Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Stærðir: 18–24 Verð: 7.995 Margir litir Páll Vilhjálmsson sér þetta svona:   Íslenskir fjölmiðlar eru mest pólit-ík og minnst blaðamennska í sí- gildri merkingu orðsins, þ.e. hlutlæg frásögn af tíðindum dagsins.    Á dögum flokks-blaða viður- kenndu fjölmiðlar pólitíkina sem þeir studdu en þegar Jón Ólafsson og síðar Jón Ásgeir lögðu undir sig æ stærri hluta fjölmiðla studdu þeir viðskiptablokkir – sem er ein gerð af pólitík.    Nýmiðlar, t.d. Kjarninn og Stund-in, eru þrælpólitískir og bein- tengdir Samfylkingu og Pírötum.    Um RÚV þarf ekki að fjölyrða.    Þar er leitað eftir hvaða vinstra-stef þykir líklegt til vinsælda hverju sinni og það endurtekið sí og æ.    Þeir sem mæla fyrir mikilvægifjölmiðla, t.d. Valgerður Jó- hannsdóttir, vilja í einn stað meira opinbert fé til að reka þá en í annan stað aukið opinbert eftirlit með fjöl- miðlum.    Ríkið á sem sagt að setja fé í fjöl-miðla sem er ekki betur treyst- andi en svo að það verði að hafa eftirlit með þeim.    Þessi stefna er lélegur brandari.    Betur færi á því að ríkið hætti al-farið að skipta sér af frjálsri umræðu og hætti öllum stuðningi við alla fjölmiðla. RÚV meðtalið.“ Páll Vilhjálmsson Hljómar nærri lagi STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 léttskýjað Bolungarvík 11 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 7 rigning Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 14 heiðskírt Lúxemborg 24 léttskýjað Brussel 23 léttskýjað Dublin 19 léttskýjað Glasgow 17 skýjað London 16 þoka París 24 þrumuveður Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 26 léttskýjað Vín 27 heiðskírt Moskva 22 léttskýjað Algarve 19 léttskýjað Madríd 19 léttskýjað Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Aþena 29 léttskýjað Winnipeg 16 léttskýjað Montreal 9 rigning New York 16 alskýjað Chicago 20 heiðskírt Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:13 23:41 ÍSAFJÖRÐUR 2:21 24:42 SIGLUFJÖRÐUR 2:01 24:29 DJÚPIVOGUR 2:31 23:21 Nýskipaðri þverpólitískri nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs er m.a. ætlað að greina tækifæri með stofnun þjóðgarðsins á byggðaþróun og atvinnulíf. Þetta kom fram í kynningu um verkefni og verklag nefndarinnar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í gær. Auk þessa mun nefndin skilgreina mörk þjóðgarðsins, setja fram áherslur um skiptingu landsvæða innan hans í verndarflokka og fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustuleiðir, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði þjóðgarðsins. Líta til Vatnajökulsþjóðgarðs Þá mun nefndin leggja fram til- lögur að helstu áherslum í stjórnun- ar- og verndaráætlun, tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu og tillögur að lagafrumvarpi um þjóð- garðinn þar sem m.a. verður tekin afstaða til stjórnskipulags þjóð- garðsins. Textadrög hvers verkþáttar verða sett á opna samráðsgátt stjórnvalda á vefnum island.is þar sem kallað verður eftir athugasemdum innan ákveðinna tímamarka. Óli Halldórsson, formaður nefnd- arinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að horfa þyrfti til reynslu af stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs síð- asta sumar. „Það hefur margt gengið mjög vel í Vatnajökulsþjóðgarði, sérstaklega samráðsþátturinn allur, en það hafa líka verið vandamál. Það hafa verið ýmis vandamál og við horfum á það í þessu verkefni að það sé lykilatriði að líta á það sem tækifæri að geta horft til þess sem betur hefur geng- ið,“ sagði hann. Áætlað er að nefndin skili tillögum sínum um þjóðgarðinn í september árið 2019. Greina tækifæri með þjóðgarði  Verkefni vegna miðhálendisþjóðgarðs kynnt  Niðurstaða í september 2019 Mikil ásókn er í gistingu á Hótel Kattholti í sumarbyrjun og nú ber svo við að fullbókað er þar fram til 25. júní. Þjónusta þessi hefur staðið katta- eigendum til boða frá því Kattholt var opnað og hefur notið mikilla vin- sælda þegar fólk bregður sér af bæ. Erfitt getur reynst að fá pláss á Hót- el Kattholti yfir hásumarið og um stórhátíðir en nú er einmitt verið að taka á móti pöntunum fyrir júlí- mánuð og verslunarmannahelgina. Kettir fá rúmgott búr á Hótel Kattholti með öllu sem þeir þarfnast og reynt er að koma til móts við þarfir kattanna. Verð á sólarhring er 1.200 krónur fyrir hvern kött. Kött- ur sem kemur í fyrsta skipti getur dvalið í 7-10 daga á hótelinu en allt að 30 daga hafi hann komið áður. Fullt á Hótel Kattholti  Vinsæl þjónusta Morgunblaðið/Þórður Kattholt Kattahótelið nýtur mikilla vinsælda og fullbókað er nú þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.