Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Qupperneq 37
James Michael Tyler er hætt- ur að aflita á sér hárið einu sinni í viku eins og hann gerði á meðan hann lék í Friends. Friends-þættirnir nutu gríðar-legra vinsælda um allan heimfyrir um 20 árum. Þótt framleiðslu þáttanna hafi verið hætt árið 2004 virðast þeir ekki hafa dalað í vinsældum og Chandler, Joey, Monica, Phoebe, Rachel og Ross mynda ennþá einn vinsælasta vinahóp sem birst hefur á sjónvarps- skjánum. Vinirnir hittust oft á kaffihús- inu Central Perk þar sem hinn feimni og sérstaki Gunther með aflitaða hárið stóð iðulega bak við afgreiðsluborðið. Hlutverk Gunthers var ekki eitt af stóru hlutverkunum í þáttunum, en hann var afar eftirminnileg persóna. Hann var yfir sig ástfanginn af Rachel en sú ást var ekki endurgoldin, og hann hataði Ross sem var svo heppinn að vera kærastinn hennar. Gunther var leikinn af James Michael Tyler sem bauðst hlutverkið eftir að hafa verið einn aukaleikara á kaffihúsinu Cent- ral Perk. Tyler hafði sjálfur unnið sem kaffibarþjónn og bauðst hlutverk Gunthers aðallega vegna þeirrar reynslu sinnar og af því að hann var sá eini á tökustaðnum sem kunni almennilega á cappuccino- vélina. Hins vegar hellti hann aldrei í al- vörunni upp á kaffi, heldur var þetta meira hugsað til þess að allt liti eðlilega út bak við afgreiðsluborðið. Aðalsmerki Gunthers var aflitaða hárið hans en það var tilkomið fyrir hálfgerða tilviljun. Daginn áður en Tyler átti að mæta í áheyrnarprufuna fyrir Friends, fékk vinur hans, sem var að læra hár- greiðslu, að æfa sig á honum og aflitaði á honum hárið. Þegar Tyler mætti í prufuna næsta dag leist framleiðandanum svo vel á að ákveðið var að halda hárlitnum. Tyler þurfti að aflita á sér hárið einu sinni í viku í tíu ár. Tyler starfar í dag sem leikari og hefur t.d. leikið í nokkrum sjónvarpsþáttum eftir að framleiðslu á Friends-þáttunum lauk. Hann lék m.a. í þáttunum Episodes, þar sem meðleikari hans úr Friends, Matt Le- Blanc, fór með aðalhlutverkið. Einnig fór Tyler með hlutverk í þáttunum Scrubs, Sa- brina The Teenage Witch og Just Shoot Me! Hann hefur líka leikið í nokkrum kvik- myndum, þar á meðal The Disturbance at Dinner frá árinu 1998 og Jason’s Big Pro- blem frá árinu 2010. Tyler er fráskilinn, býr í Hollywood og aflitar ekki lengur á sér hárið. Í frítím- anum nýtur hann þess að spila á hljómborð og semja tónlist. Hann hreyfir sig líka mikið og stundar tennis, golf og hlaup. HVAÐ VARÐ UM? ’Tyler hafði sjálfur unnið sem kaffibarþjónn og bauðst hlutverk Gunthersaðallega vegna þeirrar reynslu sinnar og af því að hann var sá eini átökustaðnum sem kunni almennilega á cappuccino-vélina. Vinirnir sátu ósjaldan með kaffibolla á þessum sófa á Central Perk-kaffihúsinu, en Gunther sá um að hella upp á. Ósk hans um að vinna ást Rachelar varð ekki að veruleika. Gunther úr Friends AFP 3.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Lífrænar mjólkurvörur í fimmtán ár Í fimmtán ár hefur Biobú framleitt lífrænar mjólkurvörur sem notið hafa mikilla vinsælda. Vöruflokkum hefur fjölgað ár frá ári og sífellt bætast við spennandi og girnilegar nýjungar. Öll mjólk í okkar afurðir kemur frá tveimur búum, þ.e. Búlandi í Austur Landeyjum og Neðra Hálsi í Kjós. Framleiðsla Biobú fer fram samkvæmt ströngustu reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Kynnið ykkur vöruúrvalið á heimasíðu okkar, www.biobu.is. Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is298.1 23 /0 5. 18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.