkreppu“ og að „allt sem hefði hugsanlega
getað farið úrskeiðis í sambandinu hefði farið úr-
skeiðis“. En þetta breytti því þó ekki að Soros ákvað
í vikunni að leggja fram mikla fjármuni til að berjast
fyrir því að vilji bresku þjóðarinnar yrði brotinn á
bak aftur.
Ein af ástæðum þess að Soros er svo fjáður sem
hann er að hann náði árið 1992 að brjóta John Major
forsætisráðherra Breta og breska seðlabankann á
bak aftur. Það veðmálabrall (og eins gegn Carl Bildt
og Svíum, þó minna hefðist upp úr því krafsi) gerði
Soros að yfirgengilegum auðmanni.
Soros er því ekki endilega efstur á lista þeirra sem
breska þjóðin hefur helst dálæti á.
Morgunblaðið/RAX
3.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31