Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 40
SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2018
„Svo að, já, þú átt að trítla um í búningsherbergi fullu af
nöktu fólki til að fara í sturtu áður en þú ferð í laugarnar.
Og já, þú átt að láta eins og það sé nákvæmlega ekkert
mál.“ Svo kemst greinarhöfundur bandaríska tímaritsins
Insider að orði í grein sem fjallar um muninn á banda-
rískri og íslenskri menningu. Þar ber ýmislegt á góma,
meðal annars nekt Íslendinga í sturtuklefum landsins, en
alls fer greinarhöfundur yfir 12 atriði sem greina menn-
ingu og siði þjóðanna að. Þannig er þess getið að Íslend-
ingar sinni margir tveimur til þremur störfum, og það sé
til að þola vetrarmyrkrið. Ef við hefðum ekki nóg að
gera yrðum við þunglynd.
„Það er ekki áfall að nekt sé ekkert tiltökumál á Ís-
landi, enda landið hluti af Evrópu, sem er afslappaðri en
Ameríka þegar nekt er annars vegar. En á Íslandi er
nektin mjög auðsæ,“ segir í greininni, þar sem farið er
yfir að engin skilrúm séu í sturtuklefunum sem fólk not-
ar áður en það fer ofan í sundlaugar og Bláa lónið.
Hjónabönd, nekt í
sturtuklefum, börn úti í
vögnum og vinnusemi
Íslendinga er meðal efn-
is greinarinnar í Insider.
Nekt og mörg störf
Íslensk og bandarísk menning er borin saman í grein sem birtist í ferðahluta
bandaríska tímaritsins Insider í vikunni. Íslendingar eru meðal annars sagð-
ir hrúga á sig störfum til að koma í veg fyrir depurð yfir vetrarmánuðina.
Fyrir sléttum tuttugu árum, 3.
júní 1998, sagði Morgunblaðið
frá því að ísbar hefði verið kom-
ið fyrir á Jökulsárlóni.
Vegfarendur við lónið hafa
sjálfsagt rekið upp stór augu en
barinn var þó hvorki opinn al-
menningi né kominn til að vera
heldur var hann settur upp tíma-
bundið fyrir auglýsingu á
drykknum „asna“ sem fyrir-
tækið Smirnoff framleiddi. Aug-
lýsinguna átti að frumsýna á
heimsmeistaramótinu í knatt-
spyrnu sem hófst í júní 1998.
Kvikmyndasmiðjan sá um
framkvæmdina hér á landi en
auglýsingin var framleidd af
grísku fyrirtæki.
Í fréttinni kemur fram að hug-
myndin hafi verið að taka upp á
svæði sem líktist heimskauta-
svæði og Jökulsárlónið hafi hent-
að mjög vel til þess.
Í auglýsingunni var inúíti á
veiðum þegar hann heyrði
skyndilega hljóð og sá barstóla
rísa upp úr sjónum. Þá dreif að
mörgæsir sem breyttust síðan í
flöskur með fyrrnefndum drykk.
Inúítinn stóðst ekki mátið og
kallaði til konu sinnar, sem slóst í
hópinn.
GAMLA FRÉTTIN
Mörgæsir breyttust í asna
Inúítinn kominn út á
hálan ís á leið á barinn.
Morgunblaðið/RAX
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Jackie Guerrido
veðurfréttakona og blaðamaður.
Meghan Markle
hertogaynja af Sussex.
Berglind Magnúsdóttir
söngkona. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Tímalaus
hönnun í
útskriftar-
pakkann
CUERO
MARIPOSA
Leður
Verð 149.000,-
KARTELL
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 36.900,- stk.
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.890,-
ARCHITECTMADE
Andarungi
Verð frá 8.490,-
KAY BOJESEN
Söngfugl– fleiri litir
Verð 10.750,-
KARTELL
GHOST BUSTER
Náttborð
Verð 47.900,- stk.
COMPONIBILI hirsla
3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 17.900,-
RITZENHOFF
Bjórglös og krúsir
Verð frá 2.150,-
IITTALA AALTO
Vasi 160mm grænn
Verð 18.950,-
KARTELL BOURGIE
Lampi – fleiri litir
Verð frá 34.900,-
RITZENHOFF
Gin og viskí glös
Verð Gin 2.950,-
Viskí 2.450,-
KAY BOJESEN
Api lítill og studentshúfa
Verð 19.800,- stk
KARTELL TAKE
Borðlampi – margir litir
Verð 10.900,-
MR.WATTSON
LED lampi
Verð 16.990,-
KARTELL CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
KABUKI
Standlampi
Verð 129.000,-
JUST RIGHT STOFF
Kertastjaki
Verð frá 5.100,- stk.
VITA SILVIA
Borðlampi
Verð frá 19.900,-